Margir hafa spurt sjálfa sig eftirfarandi spurningar í vikunni: “Hvar er Ásbjörg og hvað hefur hún um þetta að segja?”. Fólk hefur hugsað með sér að nú hafi hún starfað með Árna og sé með Halldóri í bekk og ætti því að geta gefið þeim raunhæfa mynd af stöðu mála. Annað hefur hins vegar komið á daginn því eins og sjá og heyra mátti á henni á 5.bekkjarfundinum og í stuðningsgrein sinni fyrir Árna er hún í krossför gegn Halldóri. Varðhundar voru nú um daginn sem fluga á vegg þegar að Halldór kom í sinn eigin bekk, 5.Y, og hélt ræðu um framboð sitt. Halldór opnaði á ömurlegum Inspector Skúla brandara og uppskar engan hlátur, hann kláraði síðan ávarp sitt og opnaði á spurningar. Þá steig fram ósóminn sjálfur holdi klæddur og dúndraði yfir hann spurningum úr munni Ásbjargar Einarsdóttur. Hún fór hamförum á næstu mínútum en uppskar ekki það sem hún sóttist eftir. Fólk sá í gegnum bræði hennar og ekki leið á löngu þar sem allur bekkurinn hafði snúist gegn henni og stóðu með Halldóri í liði.
Árni hefur, líkt og sönnum kosningahundi sæmir, augu og eyru í öllum bekkjum og frétti hann brátt af þessari uppákomu. Hann sendi strax Sjonna og Dodda eftir Ásbjörgu og tók hana, líkt og sönnum inspectorskandídat sæmir, á eintal. Síðan þá hefur lítið spurst til Ásbjargar og eins og glöggir tóku eftir var hún hvergi á svæðinu þegar inspectorskappræðurnar fóru fram. Hvað sagði Árni við Ásbjörgu?
Lýðræðistlyktarskyn Varðhundanna er ótrúlega næmt og það er skítalykt af öllu þessu máli. Kúgun nemenda í þágu einkahagsmuna Inspectors, er þetta það sem nemendur vilja sjá á næsta ári?