<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, March 20, 2007
 

Það var margt um manninn á kappræðum inspectorsframbjóðenda í kjalla Cösu Nova um hádegisbilið í dag. Þar steig á stokk maður nefndur Guðmundur Egill og hauf upp raust sína.

Guðmundur Egill: Ég vil benda fólki á það að ég er á eftir Bjössa í stafrófinu og þess vegna hljómar það eins og ég sé að herma eftir honum í stefnumálum. Og það er svo leiðinlegt að vera á eftir í stafrófi. Búhú! Ennfremur vil ég benda á að pabbi minn er mikils metinn í Flokknum og hann verður sko ekkert par ánægður ef þið kjósið mig ekki á föstudaginn.

Að svo búnu talaði hann vítt og breitt um stefnumál sín og mátti halda að hann hefði farið á námskeið hjá Þorgerði Katrínu ráðherra í að tala listilega í kringum efni. Eftir nokkurt tuð svaraði hann svo spurningum hlustenda.

Spurning úr sal: Er það rétt að þú hringir beint í busa og kynnir þig þannig? Ef já, finnst þér það ekki siðlaust?

Þessu svaraði Guðmundur listilega: Jú, það er alveg rétt að ég hringi í busa. Siðlaust? Nei, svo sannarlega ekki. Busarnir eru hvort eð er svo heimskir og auðtrúa. Það tekur enginn mark ég þeim. Þetta er alveg jafn siðlaust og að sparka í nýfædd börn sem er ekki vitund siðlaust. Hananú.

Spurning úr sal: Ætlar þú að setja inspectorslaunin í þinn eigin vasa?

Guðmundur: Nei, ekki minn vasa. Þetta fer allt í Flokkinn.

Spurning úr sal: Ætlar þú að kjósa sjálfan þig á föstudaginn?

Guðmundur: Já, svo sannarlega. Ég er stoltur af sjálfum mér og þess vegna kýs ég mig. Ekki út af málefnunum. Þetta er bara stolt sem ég stóla á.

Spurning úr sal: Hvað með þá 9. bekkinga sem koma inn í skólann okkar á næsta ári?

Guðmundur: Góð spurning. Ég ætla að sjá til þess að þeir verði allir ofurbusar. Já, og verði blindfullir á öllum böllum. Það er gott fyrir alla. Þá losnum við við þá á þarnæsta skólaári. Haha! Er ég ekki snjall?

Með þessum orðum lét Guðmundur hljóðnemann síg og steig úr pontu. Fréttamenn Varðhundanna hópuðust saman til að ræða svör Guðmundar og voru þeir allir á því máli að Guðmundur hefði virkað öruggur og hrokafullur. Viss um eigið ágæti. Kjörþokkinn lak af honum og er augljóst að þarna er framtíðarpólitíkus á ferð. Vegni honum vel á föstudaginn. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger