<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 19, 2007
  Skandall!


Þegar Varðhundarnir sátu við skriftir á skrifstofu sinni núna síðdegis var innsigluðu bréfi skyndilega smyglað undir dyrnar. Þetta reyndist vera bréf frá manni sem kýs að vera nafnlaus, því hann er hræddur um eigið gengi í kosningunum ef nafn hans verður upprætt. Vegna mikilvægi bréfsins höfum við ákveðið að birta það í heild sinni hér á síðunni:

“Leynilegur áróðursfundur í heimahúsi fyrir inspectorskosningar!

Ég, ********, hef komist að því að inspectorsframbjóðandi Björn Brynjúlfur Björnsson hélt fjölmennan fund fyrir vini sína, og þá sérstaklega yngri bekkinga, þar sem hann hvatti þá til að leggja inn gott orð fyrir sig. Hann og áróðursstjórinn hans, sem kýs að ganga undir dulnefninu Goebbels, höfðu löngu skipulagt þennan fund og valið einstaklinga í hópinn með tilliti til aldurs, vinsælda og bekkjardeilda. Við vitum öll að Inspectorsframbjóðendum er bannað að hengja upp plaköt og annað slíkt, en þarna tekst Birni Brynjúlfi að sniðganga þetta á einstaklega ósvífinn hátt.

Ég, ********, hef líka heimildir fyrir því að hann hafi ekkert vitað hver stefnumál sín ættu að vera og að hann hafi á fundinum spurt viðstadda hvað hann ætti nú að setja í þennan helv**is bækling. Þar hafi hann fengið nokkrar góðar tillögur og ákveðið að skella þeim í bæklinginn”

Þetta bréf sýnir með eindæmum hversu mikið frambjóðendur eru tilbúnir að leggja á sig og hversu hörð baráttan um inspectorstitilinn mun verða.

Við Varðhundar fylgjumst vel með og komum með nýjustu fréttir um leið og þær berast okkur. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger