<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, March 04, 2008
 

Lítið hefur borið á inspektorsframbjóðandanum Viktori Trausta síðan hann fór mikinn síðasta fimmtudag á 5. bekkjarfundinum. Þrátt fyrir að hafa verið nálægt að hreppa hnossið sem tilnefning er hefur hann ákveðið að draga sig úr félagsstörfum í bili. „Þetta tók bara allt of mikinn tíma frá mér...“ segir Viktor um félagslífið, hann heldur áfram „Núna hef ég tíma til að einbeita mér virkilega að huga.is, en ég stefni á að ná 2000 kasmír stigum fyrir áramót!“. Það kom mörgum á óvart að hvorki Sindri né Gísli fengu meðmæli frá Viktori en hann hafði þetta um málið að segja „Það var í raun og veru bara einn maður sem ég treysti fyrir þessu embætti, og það var ég. Ég er bara óheppinn að vera ekki flokksbundinn stóru flokkunum heldur Íslandshreyfingunni og þurfti að líða fyrir það síðasta fimmtudag! Ég hugsa að ég skili bara inn auðu á föstudaginn...“. En ekki er þó öll von úti enn fyrir fylgismenn Viktors en hann hefur boðið sig fram sem stjórnanda á Pókersíðu huga.is. „Ég ætla ekki að láta 5. bekkjar mafíuna eyðileggja félagslíf landsmanna frekar - núna geta sko allir kosið og þá vinn ég!“ sagði Viktor að lokum. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger