<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 21, 2007
 

Spillingin er algjör. Nú sem aldrei fyrr verða nemendur Menntaskólans að standa vörð um lýðræðið því sótt er að því úr öllum áttum. Á framboðsfundi í dag uppljóstraðist það að Björn Brynjúlfur hefur boðið frambjóðendum til embættis forseta Framtíðarinnar í samkomu heima hjá sér ásamt busum. Tilgangurinn hafi verið að kynna sér betur málefni busanna svo að félagslífið geti verið enn sterkara á næsta ári. Eitthvað hafa þó þessar samkomur farið úr böndunum ef marka má ummæli nokkurra busa sem fréttamenn Varðhundanna náðu tali af.

Fréttamaður Varðhundanna: Hefur þú mætt á samkomur heima hjá Birni Brynjúlfi?

Busi1: Já, svo sannarlega og ætla að gera það oftar. Þetta eru svaka partý. Hann gaf okkur 'gult kók' ef þú veit hvað ég á við. Hehe, snilld. Ég varð svo ölvaður að ég vaknaði í fanginu á Magga Lú um morguninn. Við fengum okkur morgunmat saman. Hehe, snilld.



Businn vildi ekki koma fram undir nafni.

Á kappræðum forsetaefna kom einnig fleira merkilegt í ljós. Maggi Lú sagði meðal annars að ræðuliðið ætti að skipa sér þjálfara. Þetta vekur upp spurningar um þá hvar völdin liggja í raun og veru. Ræður þá liðið yfir þjálfaranum en ekki öfugt? Ætti þjálfarinn ekki að vera ráðinn af Framtíðinni og myndi hann svo ákveða hvernig liðið ætti að vera? Rétt eins og Jón Ben impraði á. Augljóst að Magnús þarf að skoða þessi mál aðeins betur. Einnig verður gaman að sjá hvort Magnús Lúðvík mæti í skólann á morgun til að kynna sjálfan sig eða mun hann halda sig með Gettu Betur liðinu sem fer í gegnum ákveðina rútínu á hverjum keppnisdegi. Mun hann bregðast liðsfélögum sínum eða kjósendum?

Kæru nemendur. Það eru tveir dagar í kosningar og eins gott að þið lítið á málefni frambjóðendana en kjósið ekki eftir því hver gefur ykkur mest sælgæti í Cösu eða hver er með flottasta veggspjaldið. Því það er mikið í húfi, sjálft lýðræðið. Lýðræði sem spratt ekki upp að sjálfu sér. Við þurftum að berjast fyrir lýðræði og sú barátta var bæði löng, ströng og blóðug. Við viljum ekki gera þessa baráttu einskis virði með því að kjósa út í loftið á föstudaginn. Kjördagurinn er örlagadagur, dagur daganna. Látum ekki lýðræðið renna okkur úr greipum. Kjósum skynsamlega. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger