<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 19, 2007
 

Einum af varðhundum lýðræðis barst það til eyrna að jafnaðarmenn innan veggja skólans ætluðu að ná völdum á næsta skólaári. Voveiflegir atburðir virðast styðja þessa tilgátu því í síðustu viku fékk, fyrrverandi forseti Framtíðarinnar og núverandi kosningastjóri ungra jafnaðarmanna, Steindór Grétar Jónsson,, Björn Brynjúlf og Magga Lú á sinn fund. Talið er að þeir hafi rætt um hve mikilvægt það væri að jafnaðarmenn væru í æðstu stöðum Menntaskólans sem löngum hefur verið þekktur fyrir tengsl við Sjálfstæðisflokkinn.

,,Þið vitið ekki neitt! Þetta fer ekki á síðuna, ég læta pabba gera mynd um ykkur ef þið gerið það!" urraði Björn Brynjúlfur að fréttamönnum Varðhundanna þegar þeir ræddu við hann í síma um málið. Björn hljómaði taugatrekktur og endaði símtalið snögglega með þeim orðum: ,,Ég hef ekki tíma í svona vitleysu. Ég þarf að greiða á mér hárið. Ég á fund með busakvikindunum á eftir."

Magnús Lúðvík var þó mun rólegri þegar við náðum tali af honum. ,,Ég kýs ekki Samfylkinguna. Af hverju ætti ég að tala við Steindór Grétar um það?" Þá bentum við honum kurteisislega á að hann var með barmmerki Samfylkingarinnar á brjósti sér. ,,Já, þetta. Uhh, þetta er nú bara svona grín. Steindór Grétar lét mig fá þetta" svaraði Magnús. ,,En þú sagðist ekki hafa talað við Steindór Grétar?" spurði fréttamaður Varðhundanna í kjölfarið. Magnús brást þá illa við, stökk upp í bíl og brunaði í burtu.

Svo virðist sem þessar kosningar virðist ætla að verða pólítískar. Er svo komið fyrir lýðræðinu innan veggja Menntaskólans að ungir jafnaðarmenn seilast eftir völdum? Hvar endar þetta? Verður Skólafélagið stutt af Samfó á næsta ári? Framtíðin líka? Kemur allt saman í ljós næsta föstudag. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger