<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Friday, March 23, 2007
  Björninn gengur laus!

Björn Brynjólfur, inspectorsframbjóðandi, hefur gert mikið úr fyrirætlunum sínum um að stofnuð verði skólahljómsveit. Björn nefnir í áróðursbæklingi sínum að sveitin muni spila við hátíðleg tækifæri svosem á söngkeppni og skólaböllum. En það sem ekki hefur farið jafnhátt, og Varðhundar komust á snoðir um síðdegis í gær, er að Björn hyggst ekki staðnæmast þar, heldur hefur hann lagt á ráðin um að afmælisdagur hans verði undirlagður skemmtidagskrá honum sjálfum til heiðurs, og þar muni umrædd hljómsveit gegna stóru hlutverki.


Ef marka má upplýsingar sem ónafngreindur viðmælandi lét í té nú fyrir skemmstu hefur Björn í hyggju að eyða umtalsverðri fyrirhöfn og fjármunum í að finna réttu mennina í sveitina og halda þeim við efnið. Við slógum því á þráðinn til Björns og kröfðumst svara.

Björn: "Lofgjörðarkór? Nei, hehe, eru það ekki smá ýkjur?"

Varðhundar: "Þú ætlar semsagt ekki að hafa það að aðalverkefni fyrirhugaðrar skólahljómsveitar að flytja lög um ágæti þitt?"

Björn: "Nei, ekki eingöngu, alls ekki."

Varðhundar: "Hvernig tónlist er þetta þá sem þú hefur hugsað þér... rokk, popp, klassík?"

Björn: "Hún mun spila nýbylgjurokk."

Varðhundar: "En..."

Björn. "Þið heyrðuð í mér, á næsta ári verður ekkert nema nýbylgjurokk! Nái ég kjöri. Síðan samdi ég við strákana í Ríó tríó og þeir ætla að lána okkur nokkra texta... ofsalega gaman að strákunum, þeirra textar verða semsagt í aðalhlutverki nema ég mun semsagt skipta öllum sérnöfnum í textanum út fyrir "Bjössi"."

Varðhundar: "Þætti þér það ekki fulllangt seilst í persónudýrkun?"

Björn: "Ég meina, mínir menn í B.E.S. hafa verið að gera þetta... og vakti það ekki bara æðislega mikla lukku? Engin ástæða til að stoppa þar... rappið hinsvegar höfðar kannski ekki endilega til allra, en þar kemur nýbylgjan inn í myndina. Nái ég kjöri."

Varðhundur: "Þér fyndust semsagt ekki svik við kjósendur þína að snúa skólahljómsveit, sem ætti með réttu að vera hljómsveit allra nemenda, upp í þína persónulegu hrósmaskínu?"

Björn: "Hvað var ég að segja um B.E.S.? Krakkarnir hafa gaman af þessu."

Varðhundar þakki Birni spjallið og minna lesendur jafnframt á að þegar kemur að kosningaloforðum er ALDREI allt sem sýnist. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger