<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, March 04, 2008
 

Upp hefur komist um enn eitt skítamálið í kringum kjörstjórn, sem nú þegar er búin að slá Íslandsmetið í spillingu. Formaður hennar, Björn Brynjúlfur Björnsson, hefur verið iðinn við að hjálpa vissum frambjóðendum með uppsetningu á bæklingum þeirra. Einn af þeim sem notið hefur aðstoðar Björns er kvestorsframbjóðandinn Emil Þorvaldsson. Björn segist þó vera ekki vera alsekur í þessu máli „Ég tók sko ekki forsíðumyndina - það var Tanni sem sá um það. Ég sá bara um indesign hlutann!“. Þegar Varðhundar spurðu hina kvestorframbjóðendurna voru þeir vonum svekktir „Ég þurfti að fá rándýran hönnuð út í bæ til að setja upp minn bækling!“ sagði Arnór Einarsson, hann hélt áfram „Ég held að vísu að ég hafi grætt á því enda fékk ég retro lúkk á minn bækling sem hinir eru ekki með en þetta er engu að síður bara spurning um prinsipp!“. Árni Freyr sagði „Fólk er bara að leggja mig í einelti í þessum kosningum - fyrst Loki með því að setja mynd af einhverjum allt öðrum í skoðanakönnunina og svo núna þetta! Það er bannað að leggja fólk í einelti, sérstaklega í kosningum...“. Það er því ljóst að málið er langt frá því að vera dautt. Fær Árni atkvæði út af því að fólk vorkennir honum? Kýs fólk almennt þá sem það vorkennir? Mörgum spurningum er enn ósvarað, fylgist með á Varðhundunum. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger