<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Tuesday, March 04, 2008
  Inspectorskappræður - Slagurinn heldur áfram


Gísli Baldur Gíslason


Gísli byrjar á að kynna sig og fylgir kynningunni svo á eftir með innihaldslausu hjali.Eftir mínútu af kjaftæði opnar hann fyrir spurningar.


AG: Munt þú taka þér Inspectorslaun í eign vasa náir þú kjöri?

GBG: Já, ég mun ekki vinna í sumar heldur mun ég nýta tíma minn í Skólafélagið og þarf þess vegna að vega upp það tekjutap.

JB: Nú talaru mikið um nætuvökur. Ertu búinn að tala um það við skólayfirvöld að þetta sé mögulegt. Rektor er tæpur fyrir á að leyfa skreytingarnefnd að vera yfir nótt til að skreyta Cösu.

GBG: Nei, ég hef ekki fengið leyfi fyrir þessu en ég mun einfaldlega spurja rektor hvort hann vilji frekar að við skemmtun okkur hér undir ábyrgð, þ.e. undir yfirumsjón minnar eða einhvers annars fulltrúa héðan, eða annars staðar án ábyrgðar. Og það yrði að sjálfsögðu læst á ákveðnum tímapunkti svo enginn mundi komast inn í cösu. Ef rektor segir nei við þessu þá er að sjálfsögðu hægt að halda þetta annars staðar, t.d. stakk Guðfinna jarðfræðikennari upp á Selinu. Þ.a. það er alveg hægt að halda þetta annars staðar líka.

AG: Þú segir að allur peningur Skólafélagsins eigi að skila sér aftur til nemenda en varst sjálfur hluti af stjórn sem eyddi 65.000 kr. í Fálkaorður sem voru pöntuð 500 eintök af og munu því að mestu leyti fara til framtíðar MR-inga og skila sér því ekki aftur til núverandi nemenda. Varstu á móti þessari hugmynd frá upphafi?

GBG: Já, ég var á móti hugmyndinni um Fálkaorður frá upphafi. Ég vil að sá peningur sem þið borgið í nemendasjóð á hverju ári gagnist ykkur. Það er hægt að gera mikið við þær 65.000 kr. sem orðurnar kostuðu, t.d kaffivél í Cösu og tölvuspil. Ég er reyndar búinn að segja að nái ég kjöri muni ég afhenda 6. bekkingum þessar orður á Dimissio þar sem þeir borguðu nú fyrir þessar orður (mikið klapp)

JB: Nú eyddir þú stórum hluta vetrarins í að gera bók um Davíð Oddsson og einhverjir stjórnarmeðlimir hafa kvartað undan því að þetta hafi bitnað á starfi þínu sem scriba. Á þetta við rök að styðjast.

GBG: Nei, þetta bitnaði ekki á störfum mínum sem scriba þar sem ég gat einbeitt mér að öllum þeim verkefnum sem mér var útdeilt. Ég forfallaðist á einum fundi, það var allt og sumt og ég hélt hollustu við Skólafélagið þrátt fyrir að sinna öðrum verkefnum.

BGJ: Núna ætlar þú að breyta söngballinu í lokaball. Hvernig ætlar þú að framkvæma það þar sem þú verður ekki lengur inspector þegar þú munt halda það?

GBG: Góð spurning og ég er búinn að fara inn á þetta í bekkjunum. Ég mundi helst vilja að gamla og nýja stjórnin mundu saman sjá um framkvæmd ballsins. Þá er líka komið ákveðið lærdómsferli inn í stjórn Skólafélagsins þar sem nýja stjórnin lærir af gömlu stjórninni sem ég tel æskilegt.

MS: Mun busaballið verða rave ball líkt og síðastliðin tvö ár.

GBG: Ég tek ekki einn ákvörðun um það heldur stjórn Skólafélagsins. Mér fannst bæði rave böllin skemmtileg en ég mundi helst vilja að nemendur fengi að ákveða þetta og það yrðir kosið. Ég held að lýðræðið mundi virka mjög skemmtilega við skipulagningu á böllum. Einnig varðandi það hvaða tónlistarmenn koma og spila.

IH: Finnst þér undirbúningur þinn innan Sjálfstæðisflokksins vega meira heldur en undirbúningur Sindra innan Samfylkingarinnar?

GBG: Ég held bara að þetta komi málinu ekkert við.

ÍS: Þú vilt afhenda 6. bekkingum Fálkaorðurnar á dimmisio en af hverju eiga þeir meiri rétt á þeim en aðrir nemendur?

GBG: Ég tel það við hæfi að veita 6. bekkingum orðurnar þar sem þeir eru að útskrifast og hafa borgað mest allra nemenda í nemendasjóð og munu ekki njóta góðs af honum áfram.

JB: Talaðir þú við Bolla?

GBG: Já ég gerði það enda veit hann margt um svona kosningar og gaf mér ýmis ráð.


Sindri M Stephensen

Byrjar á að kenna Jóa systemus um tæknivandamál (klassík). Kemur svo inn á Fálkaorðurnar og segir að framkvæmdin á þeim hafi ekki verið nógu góð en að það eigi frekar að panta fleiri nælur heldur en að veita einungis 6. bekkingum þær. Opnar fljótlega á spurningar.


AG: Ég er með tvíþætta spurningu
a) Nú hefur þú setið með Dagnýju Engilbertsdóttur í stjórn Skólafélagsins heilt skólaár en samt tekur hún 100% afstöðu með Gísla í kosningunum. Kom eitthvað upp á innan stjórnarinnar eða hefurðu aðrar skýringar á þessu?
b) Þú og Gísli unnuð báðir náið með Skólafélagsstjórn síðasta árs sem tekur einnig 100% afstöðu með Gísla. Hver telurðu að skýringin á því sé?

SMS: Allt í lagi spurning. Númer eitt þá hafði ég ekkert samband við Skólafélagsstjórn frá því í fyrra heldur talaði ég bara við vini mína í skólanum og talaði við þá um það hvernig þeir vildu að Skólafélagið yrði á næsta ári en ekki eitthvað fólk út í bæ sem er annað hvort hætt eða á leiðinni að hætta í skólanum. En Dagný hún treystir greinilega Gísla bara betur og ég virði það vel. Reyndar skilst mér að Gísli hafi byrjað fyrr en ég og talaði því við Dagnýju á undan mér svo eins og ég segi.... Þetta er bara hennar mál og ég ætla ekkert að skjóta á það

ASÓ: Vilt þú afnema Inspectorslaun?

SMS: Nei, það er allt í lagi að halda þeim til að búa til svarta peninga fyir ferðirnar. Bjössi tók ekki inspectorslaun í ár og ég held að það hafi ekki komið niður á hans starfi. Inspectorslaun geta verið 595.000 kr. minnir mig sem mér finnst of stór hluti af nemendasjóði sem skilar sér ekki til nemenda og ég er algjörlega mótfallinn því.

JB: Þú talar mikið um slæman anda innan skólans og að þú sért maðurinn til að bæta andann. Beinast ekki einmitt öll spjót að því að þú sért hluti af þessum slæma anda? Dagný er t.d. búin að vera með þér í stjórn í heilt ár og hún tekur einarða afstöðu með Gísla. Fyrrverandi Skólafélagsstjórn sem þú vannst mjög náið með tekur einni einarða afstöðu með Gísla.


SMS: Þú ert sem sagt að segja það að vegna þess að Dagný og gamla stjórnin styðja G’isla þá sé ég hluti af slæmum anda.

JB: Nú hefur þú líka bara verið að baktala stjórnina þína í allan vetur.

SMS: Það er ekki rétt

JB: Það er bara víst rétt!

SMS: Það sem ég vil segja er að númer eitt þá er búið að beita mjög skrýtnum vinnubrögðum gagnvart mér í þessum kosningum. Það er búið að baktala mig rosalega mikið sem mér finnst mjög leiðinlegt. Dagný tekur afstöðu með Gísla og ég ber virðingu fyrir því. Ég tek það fram aftur varðandi Skólafélagsstjórn í fyrra þá talaði ég ekkert við hana og bað hana ekki um neinn stuðning og hún tekur þá bara afstöðu með Gísla. Ég var samt með meðmæli frá teimur meðlimum Framtíðarstjórnar en eina manneskjan úr Skólafélagsstjórn í ár tekur afstöðu með Gísla og hún er sú eina sem má það.

JB: Þú ert að flýja spurninguna!

SMS: Að ég sé hluti af slæmum anda? Það vil ég ekki meina. Ég vil meina að það þurfi meiri sýnileika og það er það sem ég stend fyrir og hef gert lengi. Það sem þarf að gera núna og sérstaklega á opinberum vettvangi eins og á Skólafélagssíðunni þá þarf að rétta andann. Ef það er verið að birta neikvæð ummæli þá þarf inspector að segja “hingað og ekki lengra”. Næst spurning...

MGB: Hvernig ætlarðu að efla atburði?

SMS: Ég hef áttað mig á því að það sem þarf er að labba í bekki og kynna atburði fyrir bekkjunum. Mæting á atburði í ár hefur verið mjög slæm og það sem þarf að gera er að labba í bekki, tala við bekkjarráðsmenn og skapa stemmningu fyrir atburðuunum.

AG: Nú hefurðu talað mikið um skítkast í kosningabaráttu þinni. Geturðu bent á skítkastið sem hefur verið í vetur?

SMS: Já, ég get bent á t.d. bara Varðhundana en þar eru ein eða tvær greinar sem ganga allt of langt og verið að tala um viðkvæma hluti.

JB: Það er samt ekki hluti af félagslífinu.

SMS: Víst tengist þetta félagslífinu. Finnst þér þessi skrif ekki tengjast félagslífinu?

JB: Hvernig ætlar inspector að breyta því sem varðhundar skrifa?

SMS: Nei, hann svarar því og segir “ég vil ekki hafa svona í mínum skóla”

JB: Meira skítkast en bara varðhundarnir, það er algjör flótti að nefna bara varðhundana.

SMS: Það hefur líka verið skítkast í MT á haustönn.

JB: Hvað í þeim MT blöðum flokkast sem skítkast?

SMS: Ég er bara ekki með blöðin fyrir framan mig en við getum bara farið í gegnum þetta saman.

AG: Ef það er verið að gagnrýna embættismenn þá er það bara neikvæð umfjöllun. Eiga þeir að vera eitthvað heilagir?

SMS: Nei, ef þú segir við embættismann “Þú hefur ekki staðið við þessi kosningaloforð” þá er það réttmæt gagnrýni en það má ekki ganga of langt.

AG: Hefur einhver áhrif að gera inspector að netlögregluþjóni sem er alltaf að svara gagnrýni á netinu?

SMS: Það verður bara að koma í ljós en inspector á að vera jákvæð ímynd skólans.

JB: Steindór Grétar Jónsson. Hefur þú e-ð unnið með honum og hefur þú kynnst honum.

SMS: Já ég hef kynnst honum.

JB: Hvar hafið þið unnið saman og hvernig tengist hann þínu framboði?

SMS: Hann er bara gamall forseti og ég hef þekkt hann og hafði samband við hann og hann hefur fengið að kynnast mér.

JB: Þannig að Steindór er nokkurs konar Bolli Samfylkingarinnar?

SMS: Ég vil bara taka þig fram að ég held að ég sé bæði skráður í Samfylkinguna og Sjálfsæðtisflokkinn. Það var Gísli sem skráði mig í Sjálfstæðisflokkinn og ég ætla að skrá mig úr báðum flokkunum. EN Steindór er enginn Bolli Smafylkingarinnar ég veit ekki einu sinni hvernig þessi Bolli virkar.

HÁ: Hvað viltu gera með hljómsveitir á böllum?

SMS: Í ár höfum við bæði haft samband við innlenda og erlenda aðilavarðandi spilun á böllum. Í fyrsta skipti fengum við erlendan aðila og ég mundi vilja gera það aftur, t.d. að reyna að ná einhverjum í kringum Airwaves.

BGJ: Hvað finnst þér um fótbolta í Cösu?

SMS: Hvað finnst mér um fótbolta í Cösu?

BGJ: Í sjónvarpinu...

SMS: Já í sjónvarpinu... [mikill hlátur brýst út] Þetta gekk ekki nógu vel í ár og ég mundi frekar vilja sýna leiki með íslenska landsliðinu í handbolta.

MGB: Þú skaust á það áðan að Gísli hefði fengið meðmæli frá síðustu Skólafélagsstjórn sem er hætt eða að hætta í skólanum en samt ert þú með meðmæli frá Steindóri Grétari sem hefur aldrei verið í MR á sama tíma og þú.

SMS: Jájá ég sagði að ég hefði ekki talað við gömlu stjórnina sem er alveg rétt.


Fylgist með á varðhundunum fyrir viðtöl við inspectors- og forsetaframbjóðendur síðar í dag, eftir Forseta kappræðurnar.
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger