<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 22, 2006
 
Image hosting by TinyPic
Kosningaslagurinn um gjaldkera Skólafélagsins er rétt nýhafinn. Þau Guðmundur Egill Árnason, Daði Helgason og Elísabet Kemp Stefánsdóttir reyna öll að skara eld að sinni köku og skiptir hér hvert atkvæði máli.
Guðmundur Egill er af merkum ættum kominn, en faðir hans er Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og fyrrum borgarstjóri. Varðhundar mæltu sér mót við hann:

Vh: Þín kosningabarátta hefur aðallega falið í sér myndir af þér með peningahrúgu upp að hálsi. Hvaðan kemur þetta fjármagn?
Guðmundur: Þetta eru allt seðlar sem pabbi plöggaði, og mun ég leggja þá beint inn í höfuðstól Skólafélagsins verði ég kjörinn.
Vh: Getur verið að þetta sé ágóði söluvarnings sem herinn mun skilja eftir á Keflavíkurflugvelli?
G: Ha, nei, sko, ég meina, auðvitað ekki. Pabbi fann þetta bara oní skúffu þegar við vorum að taka til um daginn. Verði ég kjörinn mun ég flytja Selið á Miðnesheiði og halda reglulegar ferðir þangað fyrir þennan pening.
Vh: Hvað um önnur stefnumál þín?
G: Önnur stefnumál? Ég styð einstefnu."

Elísabet Kemp vandaði Guðmundi ekki kveðjurnar. "Hann er uppfullur af spillingu og kann ekki einu sinni á Excel! Og svo þykist hann eiga merkilegan pabba! Hvers eigum við hin að gjalda?"

Daði Helgason tók í sama streng. "Þið ættuð að sjá þennan dreng í spilavítinu. Eigendurnir fella tár þegar hann gengur þaðan út með útbólgna vasa."

Kjósendur, varið ykkur á þessum manni! Með hvítþvegið auðmagn og siðleysið að vopni er hann til alls vís. Guðmundur Gróði lofar máski öllu fögru dagana fyrir kosningar en mannkynssagan hefur sýnt að svona manngerðum ætti að taka með gát. 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger