<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 23, 2006
  Image hosting by TinyPic

"Jú, verðirnir eru sosum ágætir við mig hérna," sagði Sindri M. Stephensen þegar Varðhundar spurðu um líðan hans í klefa 255 á Litla-Hrauni. "Í fyrstu héldu hinir fangarnir að ég sæti inni fyrir að stela sleikjó eða eitthvað svoleiðis, en núna hef ég þá að sjálfsögðu alla í vasanum."

Eins og kunnugt er orðið býður Sindri sig fram bæði í lagatúlkunarnefnd og ritstjórn Menntaskólatíðinda. Hann hafði þó ekki lengi virt sjálfan sig fyrir sér í kosningablaðinu þegar lögreglan bankaði upp á og nam hann á brott. Hann situr nú inni fyrir víðtæk landráð og njósnir og má allt eins búast við að dúsa þar fram á næsta vor. Sindri var fulltrúi Íslendinga í vinasamtökum Norður-Kóreu sem starfrækja útibú í hinum ýmsu löndum heims. "Það verður sko engin útskriftarferð til fokking Ibiza 2008, við förum bara með liðið til Norður-Kóreu," lét Sindri hafa eftir sér.
En mun hann eiga skilið sæti í lagatúlkunarnefnd fyrst hann þverbrýtur landslög á þennan hátt? "Já svo sannarlega," sagði Sindri galvaskur, "til þess að þekkja lögin almennilega þarf að brjóta þau. Hvers vegna eru t.d. sett ákvæði um að ekki megi taka síma með sér í próf ef engum hefur dottið það í hug? Hér hef ég nægan tíma til að lesa lög menntaskólans og túlka þau fram og til baka. Ég tilkynni svo afstöðu mína til laganna úr fangelsinu gegnum Menntaskólatíðindi."

Þrátt fyrir að Sindri hafi verið á ströngu skilorði eftir hið margfræga smygl á Burberry treflum sem var komið fyrir innan í LaCoste stuttermabolunum lét hann ekki segjast og fær nú að gjalda þess. Sindri fer ekki mikið í Dreng á næstunni. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger