
Laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt þriðjudags barst Varðhundum símtal á þéttsetna skrifstofu þeirra. Í símanum var maður sem notaðist við raddbreyti, bað hann Hundana að hitta sig á ótilgreindum stað því hann byggi yfir mikilvægum upplýsingum. Hundarnir samþykktu að hitta manninn, einan og óvopnaðan. Þegar komið var á staðinn fundu Varðhundarnir mann í rykfrakka í skuggsælasta horni yfirgefnu vörugeymslunnar. Hann tilkynnti þeim að skrif Varðhunda vektu athygli manna í ,,æðstu embættum" eins og hann orðaði það, opnaði skjalatösku fulla af peningum og bauð Varðhundum fyrir að hætta störfum.
Varðhundarnir setja engan verðmiða á lýðræðið. Hér skulu birtast allar fréttir fram að kosningum og engum verður sleppt, þó vort hundalíf sé lagt að veði. Allt í þágu hins almenna kjósanda. Lifi tjáningarfrelsið!