<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, March 20, 2007
 

Þegar Varðhundar voru á rölti um skólann í dag blasti við þeim gígantískt plakat af stúlku nokkri, sitjandi a klósettinu. Sú stúlka ber nafnið Þóra og býður sig fram í Quaestor Scholaris. Við ákváðum að slá a þráðinn og spyrja hana út í hugmyndina á bak við plakatið.

Varðhundur: Hvaðan kom hugmyndin um að skíta peningum?

Þóra: Æ, þúst, ég og vinkona mín vorum bara ikkað að breinstorma og hún kom með þessa trylltu hugmynd. Þetta er geggjað fyndið, finnst þér ekki?

Varðhundur: eh, jújú, en varst þú ekkert hrædd um viðbrögð nemenda við svo grófu plakati? Og hafa skólayfirvöld ekkert að segja um þetta?

Þóra: Ég hef, þúst, bara fengið frábær viðbrögð frá öllum vinum mínum. Og ég meina, það skaðar Hannes ekkert að sjá smá bert hold... ;);)

Varðhundur: Í dag dreifðiru einnig flæjerum um skólann með þessari mynd á framhliðinni og nokkrum vel völdum meðmælum á bakhliðinni, þar sem Saga Garðarsdóttir og Steiney "Skóladóttir" fara fögrum orðum um þig og tala meðal annars um kynlíf þitt og jamm, fleira... Telurðu að þessir hlutir sem þær telja upp muni nýtast þér sem Quaestor Scholaris?

Þóra: Hahahaha.... Ég meina, þetta á bara að vera fyndið skilluru. Þetta er ekkert satt, skilluru...

Varðhundur: En nú ert þú að gefa í skyn með þessu plakati að þú munir sjá skólafélaginu fyrir peningum sjálf, s.s. með því að skíta þeim. Er það eitthvað sem þú hefur í huga að gera? Leggja til peninga úr eigin rassi?

Þóra: Ha? Bíddu... ég skiliggi... mér finnst þetta bara gegt fyndið!

Já, Þóru finnst þetta fyndið... okkur Varðhundum líka.
Hins vegar efast Varðhundar ekki um getu Þóru Sigurðardóttur til að gegna embætti Quaestors og við óskum henni góðs gengis í vikunni. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger