<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 22, 2007
 
Jón Ben hyggur á stórfelldan fjáraustur í lúxus-líferni "Morfísstjarnanna"

Kappræður frambjóðenda til forseta Framtíðarinnar í hádegishléinu í fyrradag leiddu margt forvitnilegt í ljós. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til aðbeina athyglinni að stefnumálum frambjóðenda, var Jón Benediktssoneingöngu fáanlegur til að ræða um Morfís.

Spurning úr sal: "Jón, hvernig hefur þú hugsað þér að haga fjárútgjöldum ánæsta ári?"

Jón: "Sko, það er náttúrulega allt að því þriðjungur sem fer í laun tilþjálfara Morfísliðsins. Þetta má alls ekki vanmeta. Að vinna Morfís hefurgríðarlega þýðingu fyrir skólann, bæði inn- og útávið. Það er þvínauðsynlegt að dekra við Morfísliðið.

Spurning úr sal:
"Hvað meinarðu með "dekra við Morfísliðið"?

Jón:
"Það sem ég meina er, að þetta eru stjörnur, fokking stjörnur, og þaðskiptir öllu máli að þau finni fyrir mikilvægi sínu. Ég meina, efMorfísliðið þarf gullofin handklæði, loftbyssur, einkanuddara og lífræntræktaðan kolkrabba, þá er það það sem þau fá. Ef við viljum árangur, þáverðum við að fórna einhverju. Svo höfum við, ég meina þau, verið að talaum að skipta aðstöðu nemendaráðgjafanna á Amtmannsstíg út fyrir nuddpottog innisundlaug. Ég sé í raun ekkert að því, ég meina ekki ernemendaráðgjafinn að vinna neina bikara"

Jón Ben sagðist ekki hafa gert neinar frekari ráðstafanir hvað varðaðipeningamál en endaði þetta á orðunum: ,,Ætli afgangurinn fari svo ekkibara í djamm, stærri gleraugu og meira djamm!" Varðhundar setja stórt spurningamerki við áætlanir Jóns um fyrirhugaðan elítisma og spyrja auk þess hver ætli að standa vörð um réttindi stofudýra, fílupoka og goth-gengja. Vegna þess að lýðræðið á að vera allra. Annars héti það ekki lýðræði heldur bara e-ð allt annað eins og t.d. spaðræði, ræðukeppnisræði eða skaðræði.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger