<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 05, 2008
 
Varðhundarnir gera upp skólaárið! (uppfært)

Gjörningur ársins: 10% allra nemenda skólans skrifuðu undir vantrauststillögu á Lagatúlkunarnefnd og var því boðað til skólafundar. Á fundinn mættu örfáar hræður en þangað mættu ekki einu sinni flutningsmenn tillögunnar sem var svo felld með þremur atkvæðum gegn tveimur (þar af tvö atkvæði frá sitjandi meðlimum lagatúlkunarnefndar). Síðar meir tilkynntu flutningsmenn tillögunnar, Haraldur P og Andri G, að um gjörning var að ræða.

SMS vinur ársins: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Atburður ársins: Fyrirlestur með Helgu Brögu á Degi holdsins.

Svikari ársins: Emil Þorvaldsson, forseti Ferðafélagsins, sem stóð ekki við það kosningaloforð Björns Brynjúlfs Björnssonar að halda fleiri ferðir í ár eins og Björn benti réttilega á í viðtali við MT.

Kosningaslagur ársins: Sindri Stephensen vs. Gísli Baldur Gíslason

Slagur ársins: Sindri Stephensen vs. Sara Margrét Harðardóttir.

Lesblinda ársins: Jón Gunnar Jónsson greindist með lesblindu snemma skólaárs. Hann átti þó ekki í vandræðum með það nokkrum vikum síðar að skrifa 1.000 orða lýtislausa grein á Framtíðarspjallið um að Bóbó skyldi fara í Morfís liðið. Seinna fannst skjalið sem innihélt greinina á tölvu Jóns Gunnars og það hét hinu skemmtilega nafni “Björn Brynjúlfur”.

Jón Gunnar ársins: Björn Brynjúlfur Björnsson. Bjössi.

Dýfa ársins: Magnús Þorlákur Lúðvíksson sem tók nýstárlega dýfi þegar MR liðið var kynnt upp á svið í MR-ví ræðukeppninnni. Þetta var mjög sniðug leið hjá Magnúsi til að kynna dýfuna þar sem 1000 manns voru í salnum.

Heimasíða ársins: www.usu.co.nz

MR-ingar ársins: Öll þau 25% MR-inga sem sögðu ekki að MR mundi bæði vinna Morfís og Gettu betur í könnuninni á Framtíðarsíðunni.

Klukkutímafjöldi ársins: Sex og hálfur klukkutími.

Hægri maður ársins: Björn Reynir Halldórsson sem lofaði 'hægri umferð' í cösu ef hann næði kjöri sem scriba.

Ræðuspekúlant ársins: Daði Helgason. Honum fannst Guðmundur Egill Árnason standa sig illa í MR-ví ræðukeppninni þrátt fyrir að vera stigahæstur allra ræðumanna. Seinna spáði hann MR liðinu tapi í Morfískeppninni gegn Versló sam vannst svo með 120 stigum. Daði virðist hafa einhvern æðri skilning á ræðumennsku heldur en þessir venjulegu ræðuspekúlantar. .

Forvarnarfulltrúar ársins: Framtíðarstjórn eins og hún leggur sig sem barðist gegn unglingadrykkju með því að sporna gegn því að haldin yrðu tebó á skólaárinu.

Hefnd ársins: Þegar Emil Þorvaldsson náði sér niður á Klemenz með því að valta yfir Árna Frey í kosningabaráttunni.

Systemus ársins: Jói systemus

Íþróttaráðsmeðlimur ársins: Haraldur Þórir Proppé Hugosson. Prypjan.

Skalli ársins: Þegar Arnór Einarsson skallaði samnemanda sinn fyrir að lýsa yfir stuðningi við Árna Frey í quaestor.

Bjössapartý ársins: Hinir leynilegur busafundir sem eru tíðir á heimili Gísla Baldurs.

Milliuppgjör ársins: Milliuppgjör Sindra Stephensens quaestors í fyrsta tölublaði MT á vormisseri. "Uppgjörið" sýndi afkomu Skólafélagsins af þremur böllum og skartaði fallegum Burberry bakgrunni.

Andali ársins: 24. nóv

Ummæli ársins: “Ég er ekki frá því að þetta hafi verið bestu fjárútlát Skólafélagsins í ár” – Björn Brynjúlfur Björnsson um þær 60.000 kr. sem fóru í ‘Fálkaorður’ Skólafélagsins. Það hefur reyndar verið óskrifuð regla í gegnum árin að Skólafélagið einbeiti sér aðeins að þeim nemendum sem eru í félaginu hverju sinni og komi þess vegna út á núlli. Ummælin eru því heldur vandræðaleg í ljósi þess að lágmarkspöntun á orðunum var 600 stykki en aðeins átta orður verða veittar í ár og því voru “bestu fjárútlát Skólafélagsins í ár” í raun fjárstyrkur frá núverandi nemendum til framtíðar MR-inga.

Nákvæmni ársins: Þegar Morfíslið MR mat andstæðinga sína nákvæmlega rétt og komst í 8 liða úrslit eftir jafntefli við FÁ í 16 liða úrslitum.

Hræsnarar ársins: Ari Guðjónsson og Jón Benediktsson sem sömdu um að mæla á móti umræðuefninu "Það má gera grín að öllu" í undanúrslitum Morfís.

Meistari ársins: Steingrímur Eyjólfsson sem eftirminnilega drullaði yfir inspectorinn sinn fyrir allra eyrum á tebói.

Stjörnuhrap ársins: Arnar Már Ólafsson.

Vinur ársins: Arnar Tómas Valgeirssson sem bannaði góðvinkonu sinni, Áróru Árnadóttur, að bjóða sig fram í collegu.

Trúboði ársins: Þengill Björnsson

High score ársins: Guðmundur Egill Árnason, en á busaballinu náði hann þeim ótrúlega árangri að fara í sleik við sjö stelpur á einu balli, alls níu stelpur sama kvöldið. Margir hafa reynt að bæta metið í vetur en næsta sem menn komust voru fimm stykki í Herranæturferðinni.

Lauma ársins: Þegar Áróra Árnadóttir, tímavörður scholae, tryggði Morfís liðinu 30 stiga forskot í undanúrslitakeppninni gegn Flensborg með því að lauma 30 sekúndna miðanum á svo meistaralega óáberandi hátt í pontuna í síðustu ræðu Flensborgarskólans að enginn möguleiki var fyrir ræðumanninn að taka eftir honum.

Meðmælandi ársins: Steindór Grétar Jónsson

Sneikari ársins: Marinó Páll Valdimarsson sem hataði ekki að stela útliti nýsjálenskrar háskólavefsíðu, html fyrir html.

Dyramotta ársins: Jón Gunnar Jónsson.

Siðapostuli ársins: Einar Óskarsson.

1337 ársins: Róbert Kjaran.

Áskorun ársins: Heilmargir MR-ingar skoruðu á Björn Brynjúlf Björnsson að snoða sig á Gleði til góðgerða til styrktar fátækum börnum í Afríku en tugþúsund króna söfnuðust fyrir verknaðinn. Björn hafnaði áskoruninni á þesim forsendum “að þetta væri ekki nógu gott málefni og að hann hefði gert þetta ef hann fengi peninginn sjálfur”.

Par ársins: Haraldur og Linda Proppé.

Hemi-par ársins: Gunnar Dofri Ólafsson og Brynja Björg Halldórsdóttir.

Afmæli ársins: 125 ára afmæli Framtíðarinnar.

Uppljómun ársins: Þegar Ingólfur Halldórsson sagði skilið við skítkastarann Bóbó og ákvað að taka upp nafnið Bónó á þessum tímamótum sem áttu sér stað á 19. afmælisdegi hans.

Hamingjuóskir ársins: Starfsmaður 10-11 sem óskaði Bónó til hamingju með afmælið eftir að plakötin voru birt. Ekki er vitað hvað maðurinn heitir svo stöddu.

Lögreglumaður ársins: Magnús Örn Sigurðsson sem ákvað að rýma salinn á Sólbjartskeppni vegna óláta þriggja aðila í salnum þar sem hann taldi sig mega það skv. lögum Framtíðarinnar. Hann veitti hins vegar inspector scholae og tveimur vinum hans leyfi til að sitja áfram í annars auðum salnum.

Orð ársins: Feminasisti.

Markaðsherferð ársins: Herranótt en uppselt var á allar þrjár sýningarnar.

Rotta ársins: Daði Helgason.





Varðhundarnir óska komandi embættismönnum velfarnaðar í starfi.


 
|
  Scribuslagurinn magnast!

Slagurinn um embætti varaforseta Skólafélagsins, scriba scholaris, hefur sjaldan verið jafn harður og í ár. Varðhundarnir ætla að fjalla um frambjóðendurna, stefnumálin og kosningaherferðirnar.


Björn Reynir Halldórsson
byrjaði kosningabaráttuna á því að hengja upp plaköt sem voru jafneldrauð og stjórnmálaskoðanir hans og þar notaði hann einkennisorðin: traust, heiðarleiki og dugnaður. Plakötin voru mjög áberandi og vöktu það mikla athygli að einn frambjóðandi til kvikmyndadeildar bjó til nákvæmlega eins plaköt til að auglýsa sitt framboð. Björn hefur spilað mikið út á það hversu duglegur hann er í kosningabaráttunni og því til stuðnings vísar hann í setu sína í Gettu betur liðinu síðustu þrjú ár. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki taka þátt í Gettu betur á næsta ári sama hvort hann nái kjöri eður ei. Björn Reynir hefur varpað fram ýmsum frumlegum kosningaloforðum en þar ber helst að nefna "hægri umferð" í cösu sem hann telur brýnt að koma á.


Ásbjörg Einarsdóttir reið ekki feitum hesti við gerð kosningaplakats síns en það innihélt einungis andslitsmynd af henni ásamt hina slaka slagorði "í blíðu og scribu". Hún var hins vegar með besta bæklinginn af öllum scribukandídötunum en hann innihélt t.d. meðmæli frá tveimur síðustu scribum, Gísla Baldri og Hildi Kristínu. Lélegasti leikur Ásbjargar í kosningabaráttunni er að nýta sér ekki stðöu sína sem ritstjóri Skinfaxa til að gefa blaðið út rétt fyrir kosningarnar og tryggja þar með ófá atkvæði líkt og Gísli Baldur gerði með Skólablaðið í fyrra. Ekki nema blaðið sé svo lélegt að Ásbjörg skammist sín fyrir það og vilji þess vegna gaf það út eftir kosningar. Einnig er athyglisvert að Ásbjörg skuli berjast fyrir því að allir meðlimir Skólafélagsstjórnar eigi að koma að því að ritskoða útgefið efni og því mun sérviska fimm einstaklinga hafa áhrif á það hvað birtist í skólablöðum næsta árs.

Þriðji frambjóðandinn í scribu hefur gert kröfu um það að ekki verði fjallað um hana á Varðhundunum. 
|
  Það hefur ekki farið framhjá neinum að cösukjallari er þakinn plakötum og ákváðu Varðhundar að fara yfir það sem heppnaðist best og verst. Því miður áttum við ekki myndir af tveimur plakötunum en þau eru niðri í cösu ef þið viljið vita hvernig þau eru.

Topp 3 bestu plakötin



1. Jórunn Pála Jónasdóttir

Besta plakatið þetta árið er óumdeilanlega “We can do it!” plakat Jórunnar Framtíðarstjórnarframbjóðanda þar sem hún endurleikur fræga Rosie the Riveter myndina frá 1942 svo vel að halda mætti að hún hafi verið fyrirmyndin að því. Frábært plakat sem ætti að höfða til bæði feminista og skítugra iðnaðarmanna. Ekki þarf að taka fram að Fárbautasynir hafa óbeit á plakatinu.



2. Egill Pétursson

Það sem frambjóðendur til Forseta Listafélagsins hafa oftast misstigið sig á er að reyna að vera með rosa artí kosningabaráttu. Hver man t.d. ekki eftir því þegar Ingi Vífill var með gjörning niðri í Cösu fyrir tveimur árum og þegar Sunna Örlygs var að drekka blá epli á plakötunum sínum í fyrra? Egill hins vegar, í staðinn fyrir að reyna að vera frumlegur, er einfaldlega virkilega frumlegur. Sitjandi í stól, íklæddur smóking, að lesa Í matinn er þetta helst fyrir framan eitthvað rautt sjitt. Meistaraverk.

3. Halldór Kristján Þorsteinsson
Mikið var rifist um það í ritstjórn Varðhunda hvort Birta eða Halldór ætti að vera í þriðja sætinu. Halli Kri nær hins vegar yfirhöndinni fyrir að hafa kjarkinn til að segja “Björgum Framtíðinni” á plakatinu og þar að auki endurvinnur Birta Scribu-plaköt Hildur Kristínar á sínum tíma. Eins og Jórunn, þá er Halli í gamla góða spoofinu, þ.e.a.s. I Am Legend. Varðhundar vona þó að Halli deyi ekki á meðan hann situr í Framtíðarstjórn eins og Will Smith í myndinni. Hann fær líka stóran plús fyrir að vera ekki í náttbuxum á plakatinu, sem er orðið nokkurs konar Burberry trefils ígildi Halla Kri.

Topp 3 verstu plakötin



1. Linda Björgvinsdóttir

Linda Proppé heldur greinilega að það sé nóg að eiga 119 kr. til þess að teljast góður frambjóðandi, en það er einmitt verð Prince Polo XXL í Þingholti. Pælingin með að hafa einhvern annan á plakatinu sem tengist ekkert framboðinu er heldur ekki alveg að virka hér. Þar að auki er myndin sjálf einfaldlega slæm, en hún var tekin af Jónatani Atla Sveinssyni. Hún hefði betur átt að leita til unnusta síns, og meistara sjálfháðsins, Haralds P og láta hann sjá um plakatsgerðina.

2. Arnór Einarsson
Etjum við reynsluna? Srsly?



3. Jórunn Pála Jónasdóttir

Jórunn hefði betur átt að nota bara “We can do it!” og henda þessu plakati í Hugmyndakassa Guðmundar Egils þar sem enginn mun nokkurn tímann verða var við það. Yfirskriftin “Eins og að drekka vatn” stangast algjörlega á við það sem hún er að gera á myndinni og yfirskriftin “Eins og að standa og horfa á myndavélina tómum augum á meðan lítil vatnsbuna rennur í glas sem þú heldur á” væri meira viðeigandi. Flott kápa samt.






Frumlegasta kosningarherferðin: Arnar Tómas Valgeirsson

Goðsögnin segir að vaxlitateikningar Arnars voru einungis ætlaðar til þess að taka frá veggjapláss fyrir “alvöru” plakötin hans sem seinkuðu víst í prentun. Þegar hann sá jákvæðu viðbrögðin við teikningunum ákvað hann að halda þeim á veggjunum og setja plakötin í Hugmyndakassa Guðmundar Egils. Teikningarnar eru í naívskum stíl og kenna ýmissa grasa en mótorhjólamyndin að ofan stendur uppúr. Einnig teiknaði hann fyrir kjósendur í hádegishléinu á þriðjudaginn og vakti það mikla lukku. Það verður að segjast að kosningabarátta Arnars hefur gengið mun betur en í fyrra þar sem hann mundi eftir að taka fram í hvaða embætti hann var að bjóða sig fram í og skrifaði það rétt. Eva Hauksdóttir hefur ákveðið að reyna taktík Arnars síðan í fyrra, þ.e. að vera á aukablaði í Kosningablaðinu, en Arnar Tómas breytti til og er í blaðinu á besta stað. 
|
Tuesday, March 04, 2008
  Inspectorskappræður - Slagurinn heldur áfram


Gísli Baldur Gíslason


Gísli byrjar á að kynna sig og fylgir kynningunni svo á eftir með innihaldslausu hjali.Eftir mínútu af kjaftæði opnar hann fyrir spurningar.


AG: Munt þú taka þér Inspectorslaun í eign vasa náir þú kjöri?

GBG: Já, ég mun ekki vinna í sumar heldur mun ég nýta tíma minn í Skólafélagið og þarf þess vegna að vega upp það tekjutap.

JB: Nú talaru mikið um nætuvökur. Ertu búinn að tala um það við skólayfirvöld að þetta sé mögulegt. Rektor er tæpur fyrir á að leyfa skreytingarnefnd að vera yfir nótt til að skreyta Cösu.

GBG: Nei, ég hef ekki fengið leyfi fyrir þessu en ég mun einfaldlega spurja rektor hvort hann vilji frekar að við skemmtun okkur hér undir ábyrgð, þ.e. undir yfirumsjón minnar eða einhvers annars fulltrúa héðan, eða annars staðar án ábyrgðar. Og það yrði að sjálfsögðu læst á ákveðnum tímapunkti svo enginn mundi komast inn í cösu. Ef rektor segir nei við þessu þá er að sjálfsögðu hægt að halda þetta annars staðar, t.d. stakk Guðfinna jarðfræðikennari upp á Selinu. Þ.a. það er alveg hægt að halda þetta annars staðar líka.

AG: Þú segir að allur peningur Skólafélagsins eigi að skila sér aftur til nemenda en varst sjálfur hluti af stjórn sem eyddi 65.000 kr. í Fálkaorður sem voru pöntuð 500 eintök af og munu því að mestu leyti fara til framtíðar MR-inga og skila sér því ekki aftur til núverandi nemenda. Varstu á móti þessari hugmynd frá upphafi?

GBG: Já, ég var á móti hugmyndinni um Fálkaorður frá upphafi. Ég vil að sá peningur sem þið borgið í nemendasjóð á hverju ári gagnist ykkur. Það er hægt að gera mikið við þær 65.000 kr. sem orðurnar kostuðu, t.d kaffivél í Cösu og tölvuspil. Ég er reyndar búinn að segja að nái ég kjöri muni ég afhenda 6. bekkingum þessar orður á Dimissio þar sem þeir borguðu nú fyrir þessar orður (mikið klapp)

JB: Nú eyddir þú stórum hluta vetrarins í að gera bók um Davíð Oddsson og einhverjir stjórnarmeðlimir hafa kvartað undan því að þetta hafi bitnað á starfi þínu sem scriba. Á þetta við rök að styðjast.

GBG: Nei, þetta bitnaði ekki á störfum mínum sem scriba þar sem ég gat einbeitt mér að öllum þeim verkefnum sem mér var útdeilt. Ég forfallaðist á einum fundi, það var allt og sumt og ég hélt hollustu við Skólafélagið þrátt fyrir að sinna öðrum verkefnum.

BGJ: Núna ætlar þú að breyta söngballinu í lokaball. Hvernig ætlar þú að framkvæma það þar sem þú verður ekki lengur inspector þegar þú munt halda það?

GBG: Góð spurning og ég er búinn að fara inn á þetta í bekkjunum. Ég mundi helst vilja að gamla og nýja stjórnin mundu saman sjá um framkvæmd ballsins. Þá er líka komið ákveðið lærdómsferli inn í stjórn Skólafélagsins þar sem nýja stjórnin lærir af gömlu stjórninni sem ég tel æskilegt.

MS: Mun busaballið verða rave ball líkt og síðastliðin tvö ár.

GBG: Ég tek ekki einn ákvörðun um það heldur stjórn Skólafélagsins. Mér fannst bæði rave böllin skemmtileg en ég mundi helst vilja að nemendur fengi að ákveða þetta og það yrðir kosið. Ég held að lýðræðið mundi virka mjög skemmtilega við skipulagningu á böllum. Einnig varðandi það hvaða tónlistarmenn koma og spila.

IH: Finnst þér undirbúningur þinn innan Sjálfstæðisflokksins vega meira heldur en undirbúningur Sindra innan Samfylkingarinnar?

GBG: Ég held bara að þetta komi málinu ekkert við.

ÍS: Þú vilt afhenda 6. bekkingum Fálkaorðurnar á dimmisio en af hverju eiga þeir meiri rétt á þeim en aðrir nemendur?

GBG: Ég tel það við hæfi að veita 6. bekkingum orðurnar þar sem þeir eru að útskrifast og hafa borgað mest allra nemenda í nemendasjóð og munu ekki njóta góðs af honum áfram.

JB: Talaðir þú við Bolla?

GBG: Já ég gerði það enda veit hann margt um svona kosningar og gaf mér ýmis ráð.


Sindri M Stephensen

Byrjar á að kenna Jóa systemus um tæknivandamál (klassík). Kemur svo inn á Fálkaorðurnar og segir að framkvæmdin á þeim hafi ekki verið nógu góð en að það eigi frekar að panta fleiri nælur heldur en að veita einungis 6. bekkingum þær. Opnar fljótlega á spurningar.


AG: Ég er með tvíþætta spurningu
a) Nú hefur þú setið með Dagnýju Engilbertsdóttur í stjórn Skólafélagsins heilt skólaár en samt tekur hún 100% afstöðu með Gísla í kosningunum. Kom eitthvað upp á innan stjórnarinnar eða hefurðu aðrar skýringar á þessu?
b) Þú og Gísli unnuð báðir náið með Skólafélagsstjórn síðasta árs sem tekur einnig 100% afstöðu með Gísla. Hver telurðu að skýringin á því sé?

SMS: Allt í lagi spurning. Númer eitt þá hafði ég ekkert samband við Skólafélagsstjórn frá því í fyrra heldur talaði ég bara við vini mína í skólanum og talaði við þá um það hvernig þeir vildu að Skólafélagið yrði á næsta ári en ekki eitthvað fólk út í bæ sem er annað hvort hætt eða á leiðinni að hætta í skólanum. En Dagný hún treystir greinilega Gísla bara betur og ég virði það vel. Reyndar skilst mér að Gísli hafi byrjað fyrr en ég og talaði því við Dagnýju á undan mér svo eins og ég segi.... Þetta er bara hennar mál og ég ætla ekkert að skjóta á það

ASÓ: Vilt þú afnema Inspectorslaun?

SMS: Nei, það er allt í lagi að halda þeim til að búa til svarta peninga fyir ferðirnar. Bjössi tók ekki inspectorslaun í ár og ég held að það hafi ekki komið niður á hans starfi. Inspectorslaun geta verið 595.000 kr. minnir mig sem mér finnst of stór hluti af nemendasjóði sem skilar sér ekki til nemenda og ég er algjörlega mótfallinn því.

JB: Þú talar mikið um slæman anda innan skólans og að þú sért maðurinn til að bæta andann. Beinast ekki einmitt öll spjót að því að þú sért hluti af þessum slæma anda? Dagný er t.d. búin að vera með þér í stjórn í heilt ár og hún tekur einarða afstöðu með Gísla. Fyrrverandi Skólafélagsstjórn sem þú vannst mjög náið með tekur einni einarða afstöðu með Gísla.


SMS: Þú ert sem sagt að segja það að vegna þess að Dagný og gamla stjórnin styðja G’isla þá sé ég hluti af slæmum anda.

JB: Nú hefur þú líka bara verið að baktala stjórnina þína í allan vetur.

SMS: Það er ekki rétt

JB: Það er bara víst rétt!

SMS: Það sem ég vil segja er að númer eitt þá er búið að beita mjög skrýtnum vinnubrögðum gagnvart mér í þessum kosningum. Það er búið að baktala mig rosalega mikið sem mér finnst mjög leiðinlegt. Dagný tekur afstöðu með Gísla og ég ber virðingu fyrir því. Ég tek það fram aftur varðandi Skólafélagsstjórn í fyrra þá talaði ég ekkert við hana og bað hana ekki um neinn stuðning og hún tekur þá bara afstöðu með Gísla. Ég var samt með meðmæli frá teimur meðlimum Framtíðarstjórnar en eina manneskjan úr Skólafélagsstjórn í ár tekur afstöðu með Gísla og hún er sú eina sem má það.

JB: Þú ert að flýja spurninguna!

SMS: Að ég sé hluti af slæmum anda? Það vil ég ekki meina. Ég vil meina að það þurfi meiri sýnileika og það er það sem ég stend fyrir og hef gert lengi. Það sem þarf að gera núna og sérstaklega á opinberum vettvangi eins og á Skólafélagssíðunni þá þarf að rétta andann. Ef það er verið að birta neikvæð ummæli þá þarf inspector að segja “hingað og ekki lengra”. Næst spurning...

MGB: Hvernig ætlarðu að efla atburði?

SMS: Ég hef áttað mig á því að það sem þarf er að labba í bekki og kynna atburði fyrir bekkjunum. Mæting á atburði í ár hefur verið mjög slæm og það sem þarf að gera er að labba í bekki, tala við bekkjarráðsmenn og skapa stemmningu fyrir atburðuunum.

AG: Nú hefurðu talað mikið um skítkast í kosningabaráttu þinni. Geturðu bent á skítkastið sem hefur verið í vetur?

SMS: Já, ég get bent á t.d. bara Varðhundana en þar eru ein eða tvær greinar sem ganga allt of langt og verið að tala um viðkvæma hluti.

JB: Það er samt ekki hluti af félagslífinu.

SMS: Víst tengist þetta félagslífinu. Finnst þér þessi skrif ekki tengjast félagslífinu?

JB: Hvernig ætlar inspector að breyta því sem varðhundar skrifa?

SMS: Nei, hann svarar því og segir “ég vil ekki hafa svona í mínum skóla”

JB: Meira skítkast en bara varðhundarnir, það er algjör flótti að nefna bara varðhundana.

SMS: Það hefur líka verið skítkast í MT á haustönn.

JB: Hvað í þeim MT blöðum flokkast sem skítkast?

SMS: Ég er bara ekki með blöðin fyrir framan mig en við getum bara farið í gegnum þetta saman.

AG: Ef það er verið að gagnrýna embættismenn þá er það bara neikvæð umfjöllun. Eiga þeir að vera eitthvað heilagir?

SMS: Nei, ef þú segir við embættismann “Þú hefur ekki staðið við þessi kosningaloforð” þá er það réttmæt gagnrýni en það má ekki ganga of langt.

AG: Hefur einhver áhrif að gera inspector að netlögregluþjóni sem er alltaf að svara gagnrýni á netinu?

SMS: Það verður bara að koma í ljós en inspector á að vera jákvæð ímynd skólans.

JB: Steindór Grétar Jónsson. Hefur þú e-ð unnið með honum og hefur þú kynnst honum.

SMS: Já ég hef kynnst honum.

JB: Hvar hafið þið unnið saman og hvernig tengist hann þínu framboði?

SMS: Hann er bara gamall forseti og ég hef þekkt hann og hafði samband við hann og hann hefur fengið að kynnast mér.

JB: Þannig að Steindór er nokkurs konar Bolli Samfylkingarinnar?

SMS: Ég vil bara taka þig fram að ég held að ég sé bæði skráður í Samfylkinguna og Sjálfsæðtisflokkinn. Það var Gísli sem skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn og ég ætla að skrá mig úr báðum flokkunum. EN Steindór er enginn Bolli Smafylkingarinnar ég veit ekki einu sinni hvernig þessi Bolli virkar.

HÁ: Hvað viltu gera með hljómsveitir á böllum?

SMS: Í ár höfum við bæði haft samband við innlenda og erlenda aðilavarðandi spilun á böllum. Í fyrsta skipti fengum við erlendan aðila og ég mundi vilja gera það aftur, t.d. að reyna að ná einhverjum í kringum Airwaves.

BGJ: Hvað finnst þér um fótbolta í Cösu?

SMS: Hvað finnst mér um fótbolta í Cösu?

BGJ: Í sjónvarpinu...

SMS: Já í sjónvarpinu... [mikill hlátur brýst út] Þetta gekk ekki nógu vel í ár og ég mundi frekar vilja sýna leiki með íslenska landsliðinu í handbolta.

MGB: Þú skaust á það áðan að Gísli hefði fengið meðmæli frá síðustu Skólafélagsstjórn sem er hætt eða að hætta í skólanum en samt ert þú með meðmæli frá Steindóri Grétari sem hefur aldrei verið í MR á sama tíma og þú.

SMS: Jájá ég sagði að ég hefði ekki talað við gömlu stjórnina sem er alveg rétt.


Fylgist með á varðhundunum fyrir viðtöl við inspectors- og forsetaframbjóðendur síðar í dag, eftir Forseta kappræðurnar.
 
|
 

Lítið hefur borið á inspektorsframbjóðandanum Viktori Trausta síðan hann fór mikinn síðasta fimmtudag á 5. bekkjarfundinum. Þrátt fyrir að hafa verið nálægt að hreppa hnossið sem tilnefning er hefur hann ákveðið að draga sig úr félagsstörfum í bili. „Þetta tók bara allt of mikinn tíma frá mér...“ segir Viktor um félagslífið, hann heldur áfram „Núna hef ég tíma til að einbeita mér virkilega að huga.is, en ég stefni á að ná 2000 kasmír stigum fyrir áramót!“. Það kom mörgum á óvart að hvorki Sindri né Gísli fengu meðmæli frá Viktori en hann hafði þetta um málið að segja „Það var í raun og veru bara einn maður sem ég treysti fyrir þessu embætti, og það var ég. Ég er bara óheppinn að vera ekki flokksbundinn stóru flokkunum heldur Íslandshreyfingunni og þurfti að líða fyrir það síðasta fimmtudag! Ég hugsa að ég skili bara inn auðu á föstudaginn...“. En ekki er þó öll von úti enn fyrir fylgismenn Viktors en hann hefur boðið sig fram sem stjórnanda á Pókersíðu huga.is. „Ég ætla ekki að láta 5. bekkjar mafíuna eyðileggja félagslíf landsmanna frekar - núna geta sko allir kosið og þá vinn ég!“ sagði Viktor að lokum. 
|
 

Þótt frambjóðendur virðist ætla að sniðganga stjórnirnar í ár er enginn skortur á frambjóðendum í önnur embætti. Þar kemur fátt á óvart nema ótrúlegur fjöldi í nýja félag Framtíðarinnar, Spáfélagið. Það eru alls fimmtán frambjóðendur sem bjóða sig fram en kosið er eftir þriggja manna listum. Margir af þessum frambjóðendum eru alls ekki að spaðast heldur sækjast stíft eftir atkvæðum. Þar má nefna framboðið Völvur en þær klæddu sig upp eins og sígauna fyrir myndatökur og hafa hengt upp plaköt og framboðið Venefici, en það þýðir einmitt kristalskúla á Latínu, en þau lögðu mikið á sig í fótósjopp fyrir kosningabæklingin. Eina manneskjan sem greinilega hefur engan metnað fyrir sínu framboði er Andri Gunnar Hauksson, 5.Y. Hann hefur fengið til liðs við sig pópulistana Kristínu Telmu og Hólmar Hólm og hefur myndað sannkallað ofurframboð til Spáfélagsins. Hann sagði í viðtali við Varðhundana að slagorð hans framboðs væri Spá í að slaka en blaðamaður verður að lýsa yfir ánægju sinni með að Andri er kominn úr þessari drjólamenningu 6. bekkinga og farinn yfir í rólegri sálma. Eftir stendur þó spurningin hjá Varðhundum, hvað er þetta fólk að spá? Eru það hinir óplægðu akrar nýja félagsins eða aukinn áhugi fólks á kukli með innreið 21. aldarinnar sem laða fólk að félaginu? Og síðast en ekki síst: Fer Skólafélagsstjórn aftar á merina fyrir að virkja ekki kukláhuga nemenda? 
|
 

Upp hefur komist um enn eitt skítamálið í kringum kjörstjórn, sem nú þegar er búin að slá Íslandsmetið í spillingu. Formaður hennar, Björn Brynjúlfur Björnsson, hefur verið iðinn við að hjálpa vissum frambjóðendum með uppsetningu á bæklingum þeirra. Einn af þeim sem notið hefur aðstoðar Björns er kvestorsframbjóðandinn Emil Þorvaldsson. Björn segist þó vera ekki vera alsekur í þessu máli „Ég tók sko ekki forsíðumyndina - það var Tanni sem sá um það. Ég sá bara um indesign hlutann!“. Þegar Varðhundar spurðu hina kvestorframbjóðendurna voru þeir vonum svekktir „Ég þurfti að fá rándýran hönnuð út í bæ til að setja upp minn bækling!“ sagði Arnór Einarsson, hann hélt áfram „Ég held að vísu að ég hafi grætt á því enda fékk ég retro lúkk á minn bækling sem hinir eru ekki með en þetta er engu að síður bara spurning um prinsipp!“. Árni Freyr sagði „Fólk er bara að leggja mig í einelti í þessum kosningum - fyrst Loki með því að setja mynd af einhverjum allt öðrum í skoðanakönnunina og svo núna þetta! Það er bannað að leggja fólk í einelti, sérstaklega í kosningum...“. Það er því ljóst að málið er langt frá því að vera dautt. Fær Árni atkvæði út af því að fólk vorkennir honum? Kýs fólk almennt þá sem það vorkennir? Mörgum spurningum er enn ósvarað, fylgist með á Varðhundunum. 
|
Monday, March 03, 2008
  Bæklingar frambjóðenda í stærstu embættin komnir í hús! - ritdómur

Gísli Baldur Gíslason

Forsíða: 9,0
Það þarf ekki að spyrja að því Gilli sé með bestu forsíðuna enda er hann þar á heimavelli og tekur sig vel út í Hugo Boss jakkafötunum sínum. Það er skemmtilegt að baksíðan sé framhald á sömu mynd og lítið i í orðinu inspector sýnir hógværð. Falskt bros og skakkt bindi dregur myndina niður um tvo en það að hann croppaði burt óhnepptu töluna hækkar hann um einn.

Uppsetning: 7,5
Hann er með stærra brot en allir hinir frambjóðendurnir sem gefur honum ákveðið forskot. Einnig eru stefnumálin aðgengileg en sú ákvörðun að hafa mynd af krossabrennu í “bætum böllin” er ekki eitthvað sem mun hreinsa burt fasistastimpilinn af honum. Það verður þó að teljast sterkur leikur að vera með meðmæli frá eina Skólafélagsstjórnarmeðliminum sem er ekki annaðhvort í inspectorsframboði eða kjörstjórn fyrstu opnunni. Bæklingurinn endar ekki vel, klaufalegt hvítt pláss á síðustu blaðsíðu sker í augun. Gat hann ekki bara skellt fálkanum þangað? Skólafélags eða Sjálfstæðis.

Frumleiki: 6,5
Bæklingurinn byrjar strax á klassískum ófrumleika, Gamla Skóla, en þó lætur hann Íþöku fylgja með líka. Hvort það sé mínus eða plús látum við liggja milli hluta. Á-bakvið-tjöldin myndin af honum er hins vegar skemmtileg tilbreyting og opnan þar á eftir er með þeim epískari sem sést hafa. Hann jafnvel sneikar inn einum Obama-brandara þangað. Gæti verið að hann sé í alvöru ekki ógeðslega leiðinlegur? Nei, það getur ekki verið, Hilmar Birgir hefur örugglega stungið upp á djókinu.

Meðmæli: 9,0
Það verður að teljast sterkur leikur að vera með meðmæli frá eina Skólafélagsstjórnarmeðliminum sem er ekki annaðhvort í inspectorsframboði eða kjörstjórn. Á síðustu opnunni er hann svo með 14 meðmæli í viðbót þar sem hann tekur upp á þeirri nýjung að vera í tvígang með ein meðmæli frá tveimur einstaklingum. Meðmælendurnir spanna breiðan hóp MR-inga, allt frá busum og upp í spaða. Eina lélegu meðmælin eru frá einhverjum homma í Verzló enda eru öllum MR-ingum DMS um hvað einhver ömurleg gæi sem enginn þekkir segir um frambjóðendur. 69 stuðningsmennirnir sögðu líka meira en mörg meðmæli enda var sú opna epísk snilld.


Sindri M. Stephensen

Forsíða: 7,0
Sindri hefur augljóslega séð að hin myndin var ekki alveg að virka. Enda Jónatan Atli Sveinsson annálaður lélegur ljósmyndari. Nú er trefillinn horfinn, frakkinn líka og 13° gráðu hallinn er týndur og tröllum gefinn og eftir stendur maður sem er mun traustverðugri. Hann fær plús fyrir að gera sér ekki upp bros, beint bindi og að vera með fallega yfirskrift, hann fær mínus fyrir ósamræmi buxna og jakka, beltisleysi og torskilið augnráð sem segir annaðhvort “þú getur treyst mér” eða “ég fyrirlít þig”.

Uppsetning: 9,0
Sindri kemur á óvart í uppsetningunni og er skýtur hún Gísla ref fyrir rass í þeim efnum. Punktalínurnar á milli meðmæla svínvirka og stefnumálin eru auðlesin. Hann gerir þó þau mistök að minna okkur á skelfilega plakatið sem hann notaði í fyrra og leturgerðin í fyrirsögnunum er frekar væmin þó hún virki vel á forsíðunni. Inspector Clouseau brandarinn fer fyrir ofan garð á neðan. Aðallega neðan.

Frumleiki: 5,5
Líkt og Gísli þá dettur Sindri í gömlu Gamla skóla gryfjuna á forsíðunni og lítið kemur á óvart í bæklingnum. Það er ekki fyrr en lesandinn er kominn neðst á baksíðuna sem hann sér einhverja nýjung, þ.e.a.s. “Hafið samband”-liðurinn sem er frábær fídus. Sindri fær líka plús fyrir að vera með eigin undirskrift í ávarpinu en ekki bara Georgia leturstærð 16, bold.

Meðmæli: 8,0
Sindri er flest meðmæli allra; 22 talsins. Líkt og hjá Gísla spanna meðmælendurnir breiðan hóp MR-inga en hann er ekki með nein ofurmeðmæli líkt og Gísli á fyrstu opnunni (hverjum er ekki DMS hvern Haraldur P styður?). Það er þó sterkur leikur hjá Sindra að tryggja sér meðmæli frá þriðja inspectorsframbjóðandanum, Pésa Gré, líkt og Bjössi gerði í fyrra þegar hann fékk meðmæli frá Jóni Erni. Varðhundum finnast þó einkennilegt að Steindór Grétar, fyrrverandi Framtíðarforseti, gefi Sindra meðmæli þar sem þeir voru aldrei í MR á sama tíma. Augljós kratatengsl þar á bæ, enda bakgrunnurinn á myndinni hans Samfylkingarrauður í stíl.

Magnús Örn Sigurðsson

Forsíða: 8,5
Þegar bæklingurinn hans Magga blasir við manni sér maður hann hefur dottið í gömlu þreyttu Gamla skóla gryfj...nei, bíddu nú við?! Þetta er ekki Gamli skóli! Þetta eru Bessastaðir! Snilld! Meindýrið Daði Helgason pósaði þó vissulega fyrir framan Bessastaði þegar hann bauð sig fram í quaestor en Magnús útfærir þá pælingu mun betur í sínum bækling. Þar að auki er hann ekki með texta á forsíðunni og Framtíðarlógóið kemur skemmtilega út. Hann vinnur þó forsíðukeppnina þegar kemur að kynþokka, enda ómótstæðilegur með 7 vikna Herranæturskeggið sitt.

Uppsetning: 5,5
Mínímalíska hönnunin sem er ríkjandi í uppsetningunni er eitt stórt flopp og halda mætti að bæklingurinn hafi verið settur upp í word. Einnig mætti textinn vera stærri en greinilegt er að Magnús treystir ekki á atkvæði sjónskertra. Hann fær þó plús fyrir skemmtilegar myndir af sjálfum sér sem eru dreifðar um bæklinginn

Frumleiki: 5,0
Magnús er alveg laus við Gamla skóla og hann lét ekki bara taka myndir af sér í jakkafötum heldur einnig í lopapeysu. Þar að auki er hann með frumlegustu kosningamyndirnar yfir höfuð, myndin af honum á Bókhlöðustíg ber af. Tebóhitamælirinn er það eina grafíska í bæklingnum, lítið annað kemur á óvart. Það getur líka ekki talist frumlegt fyrir Forsetaframbjóðanda í ár að hafa meðmæli frá Sveinbirni Finnssyni. Hvernig datt manninum svo í hug að vera í forljótum íþróttaskóm við jakkafötin sín?

Meðmæli: 8,5
Magnús er með 19 meðmæli, fimm fleiri en Dagný og honum tókst einnig að fá meiri spaða á borð við Halla Trompét og Guðmund Egil til að mæla með sér. Hann dettur þó í sömu gryfju og Gilli að hafa meðmæli frá einhverjum plebba sem öllum er sama um. Þar að auki er hann með ljót sólgleraugu. Meðmælin eru mjög aðgengileg og það fylgja myndir með þeim öllum (þessi tíska þekktist ekki í Menntaskólanum fyrr en í byltingarkenndum bæklinga Bjössa inspó í fyrra). Meðmælin hans Finnboga eru skemmtileg þótt það sé hundleiðinlegt að hlusta á hann útskýra þau.

Dagný Engilbertsdóttir

Forsíða: 7,5
Þegar fólk sér forsíðuna á bæklingi Dagnýjar sér það fyrir sér standa “Nóvemberútsalan í Smáralind er hafin” ásamt mynd af einhverju módeli eins og tíðkast á öðrum auglýsingasneplum. Það er nefnilega málið þennan kosningabæking, hann lítur út fyrir að vera einhver auglýsingabæklingur af forsíðunni að dæma. Myndin er hins vegar góð og þar sem forsíðan samanstendur eiginlega bara af myndinni gerir það hana tiltölulega góða.

Uppsetning: 7,0
Uppsetningin er nokkuð fagmennleg og það er augljóst að Dagný hefur fengið hönnuð í verkið eða legið yfir InDesign for Dummies síðustu vikurnar. Hins vegar er rauði liturinn ekki að virka og hvað þá Framtíðarlógóið á síðustu blaðsíðu. Stefnumálin eru ekki mjög skýrt sett fram og textinn í hverju stefnumáli fyrir sig mjög mislangur sem virkar frekar fráhrindandi.

Frumleiki: 5,0
Bæklingurinn getur ekki talist mjög frumlegur en reynt er að brydda aðeins upp á hann með polaroid myndum með alveg hilarious textum undir (!), þetta er líklega gert til þess að sýna að á bakvið hrjúfu yfirborði leynist...uhh...flippari? Hver svo sem tilgangurinn er, lífgar þetta upp á bleðilinn. Hún dettur ekki í Gamla skóla gryfjuna og bæklingurinn er í landscape broti sem getur talist galli eða kostur, en það er allavega eitthvað sem engin af hinum frambjóðendunum duttu í hug. Hún hefur einnig sína eigin undirskrift í ávarpinu sem er alltaf ánægjulegt.

Meðmæli: 4,5
Dagný er með 14 meðmæli í bæklingnum en þau fjögur sem hún gerir hæst undir höfði eru frá Gísla Baldri, Emil Harðarsyni, Kristrúnu Mjöll og Antoni Elfari. Það er sterkur leikur hjá henni að nýta sér Gísla Baldur en þeir tveir síðarnefndu eru lítt þekktir innan skólans og Emil Harðarson, sem er heldur ekki mesti spaðinn í skólanum, gaf mótframbjóðenda Dagnýjar einnig meðmæli. Tveir af hinum meðmælundunum gengisfelltu sín meðmæli á sama hátt (Birta Ara og Sveinbjörn). Hin átta meðmælin eru ekkert betri og sex þeirra fylgja ekki einu sinni myndir.
 
|
  Svo virðist sem frambjóðendur ætli að leggja allt í sölurnar í ár en erkispaðinn Halli Kri. sem býður sig fram til Framtíðarstjórnar hefur herjað á tölvustofur skólans í allan dag. Svo virðist vera sem að hann hafi breytt veggfóðri allra tölva skólans. Veggfóðrið er einfalt, það sýnir Sveinbjargarmyndina af Halldóri og slagorðið Björgum Framtíðinni - Halldór í Framtíðarstjórn . Þegar Varðhundar komu í tölvustofunnar var Rúnar, kerfisfræðingur skólans, á fullu að breyta til baka. „Svona frambjóðendur tapa mest á þessu sjálfir...“ sagði Rúnar þegar Varðhundar spurðu hann út í málið. „Myndi maður reyna að vinna hylli Portners með því að setja fæturna upp á borð? Nemendur vilja bara sín eigin veggfóður - þeim er illa við svona breytingar...“ hélt Rúnar áfram. Að sögn þeirra nemenda sem blaðamaður talaði við fannst þeim þetta skemmtileg tilbreyting og frumleg kosningaherferð. Hver hefur rétt fyrir sér, Rúnar eða nemendur? Mun Halldóri vera vísað úr slagnum fyrir að brjóta reglur kjörstjórnar? Fylgist með á Varðhundunum. 
|
  Fyrsti dagur


Það er allt á suðupunkti í Cösu. Frambjóðendur hafa veggfóðrað þetta agnarsmáa rými og nýta hverja sekúndu til að sleikja sig upp við ókunnuga. En hvað gerist? Ljósin slokkna! Inspektorsframbjóðendur rjúka að ljósrofunum of reyna að róa fólk en sama hvað Sindri hamast á takkanum þá gerist ekkert. Rafmagnið hefur verið tekið af Cösukjallara. Varðhundarnir stíga strax fram og reyna að finna sökudólginn. Eins og sönnum rannsóknarlögreglumönnum sæmir byrjuðum við á spurningunni: Hver hagnast?

Ljóst er að nokkrir liggja nú þegar undir grun. Fljótlega sást að veggspjöld Óla Krumma, sem eru í rave-þemanu, voru farin að glóa í myrkri. En ekkert sakamál er svona augljóst. Óli Krummi var augljóslega að saklaust peð í stærra tafli. Þá blasti við Varðhundum undarlegt veggspjald. Það sýndi kvestorsframbjóðandann Arnór Einarsson og undarlega slagorðið: etjum við reynslunna! Var Arnór að sýna af sér einhverja óþekkta dýpt? Nei, þegar blaðamaður grannskoðaði plakatið sást að stafirnir S og X höfðu horfið í myrkrinu. Standa hinir kvestorsframbjóðendurnir að baki rafmagnsleysisins? Fylgist með á Varðhundunm. 
|
Sunday, March 02, 2008
 

 
|
 

Mörgum brá heldur betur í brún þegar listi yfir frambjóðendur í skólakosningunum var birtur á Skólafélagssíðunni og sáu hversu ótrúlega fáir bjóða sig fram í stjórnir nemendafélaganna. Ef við miðum við síðustu þrjú ár þá hafa aldrei jafnfáir boðið sig fram í Framtíðarstjórn (9) og collegu (5). Hafa stjórninrnar verið svona lélegar í vetur að fólk hefur ekki áhuga á félagslífinu lengur?

Það sem gæti haft áhrif á fjölda frambjóðenda er hvort það séu fleiri en Arnar Tómas sem banna vinum sínum að bjóða sig fram til að auka sína eigin möguleika á að ná kjöri. Við skulum þó vona að það séu ekki fleiri sem gerast svo skítlegir. Það sem vegur upp á móti þessu eru svo framboð sem eru ekki hugsuð sem alvöruframboð heldur eru þau einugis sett á laggirnar til að klekkja á öðrum frambjóðendum. Gott dæmi um þetta er framboð Emils Þorvaldssonar í quaestor scholaris sem varð til vegna illdeilna hans við Árna Frey Snorrason og aðra ritstjórnarmeðlimi MT. Emil virðist þó ekki átta sig á því að hann er í rauninni að hjálpa Árna þar sem þriðji frambjóðandinn, Arnór Einarsson, er bekkjarfélagi kærustu Emils og einnig voru þeir saman í árgangi í fyrra. Það hlýtur því að teljast mun líklegra að Emil vinni fylgi frá Arnóri heldur en Árna.

Það sem fróðlegast verður að sjá er svo hvernig núverandi stjórnir nemendafélaganna bregðast við þessu áhugaleysi. Munu þær halda áfram að beita ignore aðferðinni? Munu þær flýja eigin ábyrgð og skella skuldinni á DMS menninguna? Eða er þeim kannski sjálfum bara DMS um þetta allt saman? Þegar stórt er spurt...
 
|
Saturday, March 01, 2008
 

Allt virðist vera á svo miklum suðupunkti í slagnum um collegusætin tvö að það mætti halda að Héðinn Finnsson væri að bjóða sig fram. Ívar Sævarsson hefur hætt við framboðið sitt, ábyggilega vegna Framsóknarfylgisins í skoðanakönnunum, og hefur sett stefnu sína á Systemusinn. Varðhundar telja að hann eiga góða möguleika að komast í Tölvuakademíuna, en hins vegar er aðeins einn maður sem getur orðið Systemus. Sá heitir Jóhann Björn Björnsson.

Tvær stelpur sem hafa ekki verið orðaðar við colleguna hingað til hafa tilkynnt framboð sitt og ein stelpa sem hefur verið meira orðuð við colleguna en flestir aðrir á skólaárinu hefur einnig gefið kost á sér. Þetta eru bekkjarsysturnar Íris Björk Jakobsdóttir og Una Björg Bjarnadóttir og, að sjálfsögðu, Marta Ólafsdóttir í 3. bekk. Pétur Grétarsson hefur lýst yfir stuðningi við framboð Mörtu, en hann á heiðurinn af því að skjóta Mörtu upp á stjörnuhimininn í Menntaskólanum með fyndnum kommentum á Skólafélagssíðunni. Það verður því spennandi að sjá hvort að Hönd Mídasar sé ósködduð eftir inspectorsforkosningarnar og Marta komist í Skólafélagsstjórn.

Helstu tíðindin í colleguslagnum eru þó að Áróra Árnadóttir hefur skyndilega dregið framboðið sitt til baka, að því er virðist, að ástæðulausu. Hún kom ágætlega út í könnunum Loka og MT og hefði getað innsiglað sér sigur með góðri kosningabaráttu. Þegar Varðhundar spurðu hana um málið voru svörin loðin: „Núna er ég tímavörður“. Þó hefur heyrst á göngum skólans að Arnar Tómas Valgeirsson, collegu kandídat og vinur Áróru, hafi bannað henni að bjóða sig fram. Ef satt, þá var þetta frábær leikur hjá Arnari en talað hefur verið um þriggja turna tal í collegukosningunum hingað til, sem sagt Arnar, Áróra og Birta, og ef einn turninn hrynur þá erleiðin greið fyrir hina tvo frambjóðendurna. Arnar vildi samt ekki viðurkenna verknaðinn og sagði að ástæðan fyrir því að hún dró framboðið til baka hafi verið því „hún vill verða inspó“. Varðhundar ætla ekki að taka afstöðu í þessum málum en ljóst er að heljarinnar kosningabarátta er framundan.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger