<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 23, 2006
  Kjördagur runninn upp

Kusa var í kjöri
til kúaþings í vor.
Hún bjóst við feikna fjöri
og fannst það ekkert slor.

Hún kveikti á frelsiskyndli
og kosningu hún hlaut;
varð uppvís svo að svindli
og send með skömm á braut.

Hestar hlógu og jusu
hundar sungu bí,
og þeir sem kusu Kusu
kusu að gleyma því.

(Þórarinn Eldjárn)


Kjósum rétt.
 
|
  Image hosting by TinyPic

"Jú, verðirnir eru sosum ágætir við mig hérna," sagði Sindri M. Stephensen þegar Varðhundar spurðu um líðan hans í klefa 255 á Litla-Hrauni. "Í fyrstu héldu hinir fangarnir að ég sæti inni fyrir að stela sleikjó eða eitthvað svoleiðis, en núna hef ég þá að sjálfsögðu alla í vasanum."

Eins og kunnugt er orðið býður Sindri sig fram bæði í lagatúlkunarnefnd og ritstjórn Menntaskólatíðinda. Hann hafði þó ekki lengi virt sjálfan sig fyrir sér í kosningablaðinu þegar lögreglan bankaði upp á og nam hann á brott. Hann situr nú inni fyrir víðtæk landráð og njósnir og má allt eins búast við að dúsa þar fram á næsta vor. Sindri var fulltrúi Íslendinga í vinasamtökum Norður-Kóreu sem starfrækja útibú í hinum ýmsu löndum heims. "Það verður sko engin útskriftarferð til fokking Ibiza 2008, við förum bara með liðið til Norður-Kóreu," lét Sindri hafa eftir sér.
En mun hann eiga skilið sæti í lagatúlkunarnefnd fyrst hann þverbrýtur landslög á þennan hátt? "Já svo sannarlega," sagði Sindri galvaskur, "til þess að þekkja lögin almennilega þarf að brjóta þau. Hvers vegna eru t.d. sett ákvæði um að ekki megi taka síma með sér í próf ef engum hefur dottið það í hug? Hér hef ég nægan tíma til að lesa lög menntaskólans og túlka þau fram og til baka. Ég tilkynni svo afstöðu mína til laganna úr fangelsinu gegnum Menntaskólatíðindi."

Þrátt fyrir að Sindri hafi verið á ströngu skilorði eftir hið margfræga smygl á Burberry treflum sem var komið fyrir innan í LaCoste stuttermabolunum lét hann ekki segjast og fær nú að gjalda þess. Sindri fer ekki mikið í Dreng á næstunni. 
|
 

Nú styttist óðum í að kjördagur renni upp og ekki úr vegi að fjalla um eitt veigamesta embætti næsta árs. Mikil pólitísk pressa verður á forseta Vísindafélagsins að fylgja eftir góðu starfi Einars Búa og vera ímynd skólans út á við í vísindapressunni. Tveir frambjóðendur keppa um hnossið, þeir Dagur Snær Sævarsson og Einar Bjarki Gunnarsson og bendir allt til afgerandi sigurs þess síðarnefnda. Varðhundar ákváðu að gera könnun á fylgi nemenda við þessa kandídata og komast að ástæðu þess að einn æðsti embættismaður skólans sagði kjósendur ,,búna að gera upp hug sinn."

Í hinni óformlegu könnun hlaut Einar Bjarki heil 94.7% atkvæða, en 5.3% voru auð og ógild. Varðhundarnir söfnuðu saman nokkrum athugasemdum sem þátttakendur voru beðnir að koma fyrir á spássíu.

,,Dagur er bara í slagnum fyrir sjittið, embættismannaferð og spaðalæti, það er engin alvara í þessu!"
,,Dagur.. hann er slappur. Virkilega slappur."
,,Ef einhver les þetta vil ég koma því á framfæri að Einar Bjarki er einn sá allra mesti vísindamaður sem ég veit um, hann er líka frábær náungi. Ef svo ólíklega vildi til að hann sigraði ekki, krefst ég þess að atkvæði verði endurtalin."
,,visindi.dagur.org? Hégómleg tilraun til að koma sjálfum sér á framfæri."

Ef svo fer sem horfir hjá Degi er öll von úti. Hann hefur lítinn tíma til að snúa áliti kjósenda, að öðrum kosti verður ávarp Einars Bjarka í De Rerum Natura að ári.

 
|
Wednesday, March 22, 2006
 
Image hosting by TinyPic
Kosningaslagurinn um gjaldkera Skólafélagsins er rétt nýhafinn. Þau Guðmundur Egill Árnason, Daði Helgason og Elísabet Kemp Stefánsdóttir reyna öll að skara eld að sinni köku og skiptir hér hvert atkvæði máli.
Guðmundur Egill er af merkum ættum kominn, en faðir hans er Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og fyrrum borgarstjóri. Varðhundar mæltu sér mót við hann:

Vh: Þín kosningabarátta hefur aðallega falið í sér myndir af þér með peningahrúgu upp að hálsi. Hvaðan kemur þetta fjármagn?
Guðmundur: Þetta eru allt seðlar sem pabbi plöggaði, og mun ég leggja þá beint inn í höfuðstól Skólafélagsins verði ég kjörinn.
Vh: Getur verið að þetta sé ágóði söluvarnings sem herinn mun skilja eftir á Keflavíkurflugvelli?
G: Ha, nei, sko, ég meina, auðvitað ekki. Pabbi fann þetta bara oní skúffu þegar við vorum að taka til um daginn. Verði ég kjörinn mun ég flytja Selið á Miðnesheiði og halda reglulegar ferðir þangað fyrir þennan pening.
Vh: Hvað um önnur stefnumál þín?
G: Önnur stefnumál? Ég styð einstefnu."

Elísabet Kemp vandaði Guðmundi ekki kveðjurnar. "Hann er uppfullur af spillingu og kann ekki einu sinni á Excel! Og svo þykist hann eiga merkilegan pabba! Hvers eigum við hin að gjalda?"

Daði Helgason tók í sama streng. "Þið ættuð að sjá þennan dreng í spilavítinu. Eigendurnir fella tár þegar hann gengur þaðan út með útbólgna vasa."

Kjósendur, varið ykkur á þessum manni! Með hvítþvegið auðmagn og siðleysið að vopni er hann til alls vís. Guðmundur Gróði lofar máski öllu fögru dagana fyrir kosningar en mannkynssagan hefur sýnt að svona manngerðum ætti að taka með gát. 
|
Tuesday, March 21, 2006
 
Laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudags barst Varðhundum símtal á þéttsetna skrifstofu þeirra. Í símanum var maður sem notaðist við raddbreyti, bað hann Hundana að hitta sig á ótilgreindum stað því hann byggi yfir mikilvægum upplýsingum. Hundarnir samþykktu að hitta manninn, einan og óvopnaðan. Þegar komið var á staðinn fundu Varðhundarnir mann í rykfrakka í skuggsælasta horni yfirgefnu vörugeymslunnar. Hann tilkynnti þeim að skrif Varðhunda vektu athygli manna í ,,æðstu embættum" eins og hann orðaði það, opnaði skjalatösku fulla af peningum og bauð Varðhundum fyrir að hætta störfum.

Varðhundarnir setja engan verðmiða á lýðræðið. Hér skulu birtast allar fréttir fram að kosningum og engum verður sleppt, þó vort hundalíf sé lagt að veði. Allt í þágu hins almenna kjósanda. Lifi tjáningarfrelsið! 
|
Monday, March 20, 2006
 

Varðhundum hafa borist fregnir af tíu framboðum í stjórn Framtíðarinnar. Guðrún Sóley er ein þeirra sem berst með dýrslegum ofsa um eitt af sætunum fjögur. Plaköt hennar hafa vakið mikla athygli og um hádegið í dag var fárið orðið slíkt að Varðhundum þótti brýnt að rannsaka málið. Eftir mörg símtöl við tengiliði Hundanna í S-Ameríku kom upp úr dúrnum að plakötin eru afrakstur margra ára hefðar í finnskri hönnun. Við spjölluðum við Guðrúnu um málið.

Blm. Vh: Guðrún, nú er finnsk hönnun hvarvetna lofuð og rómuð, allt frá Ittala-glervörum til hinna fallegu Finlandia-flaskna, var ekki feykilega kostnaðarsamt að ráðast í þessar framkvæmdir?
Guðrún: Ég svara engum spurningum um kostnað kosningabaráttu minnar og vísa öllum slíkum til kosningastjóra míns, Feiiki Lundanoonen.
Blm. Vh: Hefði ekki verið mun persónulegra og kostnaðarminna að teikna plakötin sjálf, fríhendis, skanna þau inn með hjálp föður þíns, prenta út og hengja upp sjálf?
Guðrún: Vissulega hefði verið hægt að herða sultarólina enn meira. Ég sé ekki eftir krónu, fleyti framtakið mér í Framtíðarstjórn.

Enn og aftur verða Varðhundar vitni að gríðarlegum fjáraustri í kosningabaráttu vorsins. Sem fyrr eru það frambjóðendur úr stétt alþýðu sem verða undir. Hinn fátæki en göfugi hugsjónarmaður, sem einnig er óþekktur listamaður, á ekki kapital til að halda í við kapphlaupið, dregst aftur úr og gleymist gráðugum kjósendum sem meta sælgæti og finnska hönnun ofar göfugum gildum.

Vöknum til lífsins!

 
|
  Þótt margar kosningaauglýsingar skólans hafi einfaldlega týnst í hinu mikla pappírshafi sem þakti veggina strax á mánudag leyndust nokkrar eftirtektarverðar hér og þar. Nú verður stiklað á stóru yfir áróður dagsins.

Image hosting by TinyPic
Strax og varðhundur hugðist bregða sér á klósettið var hann umlukinn nöktu kvenfólki á alla lund. Aðspurðar sögðust hinar ungu stúlkur setja meiri nekt í blaðið og auka kynþokka ritstjórnar frá því sem nú er.

Gunnhildur Vala Hannesdóttir, frambjóðandi í collegu hafði hertekið einn vegginn niðri í Cösu og hengt upp flennistórar myndir af sér fyrir framan kirkjubyggingar. Þykir næsta víst að prentunarkostnaðurinn komi úr söfnunarbauk einhverra grunlausra sóknarbarna sem eigi sér einskis ills von.
Nektin virtist skila sér sem öflugt áróðurstæki hjá fleiri frambjóðendum. Gunnar Dofri scribuframbjóðandi sýndi bæði bringuhárin sín á auglýsingu sem vísaði í þekkta rokkhljómsveit, The Doors. Frambjóðendur í íþróttaráð svifust einskis og sást einn kandídatinn á mynd að hjálpa félaga sínum við lyftingarnar kviknakinn.
Image hosting by TinyPic
Í Framtíðarforsetaslagnum virðist allt geta gerst. Magnea Arnardóttir var búin að koma sér þægilega fyrir á veggjum skólans með smekklegu veggspjaldi sem vakti nokkra athygli. Svanhvít Júlíusdóttir mótframbjóðandi hennar hafði aftur á móti ekki hafið neina auglýsingastarfsemi sem þykir í hæsta máta undarlegt. Hvorugur frambjóðandinn hefur þó opinberað nokkra stefnuskrá sína og er í raun ýmislegt enn á huldu í þessu sambandi.
Image hosting by TinyPic

Mestu athygli vakti þó ungur frambjóðandi í kvikmyndadeild, Arnar Tómas Valgeirsson sem gekk á milli og dreifði örsmáum dreifimiðum með mynd af kettlingi að hlaupa undan óargadýrum og fyrir neðan stóð: "Í hvert skipti sem Arnar Tómas er ekki kosinn í kvikmyndadeild, þá drepur guð kettling. Í guðanna bænum hugsið um kettlingana!"
Þykir næsta víst að hér sé enginn Guð að verki heldur að Arnar Tómas sjálfur hyggist sjá um fjöldamorðin. Þetta kosningabragð er með því svívirðilegra sem varðhundar hafa séð.
Image hosting by TinyPic

Og baráttan mun aðeins harðna eftir því sem líður á vikuna. Við minnum á kappræður Inspectors kandítatanna í hádegishléinu á þriðjudaginn og hvetjum nemendur til að láta skoðanir sínar í ljós eða spyrja spurninga sem kannski enginn annar þorir að spyrja. Lifi réttlætið! 
|
 

Framboð í embætti Framtíðarinnar eru enn á huldu en Varðhundar veita ykkur fréttirnar um leið og þær berast. Helgi Egilsson ætlar sér embætti Forseta Skákfélagsins árið 2006-7. Stór meirihluti kjósenda veit hins vegar ekki ævisögu Helga, enda er hann með þeim allra elstu sem enn eru kjörgengir. Hann hvarf til Argentínu meðan jafnaldrar hans sátu 5.bekk en meðan á dvöl hans þar í landi stóð bárust mörlendingum til eyrna fregnir af stórfelldum byltingartilraunum í höfuðborg landsins, Buenos Aires. Varðhundar spjölluðu stuttlega við Helga.

Blm. Vh: Helgi, óttaðistu um líf þitt í þessu ófriðarástandi?
Helgi: Nei, compadre, ég var í góðum höndum, tilbúinn að taka völdin ef Argentína þyrfti á mér að halda.
Blm. Vh: Taka völdin?
Helgi: Si, sjáðu til compadre, ég fór í þeim tilgangi einum að frelsa Argentínu og ganga til liðs við þau lönd sem lengra eru komin í þessa átt.
Blm. Vh: Hvernig eru þín samskipti við Castro?
Helgi: Áttu við í dag eða yfirleitt? Hann vaknaði frekar seint í morgun, ég hef ekki heyrt frá honum síðan.
Blm. Vh: Viltu koma einhverjum skilaboðum á framfæri til kjósenda?
Helgi: Viva la revolucion! Viva la mujeras!

Verður Skákfélagið að þrýstihópi ráðstjórnarsinna? Er kommúnisminn að ,,koma aftur"?

 
|
  Image hosting by TinyPic
Innan um aragrúann af auglýsingasneplum á veggjum skólans gat að líta stórt veggspjald af ungum pilti í hlýrabol sem virtist í annarlegu ástandi. Kenndu menn þar strax svip Magnúsar Þorláks, sem hefur verið í Gettu-betur liði MR-inga þetta árið. Magnús býður sig fram til embættis í Framtíðarstjórninni. Hann sagði pass við öllum spurningum varðhunda og vildi ekki tjá sig um hvort hann hefði tíma til að sinna bæði gettu betur og framtíðinni í 5. bekk.

"Þetta er hreint og klárt hneyksli," sagði Hrafnhildur Héðinsdóttir einn mótframbjóðandi Magnúsar. "Hann var búinn að lofa mér hljóðnemanum heim á næsta ári svo það er eins gott að hann standi við það." Guðrún Sóley Gestsdóttir tók í sama streng. "Veggspjöldin mín eru sko miklu litríkari og fallegri heldur en karlrembuáróðurinn hjá Magnúsi. Hvað verður um öll litlu dýrin?"

Kosningavikan fer af stað með látum og strax í morgun kl. 8 voru allir veggir inngangs Gamla Skóla þaktir auglýsingum. Í hádeginu náði lýðskrumið þó hámarki þegar vart var fótað fyrir frambjóðendum að gefa sleikipinna, vöfflur, barmmerki, sódavatn og svo framvegis. Varðhundar biðja fólk um að vera á varðbergi og gæta þess að smjörsýra leynist ekki í sælgætinu sem ykkur er rétt. 
|
  Varðhundum hafa borist ábendingar þess efnis að tölvur þær sem eru staðsettar í skólanum meini notendum aðgang að síðunni noti þeir Internet Explorer. Þykir fullvíst að hér sé um stórfellt samsæri að ræða sem og skerðingu á tjáningarfrelsi. Biðjum við lesendur að örvænta eigi heldur innleiða Eldrefinn góða í tölvur skólans og steyta hnefa sínum mót þeirri firru sem nær að vaða uppi. 
|
Sunday, March 19, 2006
  Image hosting by TinyPicÞeim skötuhjúunum síðhærðu Gunnari Dofra og Brynju Björgu virðist koma ágætlega saman þrátt fyrir að óbrúanleg gjá hafi myndast milli þeirra hvað pólitískar skoðanir varðar. Brynja situr í stjórn Ungra Vinstri grænna og Gunnar Dofri bauð sig fram í 9. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Gunnar er einmitt í framboði til Scribu, ritara í skólafélagsstjórninni. Eftir ítrekaðar tilraunir náðu varðhundarnir loksins í hann:

Vh: Sæll Gunnar, þar sem þú ert nú að bjóða þig fram í scribu, telurðu að stjórnmálaskoðanir þínar muni á einhvern hátt lita embættið?
Gunnar: Tja, nú hefur scriban alltaf verið nokkurs konar Trotský í stjórninni, þessi misskildi snillingur sem er rekinn með skömm vegna einræðistilburða Inspectors. Skemmst er nú að minnast þegar Einar Búi Magnússon sem gegndi því embætti í fyrra að Jón Bjarni seildist sífellt til aukinna valda þrátt fyrir að 5 ára áætlanir hans hafi mistekist.
Vh: Nú talar þú um Trotský sem misskilinn snilling, eru það vinstri sinnuð áhrif frá unnustu þinni?
G: Ég þvæ hendur mínar algerlega af þeim ásökunum. Sjálfstæðisflokkurinn er sko kominn til að vera og það er bara tímaspursmál hvenær fólk sjái hið eina rétta. Sem scriba mun ég einnig tryggja nægt flæði fjármagns frá Flokknum í skólafélagsstjórnina, sem mótframbjóðendur mínir geta ekki með nokkru móti uppfyllt.

Varðhundarnir náðu einnig í skottið á Hildi Kristínu, öðrum mótframbjóðanda Gunnars.

Vh: Nú hyggst Gunnar Dofri láta skólafélagsstjórnina nærast á spena Sjálfstæðisflokksins nái hann kjöri, hyggst þú grípa til svipaðra aðgerða?
Hildur: Að sjálfsögðu, þetta er nauðsynlegur hluti af embættinu rétt eins og allt annað. Fjármagn Morkinskinnu verður jú að koma einhvers staðar frá. Ég hef sett mig í samband við Framsóknarflokkinn og mun hann standa við bakið á mér, auk þess sem hann veitir nemendum landbúnaðarstyrki sem ekki eiga heima á höfuðborgarsvæðinu.
Vh: Telur þú að hinir pólitísku andseglar sem ríkja milli Gunnars og Brynju muni hjálpa honum í kjöri?
H: Það er ómögulegt að spá fyrir um það. En vegna fylgi míns við Framsókn fyrirgeri ég rétti mínum til að leika sama leik.

Bára Dís þverneitaði viðtali þrátt fyrir þrákelkni varðhunda, en vildi þó taka skýrt fram að Frjálslyndi flokkurinn myndi útdeila loðnukvóta handa öllum þeim sem hana kysu.

En hvers eiga kjósendur að gjalda? Hvaða flokksmerki verður á Morkinskinnu 2006-7? Hvað verður um þá sem láta gylliboð frambjóðenda glepja sig á kjördag? Og hvers vegna á Samfylkingin engan pening?
 
|
 
Kosningabaráttan ekki fjármögnuð með erlendum lánum!


Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Olga Sonja býður sig fram til forseta listafélagsins. Öflug áróðursvél hennar hefur fleytt nafni hennar inn á hvert heimili og þykir sumum nóg um. Raddir örfárra efasemdarmanna hafa gerst háværari eftir því sem stuðningsmönnum hennar fjölgar og þykir Varðhundum skylt að vísa kjósendum á sannleikann. Nýverið birtist skýrsla frá dönsku fyrirtæki þar sem því er haldið fram að kosningabarátta Olgu sé fjármögnuð með stórum lánum í erlendum gjaldeyri. Lán þessi eiga samkvæmt skýrslunni að falla á Olgu árið 2008.
Við tókum Olgu tali og spurðum hana spjörunum úr.


Blm.Vh.: Olga, hvað segir þú um dönsku skýrsluna?
Olga (kveikir sér í sígarettu): Þetta er allt saman hið mesta kjaftæði. Ég og starfsystur mínar á Íslandi stöndum sterkari fótum en nokkru sinni fyrr. Ég fullvissa ykkur um að útrásin er kostuð með íslensku fé.
Blm.Vh.: En hvað segir þú um að slíkt fé geti ómögulega komið saman á einum stað í svo fámennu þjóðfélagi?
Olga: Kjaftæði. Líka þetta með rússnesku mafíuna og nasistagullið. Þetta eru allt mínir peningar.
Blm. Vh.: Þakka þér fyrir spjallið, Olga.


Segir Olga sannleikann? Er íslenskt efnahagslíf að grafast lifandi undir skuldum örfárra einstaklinga? Hversu langt er hægt að ganga fyrir eitt embætti? 
|
Saturday, March 18, 2006
 

Varðhundar komust yfir hinn háleynilega lista frambjóðenda í embætti Skólafélagsins í tölvupósti frá Jónínu Ben. Þeir telja þær upplýsingar eigi fullt erindi við almenning. Nöfn eru að sjálfsögðu birt með fyrirvara um breytingar.

Inspector scholae:

Þórarinn Sigurðsson
Fannar Freyr Ívarsson

Scriba scholaris:

Bára Dís Benidiktsdóttir
Gunnar Dofri Ólafsson
Hildur Kristín Stefánsdóttir

Quaestor scholaris:


Daði Helgason
Elísabet Kemp Stefánsdóttir
Guðmundur Egill Árnason

Collegae:

Ásgerður Snævarr
Birkir Veigarsson
Björn Brynjúlfur Björnsson
Guðrún Rós Árnadóttir
Gunnhildur Vala Hannesdóttir
Jóhanna Sigmundsdóttir
Sigrún Elfa Jónsdóttir

Inspector Platearum:

Hjálmar Grétarsson

Skólaráðsfulltrúi:

Hilmar Þorsteinsson
Þorvaldur Gautsson

Forseti Listafélagsins:

Ásta Fanney Sigurðardóttir
Ingi Vífill Guðmundsson
Olga Sonja Thorarensen
Ragnar Stefánsson

Tónlistardeild:


Alexandra Jóhannesdóttir
Arnór Gunnarsson
Árni Þór Árnason
Ásgerður Sverrisdóttir
Erlendur Halldór Durante
Eyjólfur Guðmundsson
Gunnar Gunnsteinsson
Halla Þórlaug Óskarsdóttir
Þórir Bergsson

Myndlistardeild:

Einar Bjarki Gunnarsson
Elísabet Hugrún Georgsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir

Kvikmyndadeild:

Arnar Tómas Valgeirsson
Björn Reynir Halldórsson
Einar Bjarki Gunnarsson
Kristján Bjarni Jóhannsson

Fótmenntadeild:

Bjarma Magnúsdóttir
Bjartmar Steinn Guðjónsson
Elzbieta Baranowska

Íþróttaráð(formenn eingöngu):

Ágústa Sveinsdóttir(Spandex)
Emma Dögg Ágústsdóttir(Kempurnar)
Arnar Jan Jónsson
Annie Mist Þórisdóttir
Valdimar Ásbjörnsson(Anabólískir)

Ferðafélagið:

Birgir Marteinsson
Elín Arna Aspelund

Hestanefnd:
Jóna Rán Sigurjónsdóttir

Ljósmyndafélagið:

Unnur Elfa Hallsteinsdóttir
Urður Anna Björnsdóttir

Ritnefnd Skólablaðsins:

Gísli Baldur Gíslason
Áróra Árnadóttir
Hilmar Ólafsson
Þórgunnur Anna Örnólfsdóttir

Ritnefnd MT haust/vor(ritstjórar):

Bryndís Dagmar Jónsdóttir
Edda Þorgeirsdóttir(Pedro)
Bryndís Bjarkadóttir(M(enn)T er máttur)
Sindri M. Stephensen

Ritnefnd Vetrar:

Ástríður Tómasdóttir
Þorgerður Þórhallsdóttir

Selsnefnd:

Aríel Pétursson
Elín Arna Aspelund
Loftur Hreinsson
Stefán Már Möller

Leiknefnd:

Anna María Tómasdóttir
Baltasar Breki Baltasarson
Gunnar Atli Thoroddssen
Klara Arnalds
Sigurður Kjartan Kristinsson

Myndbandsnefnd:

Hlynur Torfi Traustason
Magnús Örn Sigurðsson
Pétur Grétarsson
Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson
Skapti Jónsson
Stefán Páll Jónsson

Lagatúlkunarnefnd:

Andri Snær Ólafsson
Birgir Marteinsson
Elína Klara Guðlaugsdóttir
Ellert Arnarson
Eyþór Magnússon
Gunnar Dagbjartsson
Helgi Þ. Sveinsson
Ingólfur Halldórsson
Jóhann Gísli Jóhannsson
Jónína Guðný Magnúsdóttir
Ragnar Stefánsson
Sindri M. Stephensen
Stefán Árni Jónsson

Auglýsinganefnd:

Sonja Steinsdóttir

Skemmtinefnd:


Aðalheiður Dögg Finnsdóttir
Benedikt Örn Bjarnason
Eva Hauksdóttir
Jóna Margrét Harðardóttir
Jónatan Atli Sveinsson
Viktoría Hróbjartsdóttir


Embætti sem ekki bárust framboð í:

Skólanefndarfulltrúi
Inspector instrumentorum(tækjavörður)
Bókmenntadeild
Félagsheimilisnefnd
Bókasafnsnefnd
Verzlunarbústaðurinn Guðjón
Tölvuakademían


Þessi veglegi listi mun þó ekki vera tæmandi því öll framboð Framtíðarinnar eru enn á huldu. Með birtingu þessa lista vilja Varðhundar annars vegar vara fólk við því að láta slá ryki í augu sér og hins vegar ítreka gildi sannleikans í orði sem á borði. 
|
  Það hriktir í stoðum skólans þessa dagana þegar út spurðist að nýneminn Andri Snær Ólafsson hygðist bjóða sig fram í Spilafélagið og lagatúlkunarnefnd. Þykir það fullmikil dirfska að vaða með slíkum buslugangi inn í embætti hér og þar og eru núverandi lagatúlkunarnefnd og spilafélagið uggandi yfir því hvernig muni fara nái hann kjöri. Varðhundar mæltu sér mót við Andra þar sem hann sat í kaffiboði hjá Hannesi Portner.

Varðhundar: Er þetta einhver skyndiákvörðun hjá þér?
Andri: Ja svona, ég fékk þessar tvær flugur í höfuðið þegar ég vaknaði einn morguninn og fannst þetta prýðis hugmynd. Svo hef ég líka aldrei komið í Dreng og langaði að skoða mig um í Kjósinni.

Vh:Heldurðu að meðfélagar þínir í lagatúlkunarnefndinni muni láta spila með sig?
A: Það þarf náttúrulega einhver að hafa tögl og hagldirnar þegar vafaatriði með lögin dúkka upp. Á þeim fundum þýðir ekkert að vera að spila Ólsen Ólsen þegar almenningur krefst úrskurðar.

Vh: Náir þú kjöri í lagatúlkunarnefnd, hefur þú íhugað þann möguleika að breyta lögunum þannig að Forseti spilafélagsins geti ráðið í stöður félagsins að vild?
A: Það verður bara allt að koma í ljós. Ég vil sem minnst tjá mig um það. Ég vil þó benda á kosningaskrifstofu mína sem ég hef opnað að Bankastræti 0 þar sem kjósendur geta hitt mig og skeggrætt um málefni kosninganna yfir kaffibolla.

Að þessu mæltu kvaddi Andri með kurt og pí og snerist á hæli til kosningaskrifstofu sinnar. Varðhundar geta ekki annað en dást að frambjóðandanum fífldjarfa en treysta þó á að kjósendur muni gera rétt þegar þar að kemur. 
|
Thursday, March 16, 2006
 


Gunnar fékk ekki hár í bogann sinn líkt og nafni hans kringum kristnitökuna. Hinir fjölmörgu fundargestir á fimmtubekkjarfundinum á fimmtudaginn voru flestir búnir að gera upp hug sinn þegar gengið var til kosninga.
Þeir Þórarinn, Fannar og Gunnar stóðu sig þó með nokkurri prýði í stefnuræðum sínum og varðhundar létu ekki sitt eftir liggja að bauna á þá spurningum. Fyrstur var Fannar.

Vh: Fannar, þar sem þú ert núna að feta í fótspor ekki ómerkari manna en Ásgeirs Ásgeirssonar hvað varðar forsetann og inspector, er þetta liður í því að gerast forseti lýðveldisins?
F: Já, þetta eru allt tannhjól í áætlun mini um að vinna forsetakosningarnar 2024. Þetta er búið að vera á dagskránni síðan í 3. bekk
Vh: Sjáum við framá Málfundafélagið Skólafélagið?
F: Ég vil ekkert tjá mig um það.

Næstur í pontu var Gunnar Örn. Hann, ólíkt því sem við mætti búast, ýmist tafsaði í ræðu sinni eða rak í vörðurnar. Á 7 mínútum náði hann að fara rangt með níu forsetningar, tvo málshætti og eitt orðtak.
Vh: Gunnar, þín tengsl við Jón Gerald Sullenberger í þremur orðum?
G: Virkilega góðir vinir.
Restina af ræðu sinni notaði hann til að blaðra um hrakandi árangur sinn í tjarnarhringnum og eflingu Morfís liðsins.

Þórarinn var síðastur á mælendaskrá og hélt ítarlega tölu um starfsemi allra undirfélaganna. Ræðustíll hans minnti þó stundum á annan ræðuskörung sem var heldur klókari að fegra og breiða yfir áætlanir sínar varðandi t.d. þjóðernishreinsanir.
Vh: Munt þú grípa til fyrirbyggjandi aðgerða ef fuglaflensan berst hingað til lands?
Þ: Vissulega, ég er í nánu sambandi við sóttvarnarlækni og munum við tryggja næg mótefni fyrir alla í skólanum, nema kennara og gyðinga.

Hvað munu kjósendur hugsa á kjördag þegar þeir ganga til atkvæða? Hittir skrattinn ömmu sína á Skólafélagsskrifstofunni? Til hvaða ráða mun Gunnar Örn grípa?
Það eru blikur á lofti. Hvort sem það verður Fannar eða Þórarinn sem tekur við Inspector veldissprotanum að kosningum loknum er Skólafélaginu haldið í járngreipum bíræfinna valdabraskara. 
|
  Gelt! Varðhundar lýðræðisins eru komnir á stjá til að svipta hulunni af óprúttnum frambjóðendum og sýna kjósendum þeirra innri mann (menn).
Viðfangsefni hundanna að þessu sinni er að rífa í sig könnun Loka Laufeyjarsonar sem birtist í snepli þeirra í dag.
Ekki byrjaði umfjöllunin vel, en Loka-menn slepptu einum inspectors-frambjóðanda undir því yfirskini að þeim hafi ekki borist heimildir um framboðið í tæka tíð.

Varðhundar gera því skóna að könnunin sé ekkert nema fyrirlitlegt pólítískt bragð, til þess ætlað að grafa undan trúverðugleika Gunnars Arnar sem frambjóðenda til Inspectors.
Hundarnir hittu hann að máli á ótilgreindum stað og spurðu hann nokkurra spurninga.

Blaðamaður Varðhunda: Gunnar, hvað finnst þér um að eiga engan séns samkvæmt könnun sem birt er öllum kjósendum?
Gunnar: Jaa, ég er bara alls ekkert sáttur, ég á samt séns í allar busastelpurnar...
Blm. Vh: Þykja það ekki ólýðræðisleg vinnubrögð að birta slíka könnun svo skömmu fyrir kosningar?
Gunnar: Já jú, þetta er augljóslega runnið undan rifjum Zionista, en eins og allir vita er annar mótframbjóðandi minn af gyðinglegum uppruna. Hann er umskorinn, gáiði bara...!
Blm. Vh: Þú heldur því þá fram að Loki sé málgagn Fannars Freys Ívarssonar, Forseta Framtíðarinnar?
Gunnar: Óhikað, já.

Nú hljóta varðhundar að spyrja: Á hvaða leið er kosningabaráttan í Lærða skólanum?
Hvers eiga frambjóðendur af alþýðuættum að gjalda, þegar vellauðugir auðmannssynir kaupa stuðning vikublaða og nota þau til að troða áróðri sínum í kok kjósenda?
Gelt! 
|
Tuesday, March 14, 2006
  Kyndilberar lýðræðisins

Nýir Varðhundar hafa tekið við. Kosningabarátta Menntaskólans í Reykjavík 2006 hefur brátt göngu sína. Árlega munu 6.bekkingarnir sem eru án kosningaréttar fylgjast með því að allt gangi vel fram og eru duglegir að glefsa í spillta frambjóðendur sem svífast einskis. Fylgist með.

-Kristján Hrannar 6.A
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger