<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 20, 2006
  Þótt margar kosningaauglýsingar skólans hafi einfaldlega týnst í hinu mikla pappírshafi sem þakti veggina strax á mánudag leyndust nokkrar eftirtektarverðar hér og þar. Nú verður stiklað á stóru yfir áróður dagsins.

Image hosting by TinyPic
Strax og varðhundur hugðist bregða sér á klósettið var hann umlukinn nöktu kvenfólki á alla lund. Aðspurðar sögðust hinar ungu stúlkur setja meiri nekt í blaðið og auka kynþokka ritstjórnar frá því sem nú er.

Gunnhildur Vala Hannesdóttir, frambjóðandi í collegu hafði hertekið einn vegginn niðri í Cösu og hengt upp flennistórar myndir af sér fyrir framan kirkjubyggingar. Þykir næsta víst að prentunarkostnaðurinn komi úr söfnunarbauk einhverra grunlausra sóknarbarna sem eigi sér einskis ills von.
Nektin virtist skila sér sem öflugt áróðurstæki hjá fleiri frambjóðendum. Gunnar Dofri scribuframbjóðandi sýndi bæði bringuhárin sín á auglýsingu sem vísaði í þekkta rokkhljómsveit, The Doors. Frambjóðendur í íþróttaráð svifust einskis og sást einn kandídatinn á mynd að hjálpa félaga sínum við lyftingarnar kviknakinn.
Image hosting by TinyPic
Í Framtíðarforsetaslagnum virðist allt geta gerst. Magnea Arnardóttir var búin að koma sér þægilega fyrir á veggjum skólans með smekklegu veggspjaldi sem vakti nokkra athygli. Svanhvít Júlíusdóttir mótframbjóðandi hennar hafði aftur á móti ekki hafið neina auglýsingastarfsemi sem þykir í hæsta máta undarlegt. Hvorugur frambjóðandinn hefur þó opinberað nokkra stefnuskrá sína og er í raun ýmislegt enn á huldu í þessu sambandi.
Image hosting by TinyPic

Mestu athygli vakti þó ungur frambjóðandi í kvikmyndadeild, Arnar Tómas Valgeirsson sem gekk á milli og dreifði örsmáum dreifimiðum með mynd af kettlingi að hlaupa undan óargadýrum og fyrir neðan stóð: "Í hvert skipti sem Arnar Tómas er ekki kosinn í kvikmyndadeild, þá drepur guð kettling. Í guðanna bænum hugsið um kettlingana!"
Þykir næsta víst að hér sé enginn Guð að verki heldur að Arnar Tómas sjálfur hyggist sjá um fjöldamorðin. Þetta kosningabragð er með því svívirðilegra sem varðhundar hafa séð.
Image hosting by TinyPic

Og baráttan mun aðeins harðna eftir því sem líður á vikuna. Við minnum á kappræður Inspectors kandítatanna í hádegishléinu á þriðjudaginn og hvetjum nemendur til að láta skoðanir sínar í ljós eða spyrja spurninga sem kannski enginn annar þorir að spyrja. Lifi réttlætið! 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger