<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, March 18, 2007
 
Nú er það ljóst. Guðmundur 'sonur Árna Sigfússonar' Árnason og Björn 'sonur Bjarnar' Björnsson munu keppa um inspectorstignina. Báðir hafa verið að undirbúa framboð í langan tíma, Guðmundur Egill þegar hann var sex ára og Björn Brynjúlfur þegar stelpa hafnaði honum í janúar á þeim forsendum að hann væri ekki inspó. Kosningabarátta beggja hófst því fyrir löngu. Það varð Birni að happi að Doddi 'finnur enga lykt, ekki einu sinni táfýlu' Inspó ákvað að efna kosningaloforð sín um að gefa út busablaðið Busann. Þannig gat Bjössinn komist í mjúkinn hjá öllum bekkjareiningum 3. bekkjar því hann hjálpar þeim að setja blaðið út. Guðmundur áttaði sig greinilega strax á atkvæðamissinum með þessu útspili Bjössa, pantaði sér tíma í ljós og hóf að vinna þessi atkvæði til baka með því að taka nokkra vel valda busa eintali. Það virðist því sem inspectorsframbjóðendurnir ætli að tryggja sér embættið með því að heilla busana upp úr skónum. Heyrst hefur að Bjössi hafi lofað öllum þeim busum sem kjósa sig aukahlutverki í nýjustu mynd pabba síns sem mun einfaldlega heita Bjössinn og fjallar um líf Bjössa utan MR. Guðmundur hefur svo að sama skapi lofað öllum busum sem kjósa sig fría setu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og geta þar með sett mark sitt á stjórnun landsins. Ekki amalega tilboð hér á ferð.

En á föstudaginn fáum við úr því skorið hvort þessi tilboð skili sér. Hver vinnur busahözzlið? Munu busaatkvæðin ráða úrslitum? 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger