Bæklingar frambjóðenda í stærstu embættin komnir í hús! - ritdómur
Gísli Baldur Gíslason
Forsíða: 9,0
Það þarf ekki að spyrja að því Gilli sé með bestu forsíðuna enda er hann þar á heimavelli og tekur sig vel út í Hugo Boss jakkafötunum sínum. Það er skemmtilegt að baksíðan sé framhald á sömu mynd og lítið i í orðinu inspector sýnir hógværð. Falskt bros og skakkt bindi dregur myndina niður um tvo en það að hann croppaði burt óhnepptu töluna hækkar hann um einn.
Uppsetning: 7,5
Hann er með stærra brot en allir hinir frambjóðendurnir sem gefur honum ákveðið forskot. Einnig eru stefnumálin aðgengileg en sú ákvörðun að hafa mynd af krossabrennu í “bætum böllin” er ekki eitthvað sem mun hreinsa burt fasistastimpilinn af honum. Það verður þó að teljast sterkur leikur að vera með meðmæli frá eina Skólafélagsstjórnarmeðliminum sem er ekki annaðhvort í inspectorsframboði eða kjörstjórn fyrstu opnunni. Bæklingurinn endar ekki vel, klaufalegt hvítt pláss á síðustu blaðsíðu sker í augun. Gat hann ekki bara skellt fálkanum þangað? Skólafélags eða Sjálfstæðis.
Frumleiki: 6,5
Bæklingurinn byrjar strax á klassískum ófrumleika, Gamla Skóla, en þó lætur hann Íþöku fylgja með líka. Hvort það sé mínus eða plús látum við liggja milli hluta. Á-bakvið-tjöldin myndin af honum er hins vegar skemmtileg tilbreyting og opnan þar á eftir er með þeim epískari sem sést hafa. Hann jafnvel sneikar inn einum Obama-brandara þangað. Gæti verið að hann sé í alvöru ekki ógeðslega leiðinlegur? Nei, það getur ekki verið, Hilmar Birgir hefur örugglega stungið upp á djókinu.
Meðmæli: 9,0
Það verður að teljast sterkur leikur að vera með meðmæli frá eina Skólafélagsstjórnarmeðliminum sem er ekki annaðhvort í inspectorsframboði eða kjörstjórn. Á síðustu opnunni er hann svo með 14 meðmæli í viðbót þar sem hann tekur upp á þeirri nýjung að vera í tvígang með ein meðmæli frá tveimur einstaklingum. Meðmælendurnir spanna breiðan hóp MR-inga, allt frá busum og upp í spaða. Eina lélegu meðmælin eru frá einhverjum homma í Verzló enda eru öllum MR-ingum DMS um hvað einhver ömurleg gæi sem enginn þekkir segir um frambjóðendur. 69 stuðningsmennirnir sögðu líka meira en mörg meðmæli enda var sú opna epísk snilld.
Sindri M. StephensenForsíða: 7,0
Sindri hefur augljóslega séð að hin myndin var ekki alveg að virka. Enda Jónatan Atli Sveinsson annálaður lélegur ljósmyndari. Nú er trefillinn horfinn, frakkinn líka og 13° gráðu hallinn er týndur og tröllum gefinn og eftir stendur maður sem er mun traustverðugri. Hann fær plús fyrir að gera sér ekki upp bros, beint bindi og að vera með fallega yfirskrift, hann fær mínus fyrir ósamræmi buxna og jakka, beltisleysi og torskilið augnráð sem segir annaðhvort “þú getur treyst mér” eða “ég fyrirlít þig”.
Uppsetning: 9,0
Sindri kemur á óvart í uppsetningunni og er skýtur hún Gísla ref fyrir rass í þeim efnum. Punktalínurnar á milli meðmæla svínvirka og stefnumálin eru auðlesin. Hann gerir þó þau mistök að minna okkur á skelfilega plakatið sem hann notaði í fyrra og leturgerðin í fyrirsögnunum er frekar væmin þó hún virki vel á forsíðunni. Inspector Clouseau brandarinn fer fyrir ofan garð á neðan. Aðallega neðan.
Frumleiki: 5,5
Líkt og Gísli þá dettur Sindri í gömlu Gamla skóla gryfjuna á forsíðunni og lítið kemur á óvart í bæklingnum. Það er ekki fyrr en lesandinn er kominn neðst á baksíðuna sem hann sér einhverja nýjung, þ.e.a.s. “Hafið samband”-liðurinn sem er frábær fídus. Sindri fær líka plús fyrir að vera með eigin undirskrift í ávarpinu en ekki bara Georgia leturstærð 16, bold.
Meðmæli: 8,0
Sindri er flest meðmæli allra; 22 talsins. Líkt og hjá Gísla spanna meðmælendurnir breiðan hóp MR-inga en hann er ekki með nein ofurmeðmæli líkt og Gísli á fyrstu opnunni (hverjum er ekki DMS hvern Haraldur P styður?). Það er þó sterkur leikur hjá Sindra að tryggja sér meðmæli frá þriðja inspectorsframbjóðandanum, Pésa Gré, líkt og Bjössi gerði í fyrra þegar hann fékk meðmæli frá Jóni Erni. Varðhundum finnast þó einkennilegt að Steindór Grétar, fyrrverandi Framtíðarforseti, gefi Sindra meðmæli þar sem þeir voru aldrei í MR á sama tíma. Augljós kratatengsl þar á bæ, enda bakgrunnurinn á myndinni hans Samfylkingarrauður í stíl.
Magnús Örn Sigurðsson
Forsíða: 8,5
Þegar bæklingurinn hans Magga blasir við manni sér maður hann hefur dottið í gömlu þreyttu Gamla skóla gryfj...nei, bíddu nú við?! Þetta er ekki Gamli skóli! Þetta eru Bessastaðir! Snilld! Meindýrið Daði Helgason pósaði þó vissulega fyrir framan Bessastaði þegar hann bauð sig fram í quaestor en Magnús útfærir þá pælingu mun betur í sínum bækling. Þar að auki er hann ekki með texta á forsíðunni og Framtíðarlógóið kemur skemmtilega út. Hann vinnur þó forsíðukeppnina þegar kemur að kynþokka, enda ómótstæðilegur með 7 vikna Herranæturskeggið sitt.
Uppsetning: 5,5
Mínímalíska hönnunin sem er ríkjandi í uppsetningunni er eitt stórt flopp og halda mætti að bæklingurinn hafi verið settur upp í word. Einnig mætti textinn vera stærri en greinilegt er að Magnús treystir ekki á atkvæði sjónskertra. Hann fær þó plús fyrir skemmtilegar myndir af sjálfum sér sem eru dreifðar um bæklinginn
Frumleiki: 5,0
Magnús er alveg laus við Gamla skóla og hann lét ekki bara taka myndir af sér í jakkafötum heldur einnig í lopapeysu. Þar að auki er hann með frumlegustu kosningamyndirnar yfir höfuð, myndin af honum á Bókhlöðustíg ber af. Tebóhitamælirinn er það eina grafíska í bæklingnum, lítið annað kemur á óvart. Það getur líka ekki talist frumlegt fyrir Forsetaframbjóðanda í ár að hafa meðmæli frá Sveinbirni Finnssyni. Hvernig datt manninum svo í hug að vera í forljótum íþróttaskóm við jakkafötin sín?
Meðmæli: 8,5
Magnús er með 19 meðmæli, fimm fleiri en Dagný og honum tókst einnig að fá meiri spaða á borð við Halla Trompét og Guðmund Egil til að mæla með sér. Hann dettur þó í sömu gryfju og Gilli að hafa meðmæli frá einhverjum plebba sem öllum er sama um. Þar að auki er hann með ljót sólgleraugu. Meðmælin eru mjög aðgengileg og það fylgja myndir með þeim öllum (þessi tíska þekktist ekki í Menntaskólanum fyrr en í byltingarkenndum bæklinga Bjössa inspó í fyrra). Meðmælin hans Finnboga eru skemmtileg þótt það sé hundleiðinlegt að hlusta á hann útskýra þau.
Dagný Engilbertsdóttir
Forsíða: 7,5
Þegar fólk sér forsíðuna á bæklingi Dagnýjar sér það fyrir sér standa “Nóvemberútsalan í Smáralind er hafin” ásamt mynd af einhverju módeli eins og tíðkast á öðrum auglýsingasneplum. Það er nefnilega málið þennan kosningabæking, hann lítur út fyrir að vera einhver auglýsingabæklingur af forsíðunni að dæma. Myndin er hins vegar góð og þar sem forsíðan samanstendur eiginlega bara af myndinni gerir það hana tiltölulega góða.
Uppsetning: 7,0
Uppsetningin er nokkuð fagmennleg og það er augljóst að Dagný hefur fengið hönnuð í verkið eða legið yfir InDesign for Dummies síðustu vikurnar. Hins vegar er rauði liturinn ekki að virka og hvað þá Framtíðarlógóið á síðustu blaðsíðu. Stefnumálin eru ekki mjög skýrt sett fram og textinn í hverju stefnumáli fyrir sig mjög mislangur sem virkar frekar fráhrindandi.
Frumleiki: 5,0
Bæklingurinn getur ekki talist mjög frumlegur en reynt er að brydda aðeins upp á hann með polaroid myndum með alveg hilarious textum undir (!), þetta er líklega gert til þess að sýna að á bakvið hrjúfu yfirborði leynist...uhh...flippari? Hver svo sem tilgangurinn er, lífgar þetta upp á bleðilinn. Hún dettur ekki í Gamla skóla gryfjuna og bæklingurinn er í landscape broti sem getur talist galli eða kostur, en það er allavega eitthvað sem engin af hinum frambjóðendunum duttu í hug. Hún hefur einnig sína eigin undirskrift í ávarpinu sem er alltaf ánægjulegt.
Meðmæli: 4,5
Dagný er með 14 meðmæli í bæklingnum en þau fjögur sem hún gerir hæst undir höfði eru frá Gísla Baldri, Emil Harðarsyni, Kristrúnu Mjöll og Antoni Elfari. Það er sterkur leikur hjá henni að nýta sér Gísla Baldur en þeir tveir síðarnefndu eru lítt þekktir innan skólans og Emil Harðarson, sem er heldur ekki mesti spaðinn í skólanum, gaf mótframbjóðenda Dagnýjar einnig meðmæli. Tveir af hinum meðmælundunum gengisfelltu sín meðmæli á sama hátt (Birta Ara og Sveinbjörn). Hin átta meðmælin eru ekkert betri og sex þeirra fylgja ekki einu sinni myndir.