<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Friday, March 23, 2007
  Björninn gengur laus!

Björn Brynjólfur, inspectorsframbjóðandi, hefur gert mikið úr fyrirætlunum sínum um að stofnuð verði skólahljómsveit. Björn nefnir í áróðursbæklingi sínum að sveitin muni spila við hátíðleg tækifæri svosem á söngkeppni og skólaböllum. En það sem ekki hefur farið jafnhátt, og Varðhundar komust á snoðir um síðdegis í gær, er að Björn hyggst ekki staðnæmast þar, heldur hefur hann lagt á ráðin um að afmælisdagur hans verði undirlagður skemmtidagskrá honum sjálfum til heiðurs, og þar muni umrædd hljómsveit gegna stóru hlutverki.


Ef marka má upplýsingar sem ónafngreindur viðmælandi lét í té nú fyrir skemmstu hefur Björn í hyggju að eyða umtalsverðri fyrirhöfn og fjármunum í að finna réttu mennina í sveitina og halda þeim við efnið. Við slógum því á þráðinn til Björns og kröfðumst svara.

Björn: "Lofgjörðarkór? Nei, hehe, eru það ekki smá ýkjur?"

Varðhundar: "Þú ætlar semsagt ekki að hafa það að aðalverkefni fyrirhugaðrar skólahljómsveitar að flytja lög um ágæti þitt?"

Björn: "Nei, ekki eingöngu, alls ekki."

Varðhundar: "Hvernig tónlist er þetta þá sem þú hefur hugsað þér... rokk, popp, klassík?"

Björn: "Hún mun spila nýbylgjurokk."

Varðhundar: "En..."

Björn. "Þið heyrðuð í mér, á næsta ári verður ekkert nema nýbylgjurokk! Nái ég kjöri. Síðan samdi ég við strákana í Ríó tríó og þeir ætla að lána okkur nokkra texta... ofsalega gaman að strákunum, þeirra textar verða semsagt í aðalhlutverki nema ég mun semsagt skipta öllum sérnöfnum í textanum út fyrir "Bjössi"."

Varðhundar: "Þætti þér það ekki fulllangt seilst í persónudýrkun?"

Björn: "Ég meina, mínir menn í B.E.S. hafa verið að gera þetta... og vakti það ekki bara æðislega mikla lukku? Engin ástæða til að stoppa þar... rappið hinsvegar höfðar kannski ekki endilega til allra, en þar kemur nýbylgjan inn í myndina. Nái ég kjöri."

Varðhundur: "Þér fyndust semsagt ekki svik við kjósendur þína að snúa skólahljómsveit, sem ætti með réttu að vera hljómsveit allra nemenda, upp í þína persónulegu hrósmaskínu?"

Björn: "Hvað var ég að segja um B.E.S.? Krakkarnir hafa gaman af þessu."

Varðhundar þakki Birni spjallið og minna lesendur jafnframt á að þegar kemur að kosningaloforðum er ALDREI allt sem sýnist. 
|
Thursday, March 22, 2007
 
Jón Ben hyggur á stórfelldan fjáraustur í lúxus-líferni "Morfísstjarnanna"

Kappræður frambjóðenda til forseta Framtíðarinnar í hádegishléinu í fyrradag leiddu margt forvitnilegt í ljós. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til aðbeina athyglinni að stefnumálum frambjóðenda, var Jón Benediktssoneingöngu fáanlegur til að ræða um Morfís.

Spurning úr sal: "Jón, hvernig hefur þú hugsað þér að haga fjárútgjöldum ánæsta ári?"

Jón: "Sko, það er náttúrulega allt að því þriðjungur sem fer í laun tilþjálfara Morfísliðsins. Þetta má alls ekki vanmeta. Að vinna Morfís hefurgríðarlega þýðingu fyrir skólann, bæði inn- og útávið. Það er þvínauðsynlegt að dekra við Morfísliðið.

Spurning úr sal:
"Hvað meinarðu með "dekra við Morfísliðið"?

Jón:
"Það sem ég meina er, að þetta eru stjörnur, fokking stjörnur, og þaðskiptir öllu máli að þau finni fyrir mikilvægi sínu. Ég meina, efMorfísliðið þarf gullofin handklæði, loftbyssur, einkanuddara og lífræntræktaðan kolkrabba, þá er það það sem þau fá. Ef við viljum árangur, þáverðum við að fórna einhverju. Svo höfum við, ég meina þau, verið að talaum að skipta aðstöðu nemendaráðgjafanna á Amtmannsstíg út fyrir nuddpottog innisundlaug. Ég sé í raun ekkert að því, ég meina ekki ernemendaráðgjafinn að vinna neina bikara"

Jón Ben sagðist ekki hafa gert neinar frekari ráðstafanir hvað varðaðipeningamál en endaði þetta á orðunum: ,,Ætli afgangurinn fari svo ekkibara í djamm, stærri gleraugu og meira djamm!" Varðhundar setja stórt spurningamerki við áætlanir Jóns um fyrirhugaðan elítisma og spyrja auk þess hver ætli að standa vörð um réttindi stofudýra, fílupoka og goth-gengja. Vegna þess að lýðræðið á að vera allra. Annars héti það ekki lýðræði heldur bara e-ð allt annað eins og t.d. spaðræði, ræðukeppnisræði eða skaðræði.

 
|
 

"Manst' ekk' eftir mér?"
Söng Benedikt Briem af mikilli innlifun hér um árið. En spurningin er þessi: man
einhver eftir honum? Ritstjórn Varðhundanna fékk nafnlausa ábendingu frá Steineyju
Skóladóttur og komst í kjölfarið í leynilegt myndaalbúm skólans sem var geymt í
leynilegri grafhvelfingu við Amtmannstíg 3 og 1/2. Á myndunum urðum við strax vör
við mann sem leit út fyrir að vera hrókur alls fagnaðar. Ekki virtist vera sá
atburður þar sem maður þessi var ekki í broddi fylkingar. Myndirnar sýndu hann taka
við hljóðnemanum, veita Morfísbikarnum viðtöku og eins voru tugir ef ekki hundruð
mynda af honum í sleik við sætustu stelpuna á ballinu. Við nánari eftirgrennslan
urðum við þess vísari að umræddur maður bar nafnið Benedikt Briem, og hefur stundað
nám við Menntaskólann síðan haustið 2004. Hins vegar virtist enginn viðmælenda okkar
kannast við kauða þegar við gerðum óformlega könnun á göngum skólans. Við náðum þó
tali af móður hans á heimili þeirra að Spóahólum 26. Þegar við sýndum henni
myndirnar af syni hennar brast hún í grát og vísaði okkur inn í bernskuherbergi
hans, þar sem æskubangsi hans var staðsettur, og fleiri hlutir sem að sögn móður
hans hafa gríðarlegt tilfinningalegt gildi, því allt voru þetta hlutir sem voru í
miklu uppáhaldi hjá Benedikt, eða Benzinum eins og móðir hans kallaði hann.

"En þetta var áður en hörmungarnar dundu yfir. Áður var líf stráksins míns draumi
líkast. Hann brilleraði í skólanum, átti fjölda góðra vina, og píurnar sátu um hann.
En samt í alvöru, þær sátu um hann. Ég þurfti að banda þeim í burtu, tugum þeirra,
þegar ég var að koma heim úr vinnunni á daginn. Eftir að hafa klifið metorðastiga
félagslífsins var markið sett á toppinn. Hann ætlaði að vera einn af stórlöxunum, og
gefa kost á sér sem Systemus Tölvuakademíunnar. Eins og Benzi minn sagði er
Tölvuakademían eins og þriðja nemendafélagið, og mikil völd fólgin í þessari stöðu.
Svo þegar líða tók á skólaárið og Benedikt fór að viðra hugmyndir sínar við
skólafélagana, sem allir tóku þeim með fögnuði, flugeldum, trumbuslætti og hvaðeina,
þá gerðist svolítið undarlegt. Það var seint í febrúar þegar við héldum að sumarið
væri að fara að koma að bankað var á dyrnar hjá okkur. Í dyrunum stóð strákur með
axlasítt hár og hýjung. Hann hlýtur að hafa verið skólafélagi Benza því hann tók
honum vel og bauð honum inn. Við höfðum verið að dunda okkur við að þæfa ull saman,
við mæðginin, en tókum strax fram lagköku og kaffi handa gestinum."

Þegar hér var komið sögu treysti hún sér ekki til að halda áfram en eftir að
stuðningfulltrúi Varðhundanna hafði átt við hana stutt spjall fylltist hún
fítonskrafti og bunaði sögunni út úr sér þannig að við urðum að spila viðtalið í
slómó til að geta skilið það:

,,Ég ákvað að leyfa strákunum að vera í friði, ég vissi svosem ekki nema þeir færu
að tala um e-ð sem þeir vildu síður að mamma heyrði. Þegar ég kem síðan aftur inn í
eldhúsið er gesturinn á bak og brott en Benzi situr enn í sínum stól, æskustól.
Síðan þá hefur hann ekki brugðist við nafni sínu, eins og hann muni það ekki. Þessi
örlagastund virðist hafa haft víðtækari áhrif því enginn virðist muna eftir honum,
nema ég. Þetta hlýtur að hafa verið e-ð svartakukl. Gesturinn var með mikið af
beinum á sér og hrossahári. Þetta virðist þó ekki hafa haft áhrif á mig, ég er líka
blind.*"

Varðhundunum brá við og þeir skulfu á beinunum, enda hefði þá aldrei grunað til
hvílíkra fólskubragða Jóhann Björn myndi grípa til þess að verja stöðu sína í
Tölvuakademíunni. Ljóst er að hvergi má slaka á ef vilji nemenda Menntaskólans er sá
að viðhalda lýðræðinu. Enginn er óhultur fyrir löngum, digrum, loðnum armi
spillingar og valdagræðgi.

Varðhundarnir vilja ennfremur hvetja alla þá sem annt er um minni sitt og dómgreind
að hylja augu sín með dökkum sólgleraugum, slæðum, eða öðru sem þeim gæti hugnast.
Því eitt er víst; Jóhann Björn og hans líkar eru kölska sjálfum viðsjárverðari og
svífast einskis. Einskis, kæru lesendur.

*Nú kunna glöggir lesendur að furða sig á hvernig þessi blinda, örvinglaða móðir gat
borið kennsl á son sinn af leynimyndunum í leynialbúminu leynilega. Hið sanna er að
Skólafélagsstjórn eyddi hundruðum þúsunda í sérstaka upphleypta prentun á myndum úr
félagslífinu, eins og hefur um langa hríð tíðkast í Verslunarskólanum.
 
|
Wednesday, March 21, 2007
 

Spillingin er algjör. Nú sem aldrei fyrr verða nemendur Menntaskólans að standa vörð um lýðræðið því sótt er að því úr öllum áttum. Á framboðsfundi í dag uppljóstraðist það að Björn Brynjúlfur hefur boðið frambjóðendum til embættis forseta Framtíðarinnar í samkomu heima hjá sér ásamt busum. Tilgangurinn hafi verið að kynna sér betur málefni busanna svo að félagslífið geti verið enn sterkara á næsta ári. Eitthvað hafa þó þessar samkomur farið úr böndunum ef marka má ummæli nokkurra busa sem fréttamenn Varðhundanna náðu tali af.

Fréttamaður Varðhundanna: Hefur þú mætt á samkomur heima hjá Birni Brynjúlfi?

Busi1: Já, svo sannarlega og ætla að gera það oftar. Þetta eru svaka partý. Hann gaf okkur 'gult kók' ef þú veit hvað ég á við. Hehe, snilld. Ég varð svo ölvaður að ég vaknaði í fanginu á Magga Lú um morguninn. Við fengum okkur morgunmat saman. Hehe, snilld.



Businn vildi ekki koma fram undir nafni.

Á kappræðum forsetaefna kom einnig fleira merkilegt í ljós. Maggi Lú sagði meðal annars að ræðuliðið ætti að skipa sér þjálfara. Þetta vekur upp spurningar um þá hvar völdin liggja í raun og veru. Ræður þá liðið yfir þjálfaranum en ekki öfugt? Ætti þjálfarinn ekki að vera ráðinn af Framtíðinni og myndi hann svo ákveða hvernig liðið ætti að vera? Rétt eins og Jón Ben impraði á. Augljóst að Magnús þarf að skoða þessi mál aðeins betur. Einnig verður gaman að sjá hvort Magnús Lúðvík mæti í skólann á morgun til að kynna sjálfan sig eða mun hann halda sig með Gettu Betur liðinu sem fer í gegnum ákveðina rútínu á hverjum keppnisdegi. Mun hann bregðast liðsfélögum sínum eða kjósendum?

Kæru nemendur. Það eru tveir dagar í kosningar og eins gott að þið lítið á málefni frambjóðendana en kjósið ekki eftir því hver gefur ykkur mest sælgæti í Cösu eða hver er með flottasta veggspjaldið. Því það er mikið í húfi, sjálft lýðræðið. Lýðræði sem spratt ekki upp að sjálfu sér. Við þurftum að berjast fyrir lýðræði og sú barátta var bæði löng, ströng og blóðug. Við viljum ekki gera þessa baráttu einskis virði með því að kjósa út í loftið á föstudaginn. Kjördagurinn er örlagadagur, dagur daganna. Látum ekki lýðræðið renna okkur úr greipum. Kjósum skynsamlega. 
|
Tuesday, March 20, 2007
 

Þegar Varðhundar voru á rölti um skólann í dag blasti við þeim gígantískt plakat af stúlku nokkri, sitjandi a klósettinu. Sú stúlka ber nafnið Þóra og býður sig fram í Quaestor Scholaris. Við ákváðum að slá a þráðinn og spyrja hana út í hugmyndina á bak við plakatið.

Varðhundur: Hvaðan kom hugmyndin um að skíta peningum?

Þóra: Æ, þúst, ég og vinkona mín vorum bara ikkað að breinstorma og hún kom með þessa trylltu hugmynd. Þetta er geggjað fyndið, finnst þér ekki?

Varðhundur: eh, jújú, en varst þú ekkert hrædd um viðbrögð nemenda við svo grófu plakati? Og hafa skólayfirvöld ekkert að segja um þetta?

Þóra: Ég hef, þúst, bara fengið frábær viðbrögð frá öllum vinum mínum. Og ég meina, það skaðar Hannes ekkert að sjá smá bert hold... ;);)

Varðhundur: Í dag dreifðiru einnig flæjerum um skólann með þessari mynd á framhliðinni og nokkrum vel völdum meðmælum á bakhliðinni, þar sem Saga Garðarsdóttir og Steiney "Skóladóttir" fara fögrum orðum um þig og tala meðal annars um kynlíf þitt og jamm, fleira... Telurðu að þessir hlutir sem þær telja upp muni nýtast þér sem Quaestor Scholaris?

Þóra: Hahahaha.... Ég meina, þetta á bara að vera fyndið skilluru. Þetta er ekkert satt, skilluru...

Varðhundur: En nú ert þú að gefa í skyn með þessu plakati að þú munir sjá skólafélaginu fyrir peningum sjálf, s.s. með því að skíta þeim. Er það eitthvað sem þú hefur í huga að gera? Leggja til peninga úr eigin rassi?

Þóra: Ha? Bíddu... ég skiliggi... mér finnst þetta bara gegt fyndið!

Já, Þóru finnst þetta fyndið... okkur Varðhundum líka.
Hins vegar efast Varðhundar ekki um getu Þóru Sigurðardóttur til að gegna embætti Quaestors og við óskum henni góðs gengis í vikunni. 
|
 

Það var margt um manninn á kappræðum inspectorsframbjóðenda í kjalla Cösu Nova um hádegisbilið í dag. Þar steig á stokk maður nefndur Guðmundur Egill og hauf upp raust sína.

Guðmundur Egill: Ég vil benda fólki á það að ég er á eftir Bjössa í stafrófinu og þess vegna hljómar það eins og ég sé að herma eftir honum í stefnumálum. Og það er svo leiðinlegt að vera á eftir í stafrófi. Búhú! Ennfremur vil ég benda á að pabbi minn er mikils metinn í Flokknum og hann verður sko ekkert par ánægður ef þið kjósið mig ekki á föstudaginn.

Að svo búnu talaði hann vítt og breitt um stefnumál sín og mátti halda að hann hefði farið á námskeið hjá Þorgerði Katrínu ráðherra í að tala listilega í kringum efni. Eftir nokkurt tuð svaraði hann svo spurningum hlustenda.

Spurning úr sal: Er það rétt að þú hringir beint í busa og kynnir þig þannig? Ef já, finnst þér það ekki siðlaust?

Þessu svaraði Guðmundur listilega: Jú, það er alveg rétt að ég hringi í busa. Siðlaust? Nei, svo sannarlega ekki. Busarnir eru hvort eð er svo heimskir og auðtrúa. Það tekur enginn mark ég þeim. Þetta er alveg jafn siðlaust og að sparka í nýfædd börn sem er ekki vitund siðlaust. Hananú.

Spurning úr sal: Ætlar þú að setja inspectorslaunin í þinn eigin vasa?

Guðmundur: Nei, ekki minn vasa. Þetta fer allt í Flokkinn.

Spurning úr sal: Ætlar þú að kjósa sjálfan þig á föstudaginn?

Guðmundur: Já, svo sannarlega. Ég er stoltur af sjálfum mér og þess vegna kýs ég mig. Ekki út af málefnunum. Þetta er bara stolt sem ég stóla á.

Spurning úr sal: Hvað með þá 9. bekkinga sem koma inn í skólann okkar á næsta ári?

Guðmundur: Góð spurning. Ég ætla að sjá til þess að þeir verði allir ofurbusar. Já, og verði blindfullir á öllum böllum. Það er gott fyrir alla. Þá losnum við við þá á þarnæsta skólaári. Haha! Er ég ekki snjall?

Með þessum orðum lét Guðmundur hljóðnemann síg og steig úr pontu. Fréttamenn Varðhundanna hópuðust saman til að ræða svör Guðmundar og voru þeir allir á því máli að Guðmundur hefði virkað öruggur og hrokafullur. Viss um eigið ágæti. Kjörþokkinn lak af honum og er augljóst að þarna er framtíðarpólitíkus á ferð. Vegni honum vel á föstudaginn. 
|
 

Menn hafa furðað sig á því hvers vegna kosningabæklingur hefur enn ekki litið dagsins ljós. Flesta er farið að lengja eftir honum og spyrja sig hverju sætir. Varðhundarnir fóru á stúfana og náðu tali af Gísla Baldri, frambjóðanda í Scribu scholaris, en hann hefur einnig staðið framarlega í útgáfumálum skólans.

Varðhundur: Segðu mér Gísli, veistu hvenær er stefnt á útgáfu kosningablaðsins?

Gísli Baldur: Ég ætla ekkert að gefa það upp.

Varðhundur: Gætirðu þá að minnsta kosti sagt okkur hvers vegna það er ekki enn komið út, nú þegar tveir dagar eru liðnir af kosningavikunni?
Gísli Baldur: Hann væri löngu kominn út ef asnarnir í ritstjórninni væru búnir að samþykkja ritstjóraávarpið mitt. Svo hefur líka verið smá vesen að koma myndinni af mér fyrir, þeir eru svo smásmugulegir í þessari ritstjórn og vilja ekki blæða í nógu stórt blað til að hún komist. Ég hef verið að þrýsta á þá að setja plakat í miðjuna, það hefur gefist vel hjá MT og svona.

Varðhundur: En hefur það verið venjan hingað til að ritstjóri birti eingöngu ávarp?

Gísli Baldur: Nei, en finnst ykkur þetta ekki góð hugmynd til að koma sér á framfæri? Næst er ég að hugsa um að hafa líka bara viðtöl við mig. Jú, og auðvitað Sigurbjörn Einarsson. Það er ekkert gott blað án viðtals við hann.

Varðhundur: Takk kærlega fyrir spjallið. Vonandi finnurðu þessari stóru mynd þinni pláss í bæklingnum svo að við getum fengið að sjá hann sem fyrst.

Gísli Baldur: Takk og verði þér að því. Vantar þig nokkuð mynd með viðtalinu ?

 
|
  Varðhundur var á gangi niðri í kösu í dag þegar þrjú bjölluslög skyndilega ómuðu um kjallarann. Á mínútu einni fyltist kjallarinn af blóðþyrstum börnum æpandi eins og dagurinn í dag væri þeirra síðasti. Þetta minnti kannski helst á gladíatorskeppnir til forna, Örlygsstaðabardaga eða þrengslunum á GusGus tónleikum.
Varðhundi brá jafnvel mest í brún þegar hann sá greyið okkar hana Fjólu sitja uppi með skaflana af ómerkilegum dreifimiðum (sem enginn virtist lesa, heldur bara henda jafnóðum), allt of mikið kaffi til sölu, og enga félagsheimilisnefnd til að hjálpa sér því að þeir voru allir of uppteknir af eigin framboði.

Varðhundur anvarpaði og hugsaði með sér hvaða ósköp dagurinn á morgun hefði í för með sér. 
|
Monday, March 19, 2007
 
Björn Brynjúlfur Björnsson 5Z - Inspector scholae
Jón Gunnar Jónsson 5Z - Scriba scholaris
Jón Benediktsson 5Z - forseti Framtíðarinnar
Haraldur Proppé 5Z - stjórn Framtíðarinnar
Marínó Páll Valdimars 5Y/Z - stjórn Framtíðarinnar

Sjáið þið eitthvað munstur, kæru lesendur? 'Crewið' er mætt og þú veist það endar illa. Skipulögð glæpastarfsemi, mútur, verðhækkanir, fjárkúgun, ofbeldi, hleranir. Hópur innan stærðfræðideildar 5. bekkjar ætlar að ná yfirráðum í skólanum á næsta ári. Það eina sem þá fýsir er peningar, völd og kvenfólk. Kjósendur, verið á varðbergi. 
|
  Skandall!


Þegar Varðhundarnir sátu við skriftir á skrifstofu sinni núna síðdegis var innsigluðu bréfi skyndilega smyglað undir dyrnar. Þetta reyndist vera bréf frá manni sem kýs að vera nafnlaus, því hann er hræddur um eigið gengi í kosningunum ef nafn hans verður upprætt. Vegna mikilvægi bréfsins höfum við ákveðið að birta það í heild sinni hér á síðunni:

“Leynilegur áróðursfundur í heimahúsi fyrir inspectorskosningar!

Ég, ********, hef komist að því að inspectorsframbjóðandi Björn Brynjúlfur Björnsson hélt fjölmennan fund fyrir vini sína, og þá sérstaklega yngri bekkinga, þar sem hann hvatti þá til að leggja inn gott orð fyrir sig. Hann og áróðursstjórinn hans, sem kýs að ganga undir dulnefninu Goebbels, höfðu löngu skipulagt þennan fund og valið einstaklinga í hópinn með tilliti til aldurs, vinsælda og bekkjardeilda. Við vitum öll að Inspectorsframbjóðendum er bannað að hengja upp plaköt og annað slíkt, en þarna tekst Birni Brynjúlfi að sniðganga þetta á einstaklega ósvífinn hátt.

Ég, ********, hef líka heimildir fyrir því að hann hafi ekkert vitað hver stefnumál sín ættu að vera og að hann hafi á fundinum spurt viðstadda hvað hann ætti nú að setja í þennan helv**is bækling. Þar hafi hann fengið nokkrar góðar tillögur og ákveðið að skella þeim í bæklinginn”

Þetta bréf sýnir með eindæmum hversu mikið frambjóðendur eru tilbúnir að leggja á sig og hversu hörð baráttan um inspectorstitilinn mun verða.

Við Varðhundar fylgjumst vel með og komum með nýjustu fréttir um leið og þær berast okkur. 
|
 
Allir þeir sem staddir voru á kjörfundi 5. bekkjar síðastliðinn fimmtudag urðu vitni að stórmerkilegum atburði. Eftir að Björn Brynjúlfur hafði lokið sér af í pontu tók Guðmundur Egill Árnason til máls og sagði að Björn hefði raun og veru sagt allt sem hann ætlaði að segja. Sagði að hann og Björn hefðu sömu stefnumál. Þetta verður að teljast undarleg tilviljun. Annaðhvort hafa þeir ákveðið að leggja áherslu á sömu málin eða Guðmundur Egill er að stela málefnum frá Birni. Það sem styður síðari hugmyndina er sú staðreynd að Guðmundur skipti um prentsmiðju á síðustu stundu til að geta breytt ávarpi sínu í kosningabæklingi sínum.

Getur verið að örvænting hafi gripið Guðmund? Er hann hræddur um að bregðast flokknum? Mun pabbi toga í nokkra spotta? Það kemur allt í ljós á föstudaginn. 
|
 
Það var kalt í veðri þegar fréttamaður Varðhundanna hitti Jón Ben (a.k.a. Benzann) fyrir utan Vitabar snemma á laugardagsmorguninn. Jón hafði samþykkt að hitta okkur með því skilyrði að við kysum Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og urðum við að gangast undir það. Því ekki á hverjum degi sem mönnum býðst einkaviðtal við eina skærustu stjörn Menntaskólans. Hérna er viðtalið í heild sinni.

Fréttamaður: Velkominn Jón og þakka þér fyrir að hitta okkur.

Jón Ben: Já, þið getið kallað ykkur heppna. Ég tala ekki við hvern sem er.

Fréttamaður: Þú stefnir nú hraðbyr á forsetaembættið. Lítur þú á Magga Lú sem ógn við þig?

Jón Ben: Maggi Hú?! Hver er það eiginlega? Hann má falla í fúlan pytt fyrir mér. Hann gerir ekkert annað en að æfa sig fyrir Gettu Betur og hözzla [sic] stelpur sem ég er löngu búinn að vera með. Maggi hefur alltaf litið á mig sem lærimeistara sinn því ég hef kennt honum allt sem hann kann. Núna ætlar hann í örvæntingu sinni að ræna embættinu mínu, eitthvað student-becomes-the-master-dæmi. Ég mun jarða hann, jarða hann segi ég.

Fréttamaður: En skoðanakönnun sem birtist í síðustu viku virðist sýna yfirburði Magga. Þetta hlýtur að valda þér áhyggjum?

Jón Ben: Ég hlæ að þessu! Maggi hefur borgað þessu fólki. Hann reynir að 'rigga' kosningarnar. Helv**** jafnaðarmaður! Á föstudaginn sjáum við hvernig lýðræðið virkar í raun og veru.

Fréttamaður: En að öðru Jón. Þú hefur nú lengi verið talinn hrokafullur. Hvernig finnst þér um það?

Jón Ben: Hrokafullur? Hroki er bara spurning um sjálfsálit og af því hef ég nóg. Ég þarf engan hroka. Ég er bestur og það vita það allir. Þeir sem gera sér ekki grein fyrir því eru fávitar og örugglega helv**** jafnaðarmenn.

Fréttamaður: Bestur? En hvernig stóð á því að þú dast út í 16-liða úrslitum Morfís? Það sýnir að þú ert ekki bestur.

Jón Ben: Það var helv**** fitubollunni honum Gunnari Erni að kenna. Hann nennti aldrei að æfa sig, borðaði bara hamborgara. Ég kenni honum alfarið um tapið. Auk þess var ég bæði fótbrotinn og með blóðnasir þegar keppnin fór fram. Cut me a little slack.

Um leið og hann hafði sleppt orðinu hringdi síminn hans. Samtalið var snöggt en eftir það strunsaði Jón í burtu og lét þessi orð falla um leið og hann hvarf út í borg óttans.

Jón Ben: Ég er Jón Ben. Og enginn hefur tærnar þar sem ég hef hælana. 
|
 

Einum af varðhundum lýðræðis barst það til eyrna að jafnaðarmenn innan veggja skólans ætluðu að ná völdum á næsta skólaári. Voveiflegir atburðir virðast styðja þessa tilgátu því í síðustu viku fékk, fyrrverandi forseti Framtíðarinnar og núverandi kosningastjóri ungra jafnaðarmanna, Steindór Grétar Jónsson,, Björn Brynjúlf og Magga Lú á sinn fund. Talið er að þeir hafi rætt um hve mikilvægt það væri að jafnaðarmenn væru í æðstu stöðum Menntaskólans sem löngum hefur verið þekktur fyrir tengsl við Sjálfstæðisflokkinn.

,,Þið vitið ekki neitt! Þetta fer ekki á síðuna, ég læta pabba gera mynd um ykkur ef þið gerið það!" urraði Björn Brynjúlfur að fréttamönnum Varðhundanna þegar þeir ræddu við hann í síma um málið. Björn hljómaði taugatrekktur og endaði símtalið snögglega með þeim orðum: ,,Ég hef ekki tíma í svona vitleysu. Ég þarf að greiða á mér hárið. Ég á fund með busakvikindunum á eftir."

Magnús Lúðvík var þó mun rólegri þegar við náðum tali af honum. ,,Ég kýs ekki Samfylkinguna. Af hverju ætti ég að tala við Steindór Grétar um það?" Þá bentum við honum kurteisislega á að hann var með barmmerki Samfylkingarinnar á brjósti sér. ,,Já, þetta. Uhh, þetta er nú bara svona grín. Steindór Grétar lét mig fá þetta" svaraði Magnús. ,,En þú sagðist ekki hafa talað við Steindór Grétar?" spurði fréttamaður Varðhundanna í kjölfarið. Magnús brást þá illa við, stökk upp í bíl og brunaði í burtu.

Svo virðist sem þessar kosningar virðist ætla að verða pólítískar. Er svo komið fyrir lýðræðinu innan veggja Menntaskólans að ungir jafnaðarmenn seilast eftir völdum? Hvar endar þetta? Verður Skólafélagið stutt af Samfó á næsta ári? Framtíðin líka? Kemur allt saman í ljós næsta föstudag. 
|
Sunday, March 18, 2007
 
Nú er það ljóst. Guðmundur 'sonur Árna Sigfússonar' Árnason og Björn 'sonur Bjarnar' Björnsson munu keppa um inspectorstignina. Báðir hafa verið að undirbúa framboð í langan tíma, Guðmundur Egill þegar hann var sex ára og Björn Brynjúlfur þegar stelpa hafnaði honum í janúar á þeim forsendum að hann væri ekki inspó. Kosningabarátta beggja hófst því fyrir löngu. Það varð Birni að happi að Doddi 'finnur enga lykt, ekki einu sinni táfýlu' Inspó ákvað að efna kosningaloforð sín um að gefa út busablaðið Busann. Þannig gat Bjössinn komist í mjúkinn hjá öllum bekkjareiningum 3. bekkjar því hann hjálpar þeim að setja blaðið út. Guðmundur áttaði sig greinilega strax á atkvæðamissinum með þessu útspili Bjössa, pantaði sér tíma í ljós og hóf að vinna þessi atkvæði til baka með því að taka nokkra vel valda busa eintali. Það virðist því sem inspectorsframbjóðendurnir ætli að tryggja sér embættið með því að heilla busana upp úr skónum. Heyrst hefur að Bjössi hafi lofað öllum þeim busum sem kjósa sig aukahlutverki í nýjustu mynd pabba síns sem mun einfaldlega heita Bjössinn og fjallar um líf Bjössa utan MR. Guðmundur hefur svo að sama skapi lofað öllum busum sem kjósa sig fría setu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og geta þar með sett mark sitt á stjórnun landsins. Ekki amalega tilboð hér á ferð.

En á föstudaginn fáum við úr því skorið hvort þessi tilboð skili sér. Hver vinnur busahözzlið? Munu busaatkvæðin ráða úrslitum? 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger