<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 19, 2007
 
Allir þeir sem staddir voru á kjörfundi 5. bekkjar síðastliðinn fimmtudag urðu vitni að stórmerkilegum atburði. Eftir að Björn Brynjúlfur hafði lokið sér af í pontu tók Guðmundur Egill Árnason til máls og sagði að Björn hefði raun og veru sagt allt sem hann ætlaði að segja. Sagði að hann og Björn hefðu sömu stefnumál. Þetta verður að teljast undarleg tilviljun. Annaðhvort hafa þeir ákveðið að leggja áherslu á sömu málin eða Guðmundur Egill er að stela málefnum frá Birni. Það sem styður síðari hugmyndina er sú staðreynd að Guðmundur skipti um prentsmiðju á síðustu stundu til að geta breytt ávarpi sínu í kosningabæklingi sínum.

Getur verið að örvænting hafi gripið Guðmund? Er hann hræddur um að bregðast flokknum? Mun pabbi toga í nokkra spotta? Það kemur allt í ljós á föstudaginn. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger