<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, March 19, 2006
  Image hosting by TinyPicÞeim skötuhjúunum síðhærðu Gunnari Dofra og Brynju Björgu virðist koma ágætlega saman þrátt fyrir að óbrúanleg gjá hafi myndast milli þeirra hvað pólitískar skoðanir varðar. Brynja situr í stjórn Ungra Vinstri grænna og Gunnar Dofri bauð sig fram í 9. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Gunnar er einmitt í framboði til Scribu, ritara í skólafélagsstjórninni. Eftir ítrekaðar tilraunir náðu varðhundarnir loksins í hann:

Vh: Sæll Gunnar, þar sem þú ert nú að bjóða þig fram í scribu, telurðu að stjórnmálaskoðanir þínar muni á einhvern hátt lita embættið?
Gunnar: Tja, nú hefur scriban alltaf verið nokkurs konar Trotský í stjórninni, þessi misskildi snillingur sem er rekinn með skömm vegna einræðistilburða Inspectors. Skemmst er nú að minnast þegar Einar Búi Magnússon sem gegndi því embætti í fyrra að Jón Bjarni seildist sífellt til aukinna valda þrátt fyrir að 5 ára áætlanir hans hafi mistekist.
Vh: Nú talar þú um Trotský sem misskilinn snilling, eru það vinstri sinnuð áhrif frá unnustu þinni?
G: Ég þvæ hendur mínar algerlega af þeim ásökunum. Sjálfstæðisflokkurinn er sko kominn til að vera og það er bara tímaspursmál hvenær fólk sjái hið eina rétta. Sem scriba mun ég einnig tryggja nægt flæði fjármagns frá Flokknum í skólafélagsstjórnina, sem mótframbjóðendur mínir geta ekki með nokkru móti uppfyllt.

Varðhundarnir náðu einnig í skottið á Hildi Kristínu, öðrum mótframbjóðanda Gunnars.

Vh: Nú hyggst Gunnar Dofri láta skólafélagsstjórnina nærast á spena Sjálfstæðisflokksins nái hann kjöri, hyggst þú grípa til svipaðra aðgerða?
Hildur: Að sjálfsögðu, þetta er nauðsynlegur hluti af embættinu rétt eins og allt annað. Fjármagn Morkinskinnu verður jú að koma einhvers staðar frá. Ég hef sett mig í samband við Framsóknarflokkinn og mun hann standa við bakið á mér, auk þess sem hann veitir nemendum landbúnaðarstyrki sem ekki eiga heima á höfuðborgarsvæðinu.
Vh: Telur þú að hinir pólitísku andseglar sem ríkja milli Gunnars og Brynju muni hjálpa honum í kjöri?
H: Það er ómögulegt að spá fyrir um það. En vegna fylgi míns við Framsókn fyrirgeri ég rétti mínum til að leika sama leik.

Bára Dís þverneitaði viðtali þrátt fyrir þrákelkni varðhunda, en vildi þó taka skýrt fram að Frjálslyndi flokkurinn myndi útdeila loðnukvóta handa öllum þeim sem hana kysu.

En hvers eiga kjósendur að gjalda? Hvaða flokksmerki verður á Morkinskinnu 2006-7? Hvað verður um þá sem láta gylliboð frambjóðenda glepja sig á kjördag? Og hvers vegna á Samfylkingin engan pening?
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger