<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 05, 2008
 
Varðhundarnir gera upp skólaárið! (uppfært)

Gjörningur ársins: 10% allra nemenda skólans skrifuðu undir vantrauststillögu á Lagatúlkunarnefnd og var því boðað til skólafundar. Á fundinn mættu örfáar hræður en þangað mættu ekki einu sinni flutningsmenn tillögunnar sem var svo felld með þremur atkvæðum gegn tveimur (þar af tvö atkvæði frá sitjandi meðlimum lagatúlkunarnefndar). Síðar meir tilkynntu flutningsmenn tillögunnar, Haraldur P og Andri G, að um gjörning var að ræða.

SMS vinur ársins: Halla Þórlaug Óskarsdóttir.

Atburður ársins: Fyrirlestur með Helgu Brögu á Degi holdsins.

Svikari ársins: Emil Þorvaldsson, forseti Ferðafélagsins, sem stóð ekki við það kosningaloforð Björns Brynjúlfs Björnssonar að halda fleiri ferðir í ár eins og Björn benti réttilega á í viðtali við MT.

Kosningaslagur ársins: Sindri Stephensen vs. Gísli Baldur Gíslason

Slagur ársins: Sindri Stephensen vs. Sara Margrét Harðardóttir.

Lesblinda ársins: Jón Gunnar Jónsson greindist með lesblindu snemma skólaárs. Hann átti þó ekki í vandræðum með það nokkrum vikum síðar að skrifa 1.000 orða lýtislausa grein á Framtíðarspjallið um að Bóbó skyldi fara í Morfís liðið. Seinna fannst skjalið sem innihélt greinina á tölvu Jóns Gunnars og það hét hinu skemmtilega nafni “Björn Brynjúlfur”.

Jón Gunnar ársins: Björn Brynjúlfur Björnsson. Bjössi.

Dýfa ársins: Magnús Þorlákur Lúðvíksson sem tók nýstárlega dýfi þegar MR liðið var kynnt upp á svið í MR-ví ræðukeppninnni. Þetta var mjög sniðug leið hjá Magnúsi til að kynna dýfuna þar sem 1000 manns voru í salnum.

Heimasíða ársins: www.usu.co.nz

MR-ingar ársins: Öll þau 25% MR-inga sem sögðu ekki að MR mundi bæði vinna Morfís og Gettu betur í könnuninni á Framtíðarsíðunni.

Klukkutímafjöldi ársins: Sex og hálfur klukkutími.

Hægri maður ársins: Björn Reynir Halldórsson sem lofaði 'hægri umferð' í cösu ef hann næði kjöri sem scriba.

Ræðuspekúlant ársins: Daði Helgason. Honum fannst Guðmundur Egill Árnason standa sig illa í MR-ví ræðukeppninni þrátt fyrir að vera stigahæstur allra ræðumanna. Seinna spáði hann MR liðinu tapi í Morfískeppninni gegn Versló sam vannst svo með 120 stigum. Daði virðist hafa einhvern æðri skilning á ræðumennsku heldur en þessir venjulegu ræðuspekúlantar. .

Forvarnarfulltrúar ársins: Framtíðarstjórn eins og hún leggur sig sem barðist gegn unglingadrykkju með því að sporna gegn því að haldin yrðu tebó á skólaárinu.

Hefnd ársins: Þegar Emil Þorvaldsson náði sér niður á Klemenz með því að valta yfir Árna Frey í kosningabaráttunni.

Systemus ársins: Jói systemus

Íþróttaráðsmeðlimur ársins: Haraldur Þórir Proppé Hugosson. Prypjan.

Skalli ársins: Þegar Arnór Einarsson skallaði samnemanda sinn fyrir að lýsa yfir stuðningi við Árna Frey í quaestor.

Bjössapartý ársins: Hinir leynilegur busafundir sem eru tíðir á heimili Gísla Baldurs.

Milliuppgjör ársins: Milliuppgjör Sindra Stephensens quaestors í fyrsta tölublaði MT á vormisseri. "Uppgjörið" sýndi afkomu Skólafélagsins af þremur böllum og skartaði fallegum Burberry bakgrunni.

Andali ársins: 24. nóv

Ummæli ársins: “Ég er ekki frá því að þetta hafi verið bestu fjárútlát Skólafélagsins í ár” – Björn Brynjúlfur Björnsson um þær 60.000 kr. sem fóru í ‘Fálkaorður’ Skólafélagsins. Það hefur reyndar verið óskrifuð regla í gegnum árin að Skólafélagið einbeiti sér aðeins að þeim nemendum sem eru í félaginu hverju sinni og komi þess vegna út á núlli. Ummælin eru því heldur vandræðaleg í ljósi þess að lágmarkspöntun á orðunum var 600 stykki en aðeins átta orður verða veittar í ár og því voru “bestu fjárútlát Skólafélagsins í ár” í raun fjárstyrkur frá núverandi nemendum til framtíðar MR-inga.

Nákvæmni ársins: Þegar Morfíslið MR mat andstæðinga sína nákvæmlega rétt og komst í 8 liða úrslit eftir jafntefli við FÁ í 16 liða úrslitum.

Hræsnarar ársins: Ari Guðjónsson og Jón Benediktsson sem sömdu um að mæla á móti umræðuefninu "Það má gera grín að öllu" í undanúrslitum Morfís.

Meistari ársins: Steingrímur Eyjólfsson sem eftirminnilega drullaði yfir inspectorinn sinn fyrir allra eyrum á tebói.

Stjörnuhrap ársins: Arnar Már Ólafsson.

Vinur ársins: Arnar Tómas Valgeirssson sem bannaði góðvinkonu sinni, Áróru Árnadóttur, að bjóða sig fram í collegu.

Trúboði ársins: Þengill Björnsson

High score ársins: Guðmundur Egill Árnason, en á busaballinu náði hann þeim ótrúlega árangri að fara í sleik við sjö stelpur á einu balli, alls níu stelpur sama kvöldið. Margir hafa reynt að bæta metið í vetur en næsta sem menn komust voru fimm stykki í Herranæturferðinni.

Lauma ársins: Þegar Áróra Árnadóttir, tímavörður scholae, tryggði Morfís liðinu 30 stiga forskot í undanúrslitakeppninni gegn Flensborg með því að lauma 30 sekúndna miðanum á svo meistaralega óáberandi hátt í pontuna í síðustu ræðu Flensborgarskólans að enginn möguleiki var fyrir ræðumanninn að taka eftir honum.

Meðmælandi ársins: Steindór Grétar Jónsson

Sneikari ársins: Marinó Páll Valdimarsson sem hataði ekki að stela útliti nýsjálenskrar háskólavefsíðu, html fyrir html.

Dyramotta ársins: Jón Gunnar Jónsson.

Siðapostuli ársins: Einar Óskarsson.

1337 ársins: Róbert Kjaran.

Áskorun ársins: Heilmargir MR-ingar skoruðu á Björn Brynjúlf Björnsson að snoða sig á Gleði til góðgerða til styrktar fátækum börnum í Afríku en tugþúsund króna söfnuðust fyrir verknaðinn. Björn hafnaði áskoruninni á þesim forsendum “að þetta væri ekki nógu gott málefni og að hann hefði gert þetta ef hann fengi peninginn sjálfur”.

Par ársins: Haraldur og Linda Proppé.

Hemi-par ársins: Gunnar Dofri Ólafsson og Brynja Björg Halldórsdóttir.

Afmæli ársins: 125 ára afmæli Framtíðarinnar.

Uppljómun ársins: Þegar Ingólfur Halldórsson sagði skilið við skítkastarann Bóbó og ákvað að taka upp nafnið Bónó á þessum tímamótum sem áttu sér stað á 19. afmælisdegi hans.

Hamingjuóskir ársins: Starfsmaður 10-11 sem óskaði Bónó til hamingju með afmælið eftir að plakötin voru birt. Ekki er vitað hvað maðurinn heitir svo stöddu.

Lögreglumaður ársins: Magnús Örn Sigurðsson sem ákvað að rýma salinn á Sólbjartskeppni vegna óláta þriggja aðila í salnum þar sem hann taldi sig mega það skv. lögum Framtíðarinnar. Hann veitti hins vegar inspector scholae og tveimur vinum hans leyfi til að sitja áfram í annars auðum salnum.

Orð ársins: Feminasisti.

Markaðsherferð ársins: Herranótt en uppselt var á allar þrjár sýningarnar.

Rotta ársins: Daði Helgason.





Varðhundarnir óska komandi embættismönnum velfarnaðar í starfi.


 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger