<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 16, 2006
  Gelt! Varðhundar lýðræðisins eru komnir á stjá til að svipta hulunni af óprúttnum frambjóðendum og sýna kjósendum þeirra innri mann (menn).
Viðfangsefni hundanna að þessu sinni er að rífa í sig könnun Loka Laufeyjarsonar sem birtist í snepli þeirra í dag.
Ekki byrjaði umfjöllunin vel, en Loka-menn slepptu einum inspectors-frambjóðanda undir því yfirskini að þeim hafi ekki borist heimildir um framboðið í tæka tíð.

Varðhundar gera því skóna að könnunin sé ekkert nema fyrirlitlegt pólítískt bragð, til þess ætlað að grafa undan trúverðugleika Gunnars Arnar sem frambjóðenda til Inspectors.
Hundarnir hittu hann að máli á ótilgreindum stað og spurðu hann nokkurra spurninga.

Blaðamaður Varðhunda: Gunnar, hvað finnst þér um að eiga engan séns samkvæmt könnun sem birt er öllum kjósendum?
Gunnar: Jaa, ég er bara alls ekkert sáttur, ég á samt séns í allar busastelpurnar...
Blm. Vh: Þykja það ekki ólýðræðisleg vinnubrögð að birta slíka könnun svo skömmu fyrir kosningar?
Gunnar: Já jú, þetta er augljóslega runnið undan rifjum Zionista, en eins og allir vita er annar mótframbjóðandi minn af gyðinglegum uppruna. Hann er umskorinn, gáiði bara...!
Blm. Vh: Þú heldur því þá fram að Loki sé málgagn Fannars Freys Ívarssonar, Forseta Framtíðarinnar?
Gunnar: Óhikað, já.

Nú hljóta varðhundar að spyrja: Á hvaða leið er kosningabaráttan í Lærða skólanum?
Hvers eiga frambjóðendur af alþýðuættum að gjalda, þegar vellauðugir auðmannssynir kaupa stuðning vikublaða og nota þau til að troða áróðri sínum í kok kjósenda?
Gelt! 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger