Svo virðist sem frambjóðendur ætli að leggja allt í sölurnar í ár en erkispaðinn Halli Kri. sem býður sig fram til Framtíðarstjórnar hefur herjað á tölvustofur skólans í allan dag. Svo virðist vera sem að hann hafi breytt veggfóðri allra tölva skólans. Veggfóðrið er einfalt, það sýnir Sveinbjargarmyndina af Halldóri og slagorðið
Björgum Framtíðinni - Halldór í Framtíðarstjórn . Þegar Varðhundar komu í tölvustofunnar var Rúnar, kerfisfræðingur skólans, á fullu að breyta til baka. „
Svona frambjóðendur tapa mest á þessu sjálfir...“ sagði Rúnar þegar Varðhundar spurðu hann út í málið.
„Myndi maður reyna að vinna hylli Portners með því að setja fæturna upp á borð? Nemendur vilja bara sín eigin veggfóður - þeim er illa við svona breytingar...“ hélt Rúnar áfram. Að sögn þeirra nemenda sem blaðamaður talaði við fannst þeim þetta skemmtileg tilbreyting og frumleg kosningaherferð. Hver hefur rétt fyrir sér, Rúnar eða nemendur? Mun Halldóri vera vísað úr slagnum fyrir að brjóta reglur kjörstjórnar? Fylgist með á Varðhundunum.