<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, April 02, 2009
  Varðhundarnir gera upp skólaárið

Stjörnuhrap ársins: Steingrímur Eyjólfsson. Eftir að hafa fengið titilinn Meistari ársins á síðasta ári hefur leiðin aðeins legið niður á við og var hann valinn leiðinlegasti MR-ingurinn fyrir nokkru.

Vonbrigði ársins: Afturköllun framboðs Söru Magneu í collegu.

Atburður ársins: Skóbó

Gleði til góðgerða ársins: Gleði til góðgerða II

Leyndarmál ársins: www.framtidin.mr.is

Systemus ársins: Jói Systemus.

Leynispaði ársins: Hilmar Einarsson sem er formaður KSS og beinir hann spaðalátum sínum frekar þangað en MR.

Gunnar Dofri ársins: Björn Hjörvar Harðarson.

Banner ársins: http://s5.tinypic.com/ka32go.jpg

Hundur ársins: Jórunn Pála Guðbjartsdóttir.

Meme ársins: Combobreaker

SMS-hatari ársins: Arnar Kjartansson, 3. E.

Íslandsvinir ársins: Hljómsveitin Le Futur sem kom alla leið frá Brussel til þess að gleðjast með menntskælingum á árshátíð Framtíðarinnar. Létu einnig til sín taka á grímuballinu, þá á dansgólfinu.

Skurður ársins: Urður Örlygsdóttir, 3.B.

Slagur ársins: Slagur nokkurra 6.bekkinga við hóp Dana á Ródos

Útvarpsþáttur ársins: Varðhundarnir og Skólafélagsfálkarnir

Meistarar ársins: Andri Gunnar Hauksson og Haraldur Þórir Proppé Hugosson.

Markaðsnefnd ársins: Markaðsnefnd MT eftir jól.

Brotthvarf ársins: Harpa Halldórsdóttir, 3.E, dóttir Örnu “Yndislegt líf” Einars.

Collega ársins: Sindri M. Stephensen

Myndir ársins: Myndirnar úr sumarferðinni sem Gísli Baldur lofaði “í næstu viku” þann 25. júlí 2008 en hafa ekki enn komið á síðuna.

Þjálfarar ársins: Jón Ben og Gunnar Örn, morfísþjálfarar, með recordið 0-3 á þjálfaraferli sínum með MR.

Hýjungur ársins: Andri Snær Ólafsson

Gísli Baldur ársins (í persónu): Einar Lövdal

Gísli Baldur ársins (á netinu): Daníel Eldjárn

Gilli ársins: Gilli Blö

Hrefna ársins: Hrefna Helgadóttir ;) :*:*

MR fögnuður ársins: Tebóið í Sóltúni þar sem Framtíðarstjórn skemmti sér vel með u.þ.b. 100 FÁ-ingum.

Frumsýning ársins: From China with Love

DMS ársins: Framtíðarstjórn skellti einu feitu DMS-i á langveik börn þegar Skólafélagið skoraði á þau að snoða sig. Þau hefðu þau getað safnað samtals 180.000 kr. ef þau hefðu tekið áskoruninni.

Sjálftitlaður ritstjóri ársins: jafntefli milli Arnþórs Axelssonar og Jakobs Sindra

Dýrasti brandari ársins: Kannabissala Framtíðarinnar

Sleikur ársins: Sindri M. Stephensen og Daníel Friðrik á opnunarkvöldi félagslífsins

Kynslóð ársins: DMS-kynslóðin.

Afstaða ársins: Móti fóstureyðingum.

Umræðuefni ársins: Lögsækjum mótmælendur.

Samningamenn ársins: Morfíslið MR-inga.

Kæra ársins: Kæra Morfísliðsins á stjórn Morfís fyrir að fylgja settum lögum.

Peningaspreðari ársins: Ingimar Tómas Ragnarsson, 3. Babar, sem eyddi 17.000 krónum til þess að láta nafnið sitt koma fram í öllum ræðum á ræðukeppni milli Skólafélagsins og Framtíðarinnar. Það kostaði 500 kall inn á þessa keppni (!) og aðeins 16 manns mættu. Því kostaði nafnið hans ca. 1.000 kall á haus.

Frasi ársins: JÁJÁJÁJÁJÁJÁ

Pikköpp lína ársins: “Mamma mín hún sagði mér nú einu sinni…”-mónólogið hans Björns Reynis við Evu Maríu á Gettu Betur.

Arnar Tómas ársins: Sindri M. Stephensen

Peningasóun ársins: Loki eftir jól

Geisladiskur ársins: Rave mix diskurinn hans Binna sem allir bekkir fengu fyrir busaballið

Kennslustund ársins: Sturtutíminn

Sýnilegasti stjórnarmeðlimur ársins: Birta Ara

Klink ársins: 45.000 kr.

Málverk ársins: Inspector og sólbrennd stúlka með epli eftir Arnar Má Ólafsson, sem nú hefur velt yfir 30.000 krónum á tveimur uppboðum.

Sorgarstund ársins: Þegar strákar skólans komust að því Steinunn stærðfræðikennari væri lesbía.

Gleðistund ársins: Þegar Tobba komst að því að Steinunn stærðfræðikennari væri lesbía.

Virkasti skreytingarnefndarmeðlimur ársins: Arnar Tómas Valgeirsson, ábyrgðarmaður skreytinga Skólafélagsins, sem mætti ekki vegna þynnku báðar helgarnar.

Hommi ársins: Steinar Halldórsson.

Nýnasistar ársins: Jói Systemus og Páll Aðalsteinsson.

Hljóðfæraleikari ársins: 4.bekkjardrjólinn sem spilar endalaust á helvítis píanóið.

Reikistjarna ársins: Grétar Már Pálsson

Fylgitungl ársins: Busastelpur

Öruggasta veðmál ársins: Þegar Sindri M. Stephensen veðjaði í beinni útsendingu á að líklegasti sleikur árshátíðarinnar yrði milli Grétars Más og 3.A

Crew ársins: Bekkjarfélagarnir Skapti Jónsson og Hólmar Hólm

Skólafélagssíðutussa ársins: Nicolas Ragnar Muteuilhfd

Nýjung ársins: Ballbann

Varðhundar þakka samfylgdina og öllum sama hafa fylgst með. Varðhundar þessa árs slógu met í samanlögðum síðuflettingum í sögu Varðhundanna og einnig fjölda gesta á einum degi. Án ykkar værum við ekkert. Þið eruð frábær. 
|
  Varðhundar lýðræðisins einsetja sér það að veita nemendum innsýn inn í alla kima kosningabaráttunnar sem fram fer innan Menntaskólans. Sérlegur útsendari Varðhundanna fór því og fylgdist með þegar að inspectors og forsetaframbjóðendur fluttu ræður sínar í bekkjunum. Gjörið þið svo vel:

Inspector

Árni Freyr Snorrason


Árni Freyr gerðist svo frakkur að trufla kennslu hjá ofurmenninu Má Björgvins og kom því þar með strax til skila að hann léti ekki ráðskast með sig, sannarlega kostur sem prýða þarf komandi inspector. Hann mætti snyrtilega klæddur í skyrtu, jakka og gallabuxur sem hann skreytti síðan með hinu klassíska rauða power-bindi og augljóst var frá upphafi að hann var mjög vel undir kynningu sína búinn. Í ræðu sinni einbeitti hann sér að því að skýra betur hvar munurinn á stefnumálum hans og Halldórs Kristjáns lægi, í stað þess að tíunda hvert stefnumál í löngu máli, en fyrir þetta fær hann gylltan broskall í kladdann.

Eftir hnitmiðaða ræðu opnaði Árni Freyr fyrir spurningar og þar eins og fyrri daginn var hann vel undirbúinn. Ein spurning virtist slá hann svolítið út af laginu, en þá var hann spurður út í þær ásakanir Halldórs á hendur hans að hann hefði fyrst stutt framboð Halldórs en síðan gengið á bak við orð sín og tilkynnt framboð mánuði fyrir kosningar. Eftir að hafa japlað á orðum sínum í smá tíma sneri Árni málinu sér skemmtilega í hag með því að skjóta á móti og segja sig einfaldlega ekki lengur hafa getað stutt Halldór eftir Le Futur málið víðfræga. Hvernig málum er í raun háttað verður hver og einn að ákveða fyrir sjálfan sig.

Á heildina litið kom Árni Freyr vel fram sem traustur og undirbúinn frambjóðandi, brandarar hans hittu flestir í mark (sérílagi þeir sem snerust um efnafræði, enda var Már á staðnum) og almennt var umræðan jákvæð eftir að hann var farinn.


Halldór Kristján Þorsteinsson

Halldór Kristján var, rétt eins og Árni Freyr, vel undirbúinn og snyrtilegur til fara, í jarplituðum hátíðarklæðum sem sögðu „hér fer metnaðarfullur en jarðbundinn maður, ég er mikilvægur en samt jafningi ykkar“. Sannarlega hárnákvæmt fataval hjá Halldóri. Í ræðu sinni fór Halldór yfir aðeins víðari völl en Árni Freyr, en talaði rétt eins og hann um að mikilvægt væri að bæta samskipti stjórnanna tveggja sem hafa víst verið býsna stirð á liðnu ári. Halldór gekk jafnvel svo langt að kalla það fjandskap sem kristallaðist í því að bak við framboð sitt stæði Framtíðarstjórn meðan Skólafélagið studdi Árna Frey.

Halldór Kristján kom svolítið á óvart að því leiti að hann reyndi ekki að vera fyndni frambjóðandinn, eins og ef til vill hefði mátt búast við, heldur stillti hann öllu gríni í hóf og uppskar í mesta lagi stöku brosviprur í munnvikum sumra. Sömu sögu er að segja af spurningunum, en svörin við þeim voru langflest frekar alvarleg. Í augum þess sem þetta ritar kaus Halldór að firra sig ábyrgð á öllum mistökum sitjandi Framtíðarstjórnar en Le Futur málið og skyndileg dagsetningarbreyting árshátíðarinnar virtust lítið snerta hann.

Bomba þessarar heimsóknar kom þegar Halldór Kristján var spurður af hverju hann kysi að bjóða sig frekar fram í inspector en forseta Framtíðarinnar. Halldór sá sér leik á borði og sagði áðurgreinda sögu af því hvernig Árni hefði komið að máli við hann og kvatt til að bjóða sig fram, en síðan gengið bak orða sinna og boðið sig fram gegn honum á síðustu stundu.

Almennt séð var heimsókn Halldórs jákvæð og hann kom vel fyrir en mörg óþörf skot á Árna Frey draga hann niður á örlítið lægra plan. Engu að síður fær Halldór fallegan broskall í kladdann, þótt ekki sé hann gylltur.



Athygli vekur að þótt báðir frambjóðendur tali eðlilega um að skera niður á komandi ári talar Árni Freyr sérstaklega um stórfelldan niðurskurð í útgáfu Menntaskólatíðinda, en báðir voru þeir í ritnefndinni Klémenz á sínum tíma og eiga án efa sinn þátt í því að koma blaðinu í núverandi form. Sömuleiðis nefnir Árni ótt og títt að fyrir fimm árum hafi MT einungis kostað 250 þús. en sér litla ástæðu til að benda á að MT var þá lítið annað en stuttur bæklingur sem var næstum jafnlélegur og Loki.



Forseti


Arnór Einarsson

Arnór Einarsson kom, eins og forsetaframbjóðanda sæmir, í snyrtilegum svörtum jakkafötum með ekkert bindi, en fyrir vikið er hann virðulegur en samt casual. Athygli vekur þó að Arnór hefur verið í keimlíkum fötum alla þessa viku og það er jafnvel spurning hvort kominn sé tími til að peppa aðeins upp á lúkkið aftur. Maður spyr sig.

Ræða Arnórs kem vel út þrátt fyrir smá að hafa fipast á stöku stað og sú tækni Arnórs að hafa kynningu sína frekar í formi einskonar spjalls, þar sem áheyrendur gátu tekið þátt, í stað einhliða ræðu kom skemmtilega út. Augljóst var að Arnór er fyndni frambjóðandinn í ár og brandarar hans heppnuðust flestir vel. Sérstaklega þótti fyndið þegar hann reyndi að sannfæra Pálínu enskukennara um að stúlka hefði kafnað og dáið á Tebói í ár.

Í lok ræðunnar vöknuðu fáar spurningar en þær sem komu svaraði Arnór vel. Saga kom nánast ekkert við sögu í heimsókninni, en í staðinn einbeitti Arnór sér að sér og sínum stefnumálum, þannig að eðlilega er ekki frá neinum skandölum að segja.

Arnór heldur góðu gengi frambjóðenda áfram og má vera stoltur af kynningu sinni. Hnitmiðuð, einföld og skemmtandi en kannski helst til bitlaus ef eitthvað er.


Saga Úlfarsdóttir

Saga var smekklega klædd með vel þvegið hár og allt það. Eins og hinir frambjóðendurnir kynnti Saga sig en munurinn á Sögu og hinum felst í því að hún ákvað að flytja um sig stutta ævisögu. Tónlistarnámið, árin í Danmörku, stuttmyndin um Þingvallavatn og fleira sem öllum var nákvæmlega sama var ítarlega útlistað og á hún hrós skilið fyrir að nenna að flytja þá romsu í öllum bekkjum.

Eftir of langa, en annars ágæta kynningu, tók við meginefni ræðunnar en þá renndi hún stuttlega yfir stefnumál sín. Það gerði hún skilmerkislega og snyrtilega en fróðir menn tóku eftir að líklega hafa málin verið rædd alvarlega í kosningamiðstöð Sögu, því nú talaði hún um að sameining Skinfaxa og Skólablaðsins væri aðeins hugmynd sem vert væri að líta á ef þess þyrfti. Skynsamleg ákvörðun hjá sögu að bakka með þetta vafasama stefnumál, enda hafa hvorki Árni Freyr eða Halldór Kristján lýst yfir vilja til þess að framkvæma það, og jafnvel hefur Árni sagt beint að hann líti á hugmyndina sem algjört neyðarúrræði.

Á heildina litið kom Saga vel frá sínum málum og svaraði flestum spurningum vel. Helstu lægðir kynningarinnar voru fólgin í tilgangslausri útlistun á lífssögu hennar og það hve vandræðaleg hún var á stundum. Svo vandræðaleg að um það var rætt eftir brottför hennar.




Ljóst er að frambjóðendur þessa árs eru vel undir kosningaslaginn búin og hafa flest velmótaða stefnuskrá. Til dæmis hafa þau öll það markmið að virkja undirfélögin, en það er álíka frumlegt og sjálfgefið og það er fyrir quaestorsframbjóðendur að skrá „peningarnir skili sér til nemenda“ sem stefnumál. Fleira var það ekki að sinni.

 
|
 


ENDIR 
|
  Kl. 16:00 á ekki að vera neinn vottur af áróðri frá frambjóðendum á neinn hátt. Allir í skólanum fengu sms í dag um að fjarlæga þyrfti öll plaköt, alla bæklinga og allt sem talist getur kosningaáróður úr cösu fyrir 16:00 (á Skólafélagssíðunni stendur meira að segja 15:00). Ef frambjóðendur gerast uppvísir um áróður eftir þennan tilsetta tíma ber tafarlaust að niðurfella framboð þeirra. Eftir klukkan 16:00 fór Varðhundur á vettvang vopnaður myndavél og það var enn heilmikið af áróðri á víð og dreif um skólann.

Sönnunargagn A:


Það er verk kjörstjórnar að fara eftir tilsettum reglum og ef hún niðurfellur ekki framboð eftirfarandi frambjóðenda hefur hún brugðist starfi sínu og Menntskælingum öllum.

Hildur Ýr Jónsdóttir, 3. G
Aldís Erna Pálsdóttir, 5. Z
Saga Úlfarsdóttir 5. Y

Þórdís Kristinsdóttir, 5. S

Auður Anna Aradóttir, 5. S
Bryndís Ýrr Pálsdóttir, 5. S
Brynja Gunnarsdóttir, 5. S

Hugrún Lind Arnardóttir, 5. Y

Björn Hjörvar Harðarson, 4. T

Pétur Marteinn Tómasson, 4. M

Philip Seymor Hoffman, 5. USK

Paul Joseph Frigge, 4. M

Rómeó Hugason, 3. B

Júlía Guðbjörnsdóttir, 3. B

Merkilegt er að plaköt Aldísar Ernu mátti finna á þremur mismunandi stöðum í skólanum eftir kl. 16, liggjandi á gólfinu. Plakötin hafa vakið athygli fyrir það að hægt er að snúa þeim á réttan hátt og á hvolf, en á síðasta kosningasprettinum virðist Aldís ætla að sýna okkur að plakötin hennar geta líka verið bæði lóðrétt og lárétt. Ágætis kosningabrella en hún brýtur þó sett lög um áróður og því getur hún kvatt framboð sitt bless. Varðhundar náðu einnig mynd af Jóhanni Páli þar sem hann var í óðaönn að fjarlægja plakötin sín, myndin að neðan er tekin kl. 16:03 en augljóst er að plakatið hans var uppi rétt áður en smellt var af. Þetta eru þó ekki beinhörð sönnunargögn og því verður kjörstjórn að taka sameiginlega ákvörðun um hvort niðurfella eigi framboð hans eða hvort fái að njóta vafans.

Sönnunargagn B:


Á morgun kemst í ljós hvort kjörstjórn lítur á lýðræði alvarlegum augum eða bara sem punchline í lélegum brandara. Munu þau niðurfella framboð eða eru þau bara algjörar pussur?
 
|
 
Kosningar ganga í garð á morgun og þá er algjörlega bannað fyrir frambjóðendur að vera með áróður og eiga þau í hættu á að Sindri Steff púlli "spá í að slaka" í að leyfa þeim að gefa kost á sér. Það er ekkert gefið eftir í þessum efnum og ef frambjóðandi í eitthvað embætti er staðinn af því að vera með áróður þá er bara sagt "sorrí kjellinn minn, þú mátt ekki vera í framboði lengur". Arnór Einars velti sér mikið upp úr hvernig hann gæti farið framhjá þessu enda er það virkilega sterkur leikur að geta haft einn aukadag af áróðri fram yfir hinn frambjóðandann. Þegar hann var búinn að lumma öllu munntóbakinu sínu þrisvar sinnum þá kviknaði peran. "Bróðir minn! Hann er alveg eins og ég! Ég læt hann bara spaðast til að plögga mér atkvæði og allir munu halda að hann sé ég og það væri ekki hægt að niðurfella framboðið mitt því það er ekki ég sem er með áróður! Ég er meistari!". Þið megið því búast við að sjá örlítið svalari og örlítið holdmeiri útgáfu af Arnóri Einars að spaðast út um allan skóla á morgun. En ekki láta blekkjast, þetta er ekki Arnór Einarsson. Þetta er... Viktor Einarsson. 
|
 
Nú styttist óðum í kosningar. Frambjóðendur hafa staðið í taugastríði síðustu daga, sumir meira en aðrir en þó engir meira heldur en Árni Freyr og Halldór Kristján sem heyja nú baráttu um inspectorstignina. Báðir hafa þó sýnt mikla ró og skynsemi allt þar til nú á lokasprettinum og koma þeir varðhundum nú á óvart með framkomu sinni og gjörðum. Í gær ljóstruðum við upp leyndarmálinu bakvið klinkið hans Halldórs en í dag snúum við sjónum okkar að hinum siðprúða Árna.

Margir hafa spurt sjálfa sig eftirfarandi spurningar í vikunni: “Hvar er Ásbjörg og hvað hefur hún um þetta að segja?”. Fólk hefur hugsað með sér að nú hafi hún starfað með Árna og sé með Halldóri í bekk og ætti því að geta gefið þeim raunhæfa mynd af stöðu mála. Annað hefur hins vegar komið á daginn því eins og sjá og heyra mátti á henni á 5.bekkjarfundinum og í stuðningsgrein sinni fyrir Árna er hún í krossför gegn Halldóri. Varðhundar voru nú um daginn sem fluga á vegg þegar að Halldór kom í sinn eigin bekk, 5.Y, og hélt ræðu um framboð sitt. Halldór opnaði á ömurlegum Inspector Skúla brandara og uppskar engan hlátur, hann kláraði síðan ávarp sitt og opnaði á spurningar. Þá steig fram ósóminn sjálfur holdi klæddur og dúndraði yfir hann spurningum úr munni Ásbjargar Einarsdóttur. Hún fór hamförum á næstu mínútum en uppskar ekki það sem hún sóttist eftir. Fólk sá í gegnum bræði hennar og ekki leið á löngu þar sem allur bekkurinn hafði snúist gegn henni og stóðu með Halldóri í liði.

Árni hefur, líkt og sönnum kosningahundi sæmir, augu og eyru í öllum bekkjum og frétti hann brátt af þessari uppákomu. Hann sendi strax Sjonna og Dodda eftir Ásbjörgu og tók hana, líkt og sönnum inspectorskandídat sæmir, á eintal. Síðan þá hefur lítið spurst til Ásbjargar og eins og glöggir tóku eftir var hún hvergi á svæðinu þegar inspectorskappræðurnar fóru fram. Hvað sagði Árni við Ásbjörgu?

Lýðræðistlyktarskyn Varðhundanna er ótrúlega næmt og það er skítalykt af öllu þessu máli. Kúgun nemenda í þágu einkahagsmuna Inspectors, er þetta það sem nemendur vilja sjá á næsta ári?

 
|
Wednesday, April 01, 2009
  Svik og lygar! Þetta eru orð sem gætu komið upp í huga margra þegar þeir lesa eftirfarandi grein en varðhundar lýðræðisins eiga í raun bara ekki til orð yfir það sem hér verður greint frá.

Fyrir þá sem mættu ekki á inspectorskappræður í gær er þörf á smá formála:

Halldór Kristján Þorsteinsson steig kokhraustur fram á sviðið í gær með mic í hönd og sjálfstraustið í botni (hann hafði nýverið hlustað á alla Minna en þrír Svanhvít plötuna og það lætur honum alltaf líða extra vel með bros í hjarta). Hann lauk kynningu á sjálfum sér og þá rigndi yfir hann spurningum. Hart var gengið að honum um tvö málefni. Annars vegar Le Futur-hneykslið sem hann svarði með því að .... og hins vegar varðandi peninga úr Gleði til góðgerða sem legið hafa í ólæstri skúffu á framtíðarskrifstofunni eða, um tíma, í fiskabúri inni í ísskáp Framtíðarinnar. Halldór gerði lítið úr spurningunni og spyrjendum. Hann sagði að í fyrsta lagi væri skrifstofan læst öllum stundum utan þeirra sem stjórnarmeðlimur væri þar innandyra (?!) og hins vegar að þetta væri ekkert stórmál, hverjum væri ekki sama um „einhverja tíkalla og klink“.

Flestir á fundinum virtust glepja þessa möntru frá Halla Kri, en þó voru ekki allir jafn sannfærðir. Jón Erlingur Guðmundsson var einn af þeim, en hann hafði oft tekið eftir þessari opnu skúffu þar sem hann eyðir mestum af sínum tíma að hanga inn á Amtmannsstíg. Fyrir hann er það eins konar ljóstillífun. Hann ætlaði að koma til botns í þessu furðulega máli. Leiðangur Jóns gekk út á það að fara inn á harðlæsta skrifstofu Framtíðarinnar, ræna klinkinu og láta telja það. Jón Erlingur hélt þegar af stað í förina og hélt að þetta yrði lítið mál, það eina sem olli honum hugarangri var hversu harðlæst skrifstofan væri og að ef hún væri opin yrði hann að trufla þann stjórnarmeðlim sem þar væri inni meðan hann rændi klinkinu. En viti menn, vandamálið leystist af sjálfum sér því skrifstofan var af einhverjum stórundarlegum ástæðum ólæst og mannlaus. Jón tók því klinkið, skokkaði kátur niður í Glitni og lét telja það. Það sem hann fékk til baka voru þeir seðlar sem sjást á myndinni að ofan. Í ljós kom að þetta klink sem Halldór talaði um var í raun rúmur 45.000 kall!!!

Varðhundar eru gáttaðir á afglöpum Framtíðarstjórnar og skilja ekki hvernig nemendur hafa látið þetta yfir sig ganga í ár. Fyrir 45.000 kr. hefði verið hægt að gera t.d. eitthvað af eftirfarandi hlutum í þágu nemenda:
- Leigja sal og halda ókeypis tebó fyrir MR-inga
- Kaupa Wii-tölvu til að hafa í cösu
- Kaupa 1 banana handa öllum í skólanum
- ...eða bara svo margt annað en að geyma peningana í fiskabúri, inni í ísskáp, inni á „læstri“ Framtíðarskrifstofunni.

Varðhundarnir eru ávallt vakandi fyrir skandölum og þetta er ein mesta hneysa seinni ára. Jón Erlingur Guðmundsson er hinn nýji Deepthroat. 
|
 
Í þetta skiptið ætla Varðhundar að bjóða ykkur upp á allt það merkilega sem fór fram á kappræðum forsetaframbjóðenda, í formi hljóðs. Smellið á myndina til þess að hlusta. Njótið ;)

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/ 
|
  Eftirfarandi Varðhundagrein er tileinkuð Ými Óskarssyni...

Nú ættu allir að vera búnir að fara niður í cösu og gæða sér á einhverju ógeðslegu sjitti og síðan gleyma hverjir voru að gefa það og enda síðan á að kjósa bara þann sem er með flottustu myndina í kosningakerfinu. Þá er vel við hæfi að fara aðeins yfir helstu plakötin og annað hvort hefja þau upp til skýjanna eða hrauna yfir þau. Í staðinn fyrir að vera með topplista yfir bestu og verstu plaköt ætlum við bara að fjalla um öll plakötin sem vöktu athygli okkar, hvort sem það var út af því þau voru svo rosalega góð eða skelfilega léleg. Síðan ætlum við að fara yfir þau plaköt sem nota hugmyndir frá fyrri árum. Byrjum á góða stöffinu:

ÞAÐ SEM Á

Paul Frigge brýtur tvær af settum reglum MT um plakatagerð en honum gæti ekki verið meira sama. Þetta paint meistaraverk er einstaklega lúmskt og það tekur fólk almennt nokkrar mínútur að fatta það almennilega. Í því felst snilldin, Paul hefur fundið leið til þess að láta fólk staldra við plakatið sitt í nokkurn tíma og þar af leiðandi verður líklegra að það kjósi hann. Plakat ársins, engin spurning. B3-F3 skák og mát.

Hér er Sara að reyna að sannfæra okkur um að hún sé fabulous og þess vegna ætti hún að vera collega. Og fjandinn hafi það, henni tekst það en samt á nokkuð kómískan hátt. L'Oreal tilvísunin hittir beint í mark og hún fær plús fyrir að vera frumleg og fara ekki öruggu leiðina, sem er portrett mynd, nafn og embætti auðvitað.

Flott plaköt, sætar stelpur og falleg bros. Algóryþmabakgrunnur Björgu er nokkuð töff og sömuleiðis Þ-lógóið hennar Tobbu (sem sést því miður ekki nógu vel á þessari mynd). Það er þó einn reginmunur á þessu plakötum, og hann er sá að Björg fallbeygir nafnið sitt rétt en ekki Tobba, en þau heita nánast sama nafni. Tobba bætir það þó upp með því að wörka tútturnar (eitthvað sem hún hefur fram yfir hina kvestorskandídata) og með hinu plakati hennar þar sem hún bregður sér í gervi Jóhönnu "Jóbama" Sigurðardóttur og sýnir með því að nýr meistari sjálfsháðsins er risinn upp.

Klárlega metnaðarfyllsta plakatið í ár en þó gera Rómeó (Hugason) og Júlía (Guðbjörnsdóttir) þau mistök að nefna ekki embættið sem þau eru að bjóða sig fram, a la ATV. Varðhundar óska þeim þó alls hins besta og hvetja Menntskælinga að kjósa þau.

ÞAÐ SEM EKKI MÁ

Þegar maður hefur algjörlega engan metnað fyrir framboði sínu þá notar maður Sveinbjargarmyndina sína og krotar á sjálfa sig gleraugu og teina í paint. Myndin er í lágri upplausn og 09-10 djókið hittir engan veginn í mark. Þetta "settu inn eigin slagorð" er síðan bara too little too late.

Einar Lövdahl er án efa kominn með leið á því að vera alltaf líkt við Gísla Baldur og hér er hann að púlla algjöra andstæðu við Gísla Baldur, með því að vera með lélegt plakat. Það er þó ekki alslæmt en helst er það brosið sem er virkilega ósannfærandi þannig að hann virkar frekar hissa en glaður. Í öðru lagi er það slagorðið sem er nokkurn veginn "Í blíðu og scribu" 2, sem sagt: skelfilegt. Hann er heppinn að eini mótframbjóðandi hans er með ennþá skelfilegra plakat.

Hér sýnir Dabbi Jóns 6. bekkingum svívirðilega vanvirðingu með því að nota lágstaf í staðinn fyrir hástaf og með því að stela kosningarherferð Arnars Tómasar. Á öðru plakati skrifar hann Johns vitlaust. Þessi gæji sko...

Skandallinn.

STOLIÐ

Halldór Kristján 'o8 (bara lélegra)

Birta Ara '08 og Hildur Kristín '06

Jón Ben '06 (bara betra)

Pétur Grétars & co. '07

Ásbjörg '08

Það vantar eitt plakat í "Það sem ekki má" flokkinn, en það er plakat Steingríms "Denna" Eyjólfssonar. Ekki það að plakatið sé eitthvað lélegt, en það sýnir áfengi í mjög jákvæðu ljósi og bíða Varðhundar enn eftir að María Björk mæti með svarta tússpennann til að verja nemendur frá þessari svívirðu. Það vekur athygli að í ár er talsvert minna af plakötum og venjulega en oftast sést ekki neitt í veggina í cösu vegna plakatamergðar en núna eru jafnvel kurteisispláss á milli plakata sem hefur aldrei tíðkast áður. Það mætti því spyrja hvort kosningabaráttur eru að færast frá veggjunum í cösu til veggjanna á facebook? Það er þó ósk Varðhunda að úrslit kosninga mun ekki ráðast á flottum plakötum. Hver man ekki eftir Jórunni Pálu?

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger