<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, April 02, 2009
  Kl. 16:00 á ekki að vera neinn vottur af áróðri frá frambjóðendum á neinn hátt. Allir í skólanum fengu sms í dag um að fjarlæga þyrfti öll plaköt, alla bæklinga og allt sem talist getur kosningaáróður úr cösu fyrir 16:00 (á Skólafélagssíðunni stendur meira að segja 15:00). Ef frambjóðendur gerast uppvísir um áróður eftir þennan tilsetta tíma ber tafarlaust að niðurfella framboð þeirra. Eftir klukkan 16:00 fór Varðhundur á vettvang vopnaður myndavél og það var enn heilmikið af áróðri á víð og dreif um skólann.

Sönnunargagn A:


Það er verk kjörstjórnar að fara eftir tilsettum reglum og ef hún niðurfellur ekki framboð eftirfarandi frambjóðenda hefur hún brugðist starfi sínu og Menntskælingum öllum.

Hildur Ýr Jónsdóttir, 3. G
Aldís Erna Pálsdóttir, 5. Z
Saga Úlfarsdóttir 5. Y

Þórdís Kristinsdóttir, 5. S

Auður Anna Aradóttir, 5. S
Bryndís Ýrr Pálsdóttir, 5. S
Brynja Gunnarsdóttir, 5. S

Hugrún Lind Arnardóttir, 5. Y

Björn Hjörvar Harðarson, 4. T

Pétur Marteinn Tómasson, 4. M

Philip Seymor Hoffman, 5. USK

Paul Joseph Frigge, 4. M

Rómeó Hugason, 3. B

Júlía Guðbjörnsdóttir, 3. B

Merkilegt er að plaköt Aldísar Ernu mátti finna á þremur mismunandi stöðum í skólanum eftir kl. 16, liggjandi á gólfinu. Plakötin hafa vakið athygli fyrir það að hægt er að snúa þeim á réttan hátt og á hvolf, en á síðasta kosningasprettinum virðist Aldís ætla að sýna okkur að plakötin hennar geta líka verið bæði lóðrétt og lárétt. Ágætis kosningabrella en hún brýtur þó sett lög um áróður og því getur hún kvatt framboð sitt bless. Varðhundar náðu einnig mynd af Jóhanni Páli þar sem hann var í óðaönn að fjarlægja plakötin sín, myndin að neðan er tekin kl. 16:03 en augljóst er að plakatið hans var uppi rétt áður en smellt var af. Þetta eru þó ekki beinhörð sönnunargögn og því verður kjörstjórn að taka sameiginlega ákvörðun um hvort niðurfella eigi framboð hans eða hvort fái að njóta vafans.

Sönnunargagn B:


Á morgun kemst í ljós hvort kjörstjórn lítur á lýðræði alvarlegum augum eða bara sem punchline í lélegum brandara. Munu þau niðurfella framboð eða eru þau bara algjörar pussur?
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger