<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, April 02, 2009
 
Nú styttist óðum í kosningar. Frambjóðendur hafa staðið í taugastríði síðustu daga, sumir meira en aðrir en þó engir meira heldur en Árni Freyr og Halldór Kristján sem heyja nú baráttu um inspectorstignina. Báðir hafa þó sýnt mikla ró og skynsemi allt þar til nú á lokasprettinum og koma þeir varðhundum nú á óvart með framkomu sinni og gjörðum. Í gær ljóstruðum við upp leyndarmálinu bakvið klinkið hans Halldórs en í dag snúum við sjónum okkar að hinum siðprúða Árna.

Margir hafa spurt sjálfa sig eftirfarandi spurningar í vikunni: “Hvar er Ásbjörg og hvað hefur hún um þetta að segja?”. Fólk hefur hugsað með sér að nú hafi hún starfað með Árna og sé með Halldóri í bekk og ætti því að geta gefið þeim raunhæfa mynd af stöðu mála. Annað hefur hins vegar komið á daginn því eins og sjá og heyra mátti á henni á 5.bekkjarfundinum og í stuðningsgrein sinni fyrir Árna er hún í krossför gegn Halldóri. Varðhundar voru nú um daginn sem fluga á vegg þegar að Halldór kom í sinn eigin bekk, 5.Y, og hélt ræðu um framboð sitt. Halldór opnaði á ömurlegum Inspector Skúla brandara og uppskar engan hlátur, hann kláraði síðan ávarp sitt og opnaði á spurningar. Þá steig fram ósóminn sjálfur holdi klæddur og dúndraði yfir hann spurningum úr munni Ásbjargar Einarsdóttur. Hún fór hamförum á næstu mínútum en uppskar ekki það sem hún sóttist eftir. Fólk sá í gegnum bræði hennar og ekki leið á löngu þar sem allur bekkurinn hafði snúist gegn henni og stóðu með Halldóri í liði.

Árni hefur, líkt og sönnum kosningahundi sæmir, augu og eyru í öllum bekkjum og frétti hann brátt af þessari uppákomu. Hann sendi strax Sjonna og Dodda eftir Ásbjörgu og tók hana, líkt og sönnum inspectorskandídat sæmir, á eintal. Síðan þá hefur lítið spurst til Ásbjargar og eins og glöggir tóku eftir var hún hvergi á svæðinu þegar inspectorskappræðurnar fóru fram. Hvað sagði Árni við Ásbjörgu?

Lýðræðistlyktarskyn Varðhundanna er ótrúlega næmt og það er skítalykt af öllu þessu máli. Kúgun nemenda í þágu einkahagsmuna Inspectors, er þetta það sem nemendur vilja sjá á næsta ári?

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger