<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 23, 2006
 

Nú styttist óðum í að kjördagur renni upp og ekki úr vegi að fjalla um eitt veigamesta embætti næsta árs. Mikil pólitísk pressa verður á forseta Vísindafélagsins að fylgja eftir góðu starfi Einars Búa og vera ímynd skólans út á við í vísindapressunni. Tveir frambjóðendur keppa um hnossið, þeir Dagur Snær Sævarsson og Einar Bjarki Gunnarsson og bendir allt til afgerandi sigurs þess síðarnefnda. Varðhundar ákváðu að gera könnun á fylgi nemenda við þessa kandídata og komast að ástæðu þess að einn æðsti embættismaður skólans sagði kjósendur ,,búna að gera upp hug sinn."

Í hinni óformlegu könnun hlaut Einar Bjarki heil 94.7% atkvæða, en 5.3% voru auð og ógild. Varðhundarnir söfnuðu saman nokkrum athugasemdum sem þátttakendur voru beðnir að koma fyrir á spássíu.

,,Dagur er bara í slagnum fyrir sjittið, embættismannaferð og spaðalæti, það er engin alvara í þessu!"
,,Dagur.. hann er slappur. Virkilega slappur."
,,Ef einhver les þetta vil ég koma því á framfæri að Einar Bjarki er einn sá allra mesti vísindamaður sem ég veit um, hann er líka frábær náungi. Ef svo ólíklega vildi til að hann sigraði ekki, krefst ég þess að atkvæði verði endurtalin."
,,visindi.dagur.org? Hégómleg tilraun til að koma sjálfum sér á framfæri."

Ef svo fer sem horfir hjá Degi er öll von úti. Hann hefur lítinn tíma til að snúa áliti kjósenda, að öðrum kosti verður ávarp Einars Bjarka í De Rerum Natura að ári.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger