<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Sunday, March 19, 2006
 
Kosningabaráttan ekki fjármögnuð með erlendum lánum!


Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Olga Sonja býður sig fram til forseta listafélagsins. Öflug áróðursvél hennar hefur fleytt nafni hennar inn á hvert heimili og þykir sumum nóg um. Raddir örfárra efasemdarmanna hafa gerst háværari eftir því sem stuðningsmönnum hennar fjölgar og þykir Varðhundum skylt að vísa kjósendum á sannleikann. Nýverið birtist skýrsla frá dönsku fyrirtæki þar sem því er haldið fram að kosningabarátta Olgu sé fjármögnuð með stórum lánum í erlendum gjaldeyri. Lán þessi eiga samkvæmt skýrslunni að falla á Olgu árið 2008.
Við tókum Olgu tali og spurðum hana spjörunum úr.


Blm.Vh.: Olga, hvað segir þú um dönsku skýrsluna?
Olga (kveikir sér í sígarettu): Þetta er allt saman hið mesta kjaftæði. Ég og starfsystur mínar á Íslandi stöndum sterkari fótum en nokkru sinni fyrr. Ég fullvissa ykkur um að útrásin er kostuð með íslensku fé.
Blm.Vh.: En hvað segir þú um að slíkt fé geti ómögulega komið saman á einum stað í svo fámennu þjóðfélagi?
Olga: Kjaftæði. Líka þetta með rússnesku mafíuna og nasistagullið. Þetta eru allt mínir peningar.
Blm. Vh.: Þakka þér fyrir spjallið, Olga.


Segir Olga sannleikann? Er íslenskt efnahagslíf að grafast lifandi undir skuldum örfárra einstaklinga? Hversu langt er hægt að ganga fyrir eitt embætti? 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger