<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, March 20, 2007
 

Menn hafa furðað sig á því hvers vegna kosningabæklingur hefur enn ekki litið dagsins ljós. Flesta er farið að lengja eftir honum og spyrja sig hverju sætir. Varðhundarnir fóru á stúfana og náðu tali af Gísla Baldri, frambjóðanda í Scribu scholaris, en hann hefur einnig staðið framarlega í útgáfumálum skólans.

Varðhundur: Segðu mér Gísli, veistu hvenær er stefnt á útgáfu kosningablaðsins?

Gísli Baldur: Ég ætla ekkert að gefa það upp.

Varðhundur: Gætirðu þá að minnsta kosti sagt okkur hvers vegna það er ekki enn komið út, nú þegar tveir dagar eru liðnir af kosningavikunni?
Gísli Baldur: Hann væri löngu kominn út ef asnarnir í ritstjórninni væru búnir að samþykkja ritstjóraávarpið mitt. Svo hefur líka verið smá vesen að koma myndinni af mér fyrir, þeir eru svo smásmugulegir í þessari ritstjórn og vilja ekki blæða í nógu stórt blað til að hún komist. Ég hef verið að þrýsta á þá að setja plakat í miðjuna, það hefur gefist vel hjá MT og svona.

Varðhundur: En hefur það verið venjan hingað til að ritstjóri birti eingöngu ávarp?

Gísli Baldur: Nei, en finnst ykkur þetta ekki góð hugmynd til að koma sér á framfæri? Næst er ég að hugsa um að hafa líka bara viðtöl við mig. Jú, og auðvitað Sigurbjörn Einarsson. Það er ekkert gott blað án viðtals við hann.

Varðhundur: Takk kærlega fyrir spjallið. Vonandi finnurðu þessari stóru mynd þinni pláss í bæklingnum svo að við getum fengið að sjá hann sem fyrst.

Gísli Baldur: Takk og verði þér að því. Vantar þig nokkuð mynd með viðtalinu ?

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger