<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 19, 2007
 
Það var kalt í veðri þegar fréttamaður Varðhundanna hitti Jón Ben (a.k.a. Benzann) fyrir utan Vitabar snemma á laugardagsmorguninn. Jón hafði samþykkt að hitta okkur með því skilyrði að við kysum Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum og urðum við að gangast undir það. Því ekki á hverjum degi sem mönnum býðst einkaviðtal við eina skærustu stjörn Menntaskólans. Hérna er viðtalið í heild sinni.

Fréttamaður: Velkominn Jón og þakka þér fyrir að hitta okkur.

Jón Ben: Já, þið getið kallað ykkur heppna. Ég tala ekki við hvern sem er.

Fréttamaður: Þú stefnir nú hraðbyr á forsetaembættið. Lítur þú á Magga Lú sem ógn við þig?

Jón Ben: Maggi Hú?! Hver er það eiginlega? Hann má falla í fúlan pytt fyrir mér. Hann gerir ekkert annað en að æfa sig fyrir Gettu Betur og hözzla [sic] stelpur sem ég er löngu búinn að vera með. Maggi hefur alltaf litið á mig sem lærimeistara sinn því ég hef kennt honum allt sem hann kann. Núna ætlar hann í örvæntingu sinni að ræna embættinu mínu, eitthvað student-becomes-the-master-dæmi. Ég mun jarða hann, jarða hann segi ég.

Fréttamaður: En skoðanakönnun sem birtist í síðustu viku virðist sýna yfirburði Magga. Þetta hlýtur að valda þér áhyggjum?

Jón Ben: Ég hlæ að þessu! Maggi hefur borgað þessu fólki. Hann reynir að 'rigga' kosningarnar. Helv**** jafnaðarmaður! Á föstudaginn sjáum við hvernig lýðræðið virkar í raun og veru.

Fréttamaður: En að öðru Jón. Þú hefur nú lengi verið talinn hrokafullur. Hvernig finnst þér um það?

Jón Ben: Hrokafullur? Hroki er bara spurning um sjálfsálit og af því hef ég nóg. Ég þarf engan hroka. Ég er bestur og það vita það allir. Þeir sem gera sér ekki grein fyrir því eru fávitar og örugglega helv**** jafnaðarmenn.

Fréttamaður: Bestur? En hvernig stóð á því að þú dast út í 16-liða úrslitum Morfís? Það sýnir að þú ert ekki bestur.

Jón Ben: Það var helv**** fitubollunni honum Gunnari Erni að kenna. Hann nennti aldrei að æfa sig, borðaði bara hamborgara. Ég kenni honum alfarið um tapið. Auk þess var ég bæði fótbrotinn og með blóðnasir þegar keppnin fór fram. Cut me a little slack.

Um leið og hann hafði sleppt orðinu hringdi síminn hans. Samtalið var snöggt en eftir það strunsaði Jón í burtu og lét þessi orð falla um leið og hann hvarf út í borg óttans.

Jón Ben: Ég er Jón Ben. Og enginn hefur tærnar þar sem ég hef hælana. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger