<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 03, 2008
  Fyrsti dagur


Það er allt á suðupunkti í Cösu. Frambjóðendur hafa veggfóðrað þetta agnarsmáa rými og nýta hverja sekúndu til að sleikja sig upp við ókunnuga. En hvað gerist? Ljósin slokkna! Inspektorsframbjóðendur rjúka að ljósrofunum of reyna að róa fólk en sama hvað Sindri hamast á takkanum þá gerist ekkert. Rafmagnið hefur verið tekið af Cösukjallara. Varðhundarnir stíga strax fram og reyna að finna sökudólginn. Eins og sönnum rannsóknarlögreglumönnum sæmir byrjuðum við á spurningunni: Hver hagnast?

Ljóst er að nokkrir liggja nú þegar undir grun. Fljótlega sást að veggspjöld Óla Krumma, sem eru í rave-þemanu, voru farin að glóa í myrkri. En ekkert sakamál er svona augljóst. Óli Krummi var augljóslega að saklaust peð í stærra tafli. Þá blasti við Varðhundum undarlegt veggspjald. Það sýndi kvestorsframbjóðandann Arnór Einarsson og undarlega slagorðið: etjum við reynslunna! Var Arnór að sýna af sér einhverja óþekkta dýpt? Nei, þegar blaðamaður grannskoðaði plakatið sást að stafirnir S og X höfðu horfið í myrkrinu. Standa hinir kvestorsframbjóðendurnir að baki rafmagnsleysisins? Fylgist með á Varðhundunm. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger