<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, March 02, 2008
 

Mörgum brá heldur betur í brún þegar listi yfir frambjóðendur í skólakosningunum var birtur á Skólafélagssíðunni og sáu hversu ótrúlega fáir bjóða sig fram í stjórnir nemendafélaganna. Ef við miðum við síðustu þrjú ár þá hafa aldrei jafnfáir boðið sig fram í Framtíðarstjórn (9) og collegu (5). Hafa stjórninrnar verið svona lélegar í vetur að fólk hefur ekki áhuga á félagslífinu lengur?

Það sem gæti haft áhrif á fjölda frambjóðenda er hvort það séu fleiri en Arnar Tómas sem banna vinum sínum að bjóða sig fram til að auka sína eigin möguleika á að ná kjöri. Við skulum þó vona að það séu ekki fleiri sem gerast svo skítlegir. Það sem vegur upp á móti þessu eru svo framboð sem eru ekki hugsuð sem alvöruframboð heldur eru þau einugis sett á laggirnar til að klekkja á öðrum frambjóðendum. Gott dæmi um þetta er framboð Emils Þorvaldssonar í quaestor scholaris sem varð til vegna illdeilna hans við Árna Frey Snorrason og aðra ritstjórnarmeðlimi MT. Emil virðist þó ekki átta sig á því að hann er í rauninni að hjálpa Árna þar sem þriðji frambjóðandinn, Arnór Einarsson, er bekkjarfélagi kærustu Emils og einnig voru þeir saman í árgangi í fyrra. Það hlýtur því að teljast mun líklegra að Emil vinni fylgi frá Arnóri heldur en Árna.

Það sem fróðlegast verður að sjá er svo hvernig núverandi stjórnir nemendafélaganna bregðast við þessu áhugaleysi. Munu þær halda áfram að beita ignore aðferðinni? Munu þær flýja eigin ábyrgð og skella skuldinni á DMS menninguna? Eða er þeim kannski sjálfum bara DMS um þetta allt saman? Þegar stórt er spurt...
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger