<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 05, 2008
  Það hefur ekki farið framhjá neinum að cösukjallari er þakinn plakötum og ákváðu Varðhundar að fara yfir það sem heppnaðist best og verst. Því miður áttum við ekki myndir af tveimur plakötunum en þau eru niðri í cösu ef þið viljið vita hvernig þau eru.

Topp 3 bestu plakötin



1. Jórunn Pála Jónasdóttir

Besta plakatið þetta árið er óumdeilanlega “We can do it!” plakat Jórunnar Framtíðarstjórnarframbjóðanda þar sem hún endurleikur fræga Rosie the Riveter myndina frá 1942 svo vel að halda mætti að hún hafi verið fyrirmyndin að því. Frábært plakat sem ætti að höfða til bæði feminista og skítugra iðnaðarmanna. Ekki þarf að taka fram að Fárbautasynir hafa óbeit á plakatinu.



2. Egill Pétursson

Það sem frambjóðendur til Forseta Listafélagsins hafa oftast misstigið sig á er að reyna að vera með rosa artí kosningabaráttu. Hver man t.d. ekki eftir því þegar Ingi Vífill var með gjörning niðri í Cösu fyrir tveimur árum og þegar Sunna Örlygs var að drekka blá epli á plakötunum sínum í fyrra? Egill hins vegar, í staðinn fyrir að reyna að vera frumlegur, er einfaldlega virkilega frumlegur. Sitjandi í stól, íklæddur smóking, að lesa Í matinn er þetta helst fyrir framan eitthvað rautt sjitt. Meistaraverk.

3. Halldór Kristján Þorsteinsson
Mikið var rifist um það í ritstjórn Varðhunda hvort Birta eða Halldór ætti að vera í þriðja sætinu. Halli Kri nær hins vegar yfirhöndinni fyrir að hafa kjarkinn til að segja “Björgum Framtíðinni” á plakatinu og þar að auki endurvinnur Birta Scribu-plaköt Hildur Kristínar á sínum tíma. Eins og Jórunn, þá er Halli í gamla góða spoofinu, þ.e.a.s. I Am Legend. Varðhundar vona þó að Halli deyi ekki á meðan hann situr í Framtíðarstjórn eins og Will Smith í myndinni. Hann fær líka stóran plús fyrir að vera ekki í náttbuxum á plakatinu, sem er orðið nokkurs konar Burberry trefils ígildi Halla Kri.

Topp 3 verstu plakötin



1. Linda Björgvinsdóttir

Linda Proppé heldur greinilega að það sé nóg að eiga 119 kr. til þess að teljast góður frambjóðandi, en það er einmitt verð Prince Polo XXL í Þingholti. Pælingin með að hafa einhvern annan á plakatinu sem tengist ekkert framboðinu er heldur ekki alveg að virka hér. Þar að auki er myndin sjálf einfaldlega slæm, en hún var tekin af Jónatani Atla Sveinssyni. Hún hefði betur átt að leita til unnusta síns, og meistara sjálfháðsins, Haralds P og láta hann sjá um plakatsgerðina.

2. Arnór Einarsson
Etjum við reynsluna? Srsly?



3. Jórunn Pála Jónasdóttir

Jórunn hefði betur átt að nota bara “We can do it!” og henda þessu plakati í Hugmyndakassa Guðmundar Egils þar sem enginn mun nokkurn tímann verða var við það. Yfirskriftin “Eins og að drekka vatn” stangast algjörlega á við það sem hún er að gera á myndinni og yfirskriftin “Eins og að standa og horfa á myndavélina tómum augum á meðan lítil vatnsbuna rennur í glas sem þú heldur á” væri meira viðeigandi. Flott kápa samt.






Frumlegasta kosningarherferðin: Arnar Tómas Valgeirsson

Goðsögnin segir að vaxlitateikningar Arnars voru einungis ætlaðar til þess að taka frá veggjapláss fyrir “alvöru” plakötin hans sem seinkuðu víst í prentun. Þegar hann sá jákvæðu viðbrögðin við teikningunum ákvað hann að halda þeim á veggjunum og setja plakötin í Hugmyndakassa Guðmundar Egils. Teikningarnar eru í naívskum stíl og kenna ýmissa grasa en mótorhjólamyndin að ofan stendur uppúr. Einnig teiknaði hann fyrir kjósendur í hádegishléinu á þriðjudaginn og vakti það mikla lukku. Það verður að segjast að kosningabarátta Arnars hefur gengið mun betur en í fyrra þar sem hann mundi eftir að taka fram í hvaða embætti hann var að bjóða sig fram í og skrifaði það rétt. Eva Hauksdóttir hefur ákveðið að reyna taktík Arnars síðan í fyrra, þ.e. að vera á aukablaði í Kosningablaðinu, en Arnar Tómas breytti til og er í blaðinu á besta stað. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger