<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 05, 2008
  Scribuslagurinn magnast!

Slagurinn um embætti varaforseta Skólafélagsins, scriba scholaris, hefur sjaldan verið jafn harður og í ár. Varðhundarnir ætla að fjalla um frambjóðendurna, stefnumálin og kosningaherferðirnar.


Björn Reynir Halldórsson
byrjaði kosningabaráttuna á því að hengja upp plaköt sem voru jafneldrauð og stjórnmálaskoðanir hans og þar notaði hann einkennisorðin: traust, heiðarleiki og dugnaður. Plakötin voru mjög áberandi og vöktu það mikla athygli að einn frambjóðandi til kvikmyndadeildar bjó til nákvæmlega eins plaköt til að auglýsa sitt framboð. Björn hefur spilað mikið út á það hversu duglegur hann er í kosningabaráttunni og því til stuðnings vísar hann í setu sína í Gettu betur liðinu síðustu þrjú ár. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki taka þátt í Gettu betur á næsta ári sama hvort hann nái kjöri eður ei. Björn Reynir hefur varpað fram ýmsum frumlegum kosningaloforðum en þar ber helst að nefna "hægri umferð" í cösu sem hann telur brýnt að koma á.


Ásbjörg Einarsdóttir reið ekki feitum hesti við gerð kosningaplakats síns en það innihélt einungis andslitsmynd af henni ásamt hina slaka slagorði "í blíðu og scribu". Hún var hins vegar með besta bæklinginn af öllum scribukandídötunum en hann innihélt t.d. meðmæli frá tveimur síðustu scribum, Gísla Baldri og Hildi Kristínu. Lélegasti leikur Ásbjargar í kosningabaráttunni er að nýta sér ekki stðöu sína sem ritstjóri Skinfaxa til að gefa blaðið út rétt fyrir kosningarnar og tryggja þar með ófá atkvæði líkt og Gísli Baldur gerði með Skólablaðið í fyrra. Ekki nema blaðið sé svo lélegt að Ásbjörg skammist sín fyrir það og vilji þess vegna gaf það út eftir kosningar. Einnig er athyglisvert að Ásbjörg skuli berjast fyrir því að allir meðlimir Skólafélagsstjórnar eigi að koma að því að ritskoða útgefið efni og því mun sérviska fimm einstaklinga hafa áhrif á það hvað birtist í skólablöðum næsta árs.

Þriðji frambjóðandinn í scribu hefur gert kröfu um það að ekki verði fjallað um hana á Varðhundunum. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger