Þótt frambjóðendur virðist ætla að sniðganga stjórnirnar í ár er enginn skortur á frambjóðendum í önnur embætti. Þar kemur fátt á óvart nema ótrúlegur fjöldi í nýja félag Framtíðarinnar, Spáfélagið. Það eru alls fimmtán frambjóðendur sem bjóða sig fram en kosið er eftir þriggja manna listum. Margir af þessum frambjóðendum eru alls ekki að spaðast heldur sækjast stíft eftir atkvæðum. Þar má nefna framboðið
Völvur en þær klæddu sig upp eins og sígauna fyrir myndatökur og hafa hengt upp plaköt og framboðið
Venefici, en það þýðir einmitt kristalskúla á Latínu, en þau lögðu mikið á sig í fótósjopp fyrir kosningabæklingin. Eina manneskjan sem greinilega hefur engan metnað fyrir sínu framboði er Andri Gunnar Hauksson, 5.Y. Hann hefur fengið til liðs við sig pópulistana Kristínu Telmu og Hólmar Hólm og hefur myndað sannkallað ofurframboð til Spáfélagsins. Hann sagði í viðtali við Varðhundana að slagorð hans framboðs væri
Spá í að slaka en blaðamaður verður að lýsa yfir ánægju sinni með að Andri er kominn úr þessari drjólamenningu 6. bekkinga og farinn yfir í rólegri sálma. Eftir stendur þó spurningin hjá Varðhundum, hvað er þetta fólk að spá? Eru það hinir óplægðu akrar nýja félagsins eða aukinn áhugi fólks á kukli með innreið 21. aldarinnar sem laða fólk að félaginu? Og síðast en ekki síst: Fer Skólafélagsstjórn aftar á merina fyrir að virkja ekki kukláhuga nemenda?