$BlogRSDURL$>
Allt virðist vera á svo miklum suðupunkti í slagnum um collegusætin tvö að það mætti halda að Héðinn Finnsson væri að bjóða sig fram. Ívar Sævarsson hefur hætt við framboðið sitt, ábyggilega vegna Framsóknarfylgisins í skoðanakönnunum, og hefur sett stefnu sína á Systemusinn. Varðhundar telja að hann eiga góða möguleika að komast í Tölvuakademíuna, en hins vegar er aðeins einn maður sem getur orðið Systemus. Sá heitir Jóhann Björn Björnsson.
Tvær stelpur sem hafa ekki verið orðaðar við colleguna hingað til hafa tilkynnt framboð sitt og ein stelpa sem hefur verið meira orðuð við colleguna en flestir aðrir á skólaárinu hefur einnig gefið kost á sér. Þetta eru bekkjarsysturnar Íris Björk Jakobsdóttir og Una Björg Bjarnadóttir og, að sjálfsögðu, Marta Ólafsdóttir í 3. bekk. Pétur Grétarsson hefur lýst yfir stuðningi við framboð Mörtu, en hann á heiðurinn af því að skjóta Mörtu upp á stjörnuhimininn í Menntaskólanum með fyndnum kommentum á Skólafélagssíðunni. Það verður því spennandi að sjá hvort að Hönd Mídasar sé ósködduð eftir inspectorsforkosningarnar og Marta komist í Skólafélagsstjórn.
Helstu tíðindin í colleguslagnum eru þó að Áróra Árnadóttir hefur skyndilega dregið framboðið sitt til baka, að því er virðist, að ástæðulausu. Hún kom ágætlega út í könnunum Loka og MT og hefði getað innsiglað sér sigur með góðri kosningabaráttu. Þegar Varðhundar spurðu hana um málið voru svörin loðin: „Núna er ég tímavörður“. Þó hefur heyrst á göngum skólans að Arnar Tómas Valgeirsson, collegu kandídat og vinur Áróru, hafi bannað henni að bjóða sig fram. Ef satt, þá var þetta frábær leikur hjá Arnari en talað hefur verið um þriggja turna tal í collegukosningunum hingað til, sem sagt Arnar, Áróra og Birta, og ef einn turninn hrynur þá erleiðin greið fyrir hina tvo frambjóðendurna. Arnar vildi samt ekki viðurkenna verknaðinn og sagði að ástæðan fyrir því að hún dró framboðið til baka hafi verið því „hún vill verða inspó“. Varðhundar ætla ekki að taka afstöðu í þessum málum en ljóst er að heljarinnar kosningabarátta er framundan.