
Svik og lygar! Þetta eru orð sem gætu komið upp í huga margra þegar þeir lesa eftirfarandi grein en varðhundar lýðræðisins eiga í raun bara ekki til orð yfir það sem hér verður greint frá.
Fyrir þá sem mættu ekki á inspectorskappræður í gær er þörf á smá formála:Halldór Kristján Þorsteinsson steig kokhraustur fram á sviðið í gær með mic í hönd og sjálfstraustið í botni (hann hafði nýverið hlustað á alla Minna en þrír Svanhvít
plötuna og það lætur honum alltaf líða extra vel með bros í hjarta). Hann lauk kynningu á sjálfum sér og þá rigndi yfir hann spurningum. Hart var gengið að honum um tvö málefni. Annars vegar Le Futur-hneykslið sem hann svarði með því að .... og hins vegar varðandi peninga úr Gleði til góðgerða sem legið hafa í ólæstri skúffu á framtíðarskrifstofunni eða, um tíma, í fiskabúri inni í ísskáp Framtíðarinnar. Halldór gerði lítið úr spurningunni og spyrjendum. Hann sagði að í fyrsta lagi væri skrifstofan læst öllum stundum utan þeirra sem stjórnarmeðlimur væri þar innandyra (?!) og hins vegar að þetta væri ekkert stórmál, hverjum væri ekki sama um „einhverja
tíkalla og
klink“.
Flestir á fundinum virtust glepja þessa möntru frá Halla Kri, en þó voru ekki allir jafn sannfærðir. Jón Erlingur Guðmundsson var einn af þeim, en hann hafði oft tekið eftir þessari opnu skúffu þar sem hann eyðir mestum af sínum tíma að hanga inn á Amtmannsstíg. Fyrir hann er það eins konar ljóstillífun. Hann ætlaði að koma til botns í þessu furðulega máli. Leiðangur Jóns gekk út á það að fara inn á harðlæsta skrifstofu Framtíðarinnar, ræna
klinkinu og láta telja það. Jón Erlingur hélt þegar af stað í förina og hélt að þetta yrði lítið mál, það eina sem olli honum hugarangri var hversu harðlæst skrifstofan væri og að ef hún væri opin yrði hann að trufla þann stjórnarmeðlim sem þar væri inni meðan hann rændi
klinkinu. En viti menn, vandamálið leystist af sjálfum sér því skrifstofan var af einhverjum stórundarlegum ástæðum ólæst og mannlaus. Jón tók því
klinkið, skokkaði kátur niður í Glitni og lét telja það. Það sem hann fékk til baka voru þeir seðlar sem sjást á myndinni að ofan. Í ljós kom að þetta
klink sem Halldór talaði um var í raun rúmur 45.000 kall!!!
Varðhundar eru gáttaðir á afglöpum Framtíðarstjórnar og skilja ekki hvernig nemendur hafa látið þetta yfir sig ganga í ár. Fyrir 45.000 kr. hefði verið hægt að gera t.d. eitthvað af eftirfarandi hlutum í þágu nemenda:
- Leigja sal og halda ókeypis tebó fyrir MR-inga
- Kaupa Wii-tölvu til að hafa í cösu
- Kaupa 1 banana handa öllum í skólanum
- ...eða bara svo margt annað en að geyma peningana í fiskabúri, inni í ísskáp, inni á „læstri“ Framtíðarskrifstofunni.
Varðhundarnir eru ávallt vakandi fyrir skandölum og þetta er ein mesta hneysa seinni ára. Jón Erlingur Guðmundsson er hinn nýji Deepthroat.