Framboð í embætti Framtíðarinnar eru enn á huldu en Varðhundar veita ykkur fréttirnar um leið og þær berast. Helgi Egilsson ætlar sér embætti Forseta Skákfélagsins árið 2006-7. Stór meirihluti kjósenda veit hins vegar ekki ævisögu Helga, enda er hann með þeim allra elstu sem enn eru kjörgengir. Hann hvarf til Argentínu meðan jafnaldrar hans sátu 5.bekk en meðan á dvöl hans þar í landi stóð bárust mörlendingum til eyrna fregnir af stórfelldum byltingartilraunum í höfuðborg landsins, Buenos Aires. Varðhundar spjölluðu stuttlega við Helga.
Blm. Vh: Helgi, óttaðistu um líf þitt í þessu ófriðarástandi?
Helgi: Nei, compadre, ég var í góðum höndum, tilbúinn að taka völdin ef Argentína þyrfti á mér að halda.
Blm. Vh: Taka völdin?
Helgi: Si, sjáðu til compadre, ég fór í þeim tilgangi einum að frelsa Argentínu og ganga til liðs við þau lönd sem lengra eru komin í þessa átt.
Blm. Vh: Hvernig eru þín samskipti við Castro?
Helgi: Áttu við í dag eða yfirleitt? Hann vaknaði frekar seint í morgun, ég hef ekki heyrt frá honum síðan.
Blm. Vh: Viltu koma einhverjum skilaboðum á framfæri til kjósenda?
Helgi: Viva la revolucion! Viva la mujeras!
Verður Skákfélagið að þrýstihópi ráðstjórnarsinna? Er kommúnisminn að ,,koma aftur"?