<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, February 24, 2010
 

Um svívirðilegan valdhroka Alberts Guðmundssonar



Svo virðist sem Albert Guðmundsson, forsetaframbjóðandi, telji sig sjálftitlaðan sigurvegara í næstu kosningum. Það er hins vegar ekki nóg með það heldur virðist Albert halda að hann hafi nú þegar tekið við embætti Framtíðarforseta af Arnóri Einarssyni. Heyrst hefur að Albert haldi sig öllum stundum á Amtmannsstíg og láti fólk taka við skipunum frá sér. Til að mynda . Virðist hann telja það í sínum verkahring að segja fólki að taka til á skrifstofum nemendafélaganna. Hvaðan þetta tiltektaræði Alberts kemur er ekki vitað en það virðist vera vel við hæfi að veita Alberti viðurnefnið “snyrtir” og verður hann nafndur svo hér eftir á Varðhundunum sem og annars staðar. Nú er Albert snyrtir algjörlega valdalaus innan téðra nemendafélaga eftir að hafa grúttapað síðustu collegukosningum og gegnir einungis stöðu liðstjóra innan Morfísliðsins, sem sagt gæinn sem á að vinna öll skítverkin t.d. taka til. Það virðist því vera hlaupinn uppreisnarseggur í litla valdalausa snyrtinn. Valdafíknin virðist hafa náð tökum á Albert snyrti og boðar þessi hegðun svo sannarlega ekki gott fyrir næsta skólaár ef Albert snyrtir stendur uppi sem sigurvegari eftir næstu kosningar. Ef maðurinn hegðar sér svona algjörlega valdalaus hvernig verður hann þá eftir að hafa fengið völd upp í hendurnar? Það er alveg ljóst að nemendur þurfa að hugsa sig tvisvar um áður en þeir x-a við Albert snyrti Guðmundsson á kjörseðlinum sínum þann 26. mars nk.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger