<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, April 01, 2009
  Eftirfarandi Varðhundagrein er tileinkuð Ými Óskarssyni...

Nú ættu allir að vera búnir að fara niður í cösu og gæða sér á einhverju ógeðslegu sjitti og síðan gleyma hverjir voru að gefa það og enda síðan á að kjósa bara þann sem er með flottustu myndina í kosningakerfinu. Þá er vel við hæfi að fara aðeins yfir helstu plakötin og annað hvort hefja þau upp til skýjanna eða hrauna yfir þau. Í staðinn fyrir að vera með topplista yfir bestu og verstu plaköt ætlum við bara að fjalla um öll plakötin sem vöktu athygli okkar, hvort sem það var út af því þau voru svo rosalega góð eða skelfilega léleg. Síðan ætlum við að fara yfir þau plaköt sem nota hugmyndir frá fyrri árum. Byrjum á góða stöffinu:

ÞAÐ SEM Á

Paul Frigge brýtur tvær af settum reglum MT um plakatagerð en honum gæti ekki verið meira sama. Þetta paint meistaraverk er einstaklega lúmskt og það tekur fólk almennt nokkrar mínútur að fatta það almennilega. Í því felst snilldin, Paul hefur fundið leið til þess að láta fólk staldra við plakatið sitt í nokkurn tíma og þar af leiðandi verður líklegra að það kjósi hann. Plakat ársins, engin spurning. B3-F3 skák og mát.

Hér er Sara að reyna að sannfæra okkur um að hún sé fabulous og þess vegna ætti hún að vera collega. Og fjandinn hafi það, henni tekst það en samt á nokkuð kómískan hátt. L'Oreal tilvísunin hittir beint í mark og hún fær plús fyrir að vera frumleg og fara ekki öruggu leiðina, sem er portrett mynd, nafn og embætti auðvitað.

Flott plaköt, sætar stelpur og falleg bros. Algóryþmabakgrunnur Björgu er nokkuð töff og sömuleiðis Þ-lógóið hennar Tobbu (sem sést því miður ekki nógu vel á þessari mynd). Það er þó einn reginmunur á þessu plakötum, og hann er sá að Björg fallbeygir nafnið sitt rétt en ekki Tobba, en þau heita nánast sama nafni. Tobba bætir það þó upp með því að wörka tútturnar (eitthvað sem hún hefur fram yfir hina kvestorskandídata) og með hinu plakati hennar þar sem hún bregður sér í gervi Jóhönnu "Jóbama" Sigurðardóttur og sýnir með því að nýr meistari sjálfsháðsins er risinn upp.

Klárlega metnaðarfyllsta plakatið í ár en þó gera Rómeó (Hugason) og Júlía (Guðbjörnsdóttir) þau mistök að nefna ekki embættið sem þau eru að bjóða sig fram, a la ATV. Varðhundar óska þeim þó alls hins besta og hvetja Menntskælinga að kjósa þau.

ÞAÐ SEM EKKI MÁ

Þegar maður hefur algjörlega engan metnað fyrir framboði sínu þá notar maður Sveinbjargarmyndina sína og krotar á sjálfa sig gleraugu og teina í paint. Myndin er í lágri upplausn og 09-10 djókið hittir engan veginn í mark. Þetta "settu inn eigin slagorð" er síðan bara too little too late.

Einar Lövdahl er án efa kominn með leið á því að vera alltaf líkt við Gísla Baldur og hér er hann að púlla algjöra andstæðu við Gísla Baldur, með því að vera með lélegt plakat. Það er þó ekki alslæmt en helst er það brosið sem er virkilega ósannfærandi þannig að hann virkar frekar hissa en glaður. Í öðru lagi er það slagorðið sem er nokkurn veginn "Í blíðu og scribu" 2, sem sagt: skelfilegt. Hann er heppinn að eini mótframbjóðandi hans er með ennþá skelfilegra plakat.

Hér sýnir Dabbi Jóns 6. bekkingum svívirðilega vanvirðingu með því að nota lágstaf í staðinn fyrir hástaf og með því að stela kosningarherferð Arnars Tómasar. Á öðru plakati skrifar hann Johns vitlaust. Þessi gæji sko...

Skandallinn.

STOLIÐ

Halldór Kristján 'o8 (bara lélegra)

Birta Ara '08 og Hildur Kristín '06

Jón Ben '06 (bara betra)

Pétur Grétars & co. '07

Ásbjörg '08

Það vantar eitt plakat í "Það sem ekki má" flokkinn, en það er plakat Steingríms "Denna" Eyjólfssonar. Ekki það að plakatið sé eitthvað lélegt, en það sýnir áfengi í mjög jákvæðu ljósi og bíða Varðhundar enn eftir að María Björk mæti með svarta tússpennann til að verja nemendur frá þessari svívirðu. Það vekur athygli að í ár er talsvert minna af plakötum og venjulega en oftast sést ekki neitt í veggina í cösu vegna plakatamergðar en núna eru jafnvel kurteisispláss á milli plakata sem hefur aldrei tíðkast áður. Það mætti því spyrja hvort kosningabaráttur eru að færast frá veggjunum í cösu til veggjanna á facebook? Það er þó ósk Varðhunda að úrslit kosninga mun ekki ráðast á flottum plakötum. Hver man ekki eftir Jórunni Pálu?

Við hvetjum lesendur til að senda okkur slúður, skúbb og fréttatilkynningar á vardhundarnir@gmail.com, en ef lesendur vilja halda nafnleynd er hægt að nýta sér síður á netinu á borð við þessa: http://www.sendanonymousemail.net/ 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger