<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 30, 2011
 

Topp 3 ofmats framboð

3. Veiðifélagið

Sá hópur sem hefur séð um útgáfu MT þetta vormisserið og kallar sig Veiðifélagið ætlar sér stóra hluti í komandi kosningum. Alls eru þrír af sjö sem hafa ákveðið að bjóða sig fram til stjórnarembætta.


OFMAT!


2. Busaframboð

Vanalegt þykir að nokkur busaframboð berist en busarnir í ár eru sérlega kokhraustir. Alls hafa borist 25 (já 25!) framboð þar sem einn eða fleiri busar bjóða sig fram til embættis. Hæst ber að nefna markaðsnefndabusana og skreytinganefndabusana. Hæstast ber þó að nefna Árna Beintein sem býður sig ekki bara fram í MT heldur líka Loka!


OFMAT!!


1. Skólablaðsklíkan

Margir muna eftir hinu svo kallaða “stóra plani” sem misheppnaðist herfilega! En sama er upp á teningnum í ár því meðlimir ritstjórnar Skólablaðsins Skinfaxa sjá ekki sólina fyrir ný útgefnum blaðasefli sínum og hafa þar af leiðandi öll ákveðið að bjóða sig fram í stjórnarembætti.

Adolf – Framtíðarstjórn

Anna Lotta – Collega

Birgitta – Questor

Heiður – Collega

Hörn – Scriba

Kristín – Framtíðarstjórn

Ragnhildur – Herranæturstjórn


OFMAT!!!


Topp 3 ofmats embætti


3. Lagatúlkunarnefnd

Lagatúlkunarnefndin virðist vera með fasta áskrift af framboðum sem verður að teljast fáránlegt. Aðallega er það undarlegt þar sem Lagatúlkunarnefnd gerir nánast ekki neitt en einnig vegna þess að það að sitja í Lagatúlkunarnefnd hefur aldrei komið neinum áfram. Í ár eru einmitt fimm framboð til Lagatúlkunarnefndar.


OFMETIÐ!


2. Íþróttaráð

Þó svo að íþróttaráð hafi vissulega einhvern tilgang, takmarkast hann við það að skipuleggja íþróttaviðburði og fylgjast með MR-ingum flitza í hinum ýmsu íþróttagreinum sem verður seint talin góð skemmtun. Í ár hafa borist fjögur framboð í Íþróttaráð.


OFMETIÐ!!


1. Skólanefndarfulltrúi

Það er aðeins einn nemandi í MR sem veit í hverju starf Skólanefndarfulltrúa felst en öllum öðrum er drullusama. Þess má einmitt til gamans geta að auðir kjörseðlar sigruðu kosningar til skólanefndarfulltrúa í fyrra en í ár hafa borist fimm framboð í þetta embætti.


OFMETIÐ!!!

 
|
 
Bæklingar

Bæklingar inspectorsframbjóðenda barst til nemenda snemma að morguni miðvikudags. Langt er síðan bæklingar inspectorskandítata hafa borist svo seint í hús og aldrei hafa báðir forsetaframbjóðendur dreift sínum gögnum á undan. Þessi framkoma verður ekki talin til fyrirmyndar en Varðhundar ætla þó að rýna í gögn frambjóðenda og stefnumál þeirra.

Inspector

Hannes Halldórsson:

Forsíða – Hannes hefur ákveðið að fara þá frumlegu leið að hafa Gamla skóla í bakgrunn og hefur farið í sitt fínasta púss fyrir tilefnið og skorar þar á Þengil í hans eigin leik. Hannes virkar sannfærandi með klassískt og hrokafullt smeðjuglott og uppstillingin er fín. Myndin í heild hefur þó frekar óhreint yfirbragð og hefði hann mátt reyna að koma í veg fyrir að láta skólabygginguna líta út eins og eyðibýli.

Einkunn: B- (Ágætis mynd, skorar lágt í frumleika og hefði mátt vera betur unnin)

Uppsetning – Ekkert í bæklingnum sjálfum grípur augað og er hann frekar flatur í gegn. Ljósbrúni liturinn í bakgrunn gefur manni tilfinninguna að maður sé að lesa skinnhandrit eða að pappírinn sé á einhverju ókláruðu stigi á milli þess að vera tré eða pappír.

Einkunn: C+

Stefnumál – Stefnumálin virka ekki mjög sannfærandi og fyrstu fjögur stefnumálin gefa frekar til kynna að Hannes sé á leið í Íþróttaráð en inspector. Hannes fær þó stig fyrir viðleitnina að bjóða upp á nýjungar en MR verður þó seint talinn sem íþróttaskóli svo Varðhundar efast um að þær hitti beint í mark.

Einkunn: C-

Meðmæli – Meðmæli Hannesar koma mestmegnis frá kórmeðlimum eða bekkjarsystkinum. Hans stærstu meðmæli eru frá Ingu Maríu sem sat með honum í stjórn í ár en Varðhundar telja að lág prósenta nemenda kannist yfir höfuð við hana. Í heildina eru meðmælin fremur ótraustvekjandi þar sem þau koma aðallega frá vinum sem fæst geta talist sérfróð um stjórnarembættin.

Einkunn: D+

Heildareinkunn: C



Þengill Björnsson:

Forsíða – Þengill hefur ákveðið að fara þá leið að hafa Gamla skóla ekki í bakgrunn heldur setur hann bakgrunninn í algjört aukahlutverk og beinir athyglinni að sjálfum sér. Þrátt fyrir svarthvíta mynd gerir hann forsíðuna líflega með krúttlegu brosi og rauðum borða.

Einkunn: B (Stílhreint, vinalegt og straight to the point)

Uppsetning – Þengill býður upp á líflega uppsetningu og notar rauðan lit og upphleyft letur til að brjóta upp textann. Hann lífgar einnig mjög mikið upp á textann með myndum hér og þar. Þengill fær þó mínus fyrir að hafa myndir með sumum en ekki öllum meðmælum.

Einkunn: B+

Stefnumál – Stefnumál Þengils eru mörg og spanna alla starfsemi Skólafélagsins. Hann eyðir ekki of mörgum orðum í hvert stefnumál en kemur þó skilaboðunum ágætlega til skila. Ekki er mikið um nýjungar en hann virðist þó hafa íhugað það hvernig bæta má helstu atburðina.

Einkunn: A-

Meðmæli – Þengill fær meðmæli úr mörgum og mismunandi áttum og beitir þeim sterka leik að fá meðmæli frá bæði hópum og einstaklingum. Hann einblínir á þá hópa og nefndir sem hann hefur unnið með en hendir inn tveimur meðmælum frá vinum.

Einkunn: A

Heildareinkunn: B+

Forseti

Eygló Hilmarsdóttir:

Forsíða – Eygló leitast eftir Sjálfstæðislúkkinu á forsíðunni þar sem blái liturinn er allsráðandi. Reyndar dregur liturinn fram fagurblá augu hennar og varaliturinn brýtur heildaryfirbragðið eilítið upp. Eygló skartar klassíska frambjóðandabrosinu og leyfir hárinu að njóta sín en hendurnar í vasanum eru dáldið þvingaðar.

Einkunn: B (Fullmikil pólitík en þó grípandi)

Uppsetning - Bæklingurinn er gríðarlega veglegur og toppar báða inspectorsbæklingana í stærð. Uppsetningin er svipuð og hjá Þengli en Eygló beitir rauða litnum til áherslu en það er þó algjörlega á skjön við forsíðuna. Þrátt fyrir mikinn texta er bæklingurinn full stór og fara heilar þrjár síður til spillis.

Einkunn: B+

Stefnumál – Eygló er með mörg stefnumál og eru þau ágætlega útfærð. Hún tekur á flestum þáttum Framtíðarinnar og eyðir passlega mörgum orðum í hvert og eitt stefnumál. Eygló býður uppá fáar nýjungar en eyðir í staðinn orðum í að telja upp leiðir til að bæta það sem miður fór í ár, enda kannski tilefni til.

Einkunn: B

Meðmæli – Aldrei fyrr hafa sést fleiri meðmæli en Eygló fyllir heilar þrjár blaðsíður af fólki að segja hvað hún er frábær. Hún fær meðmæli frá allri flórunni, allt frá busum og út fyrir veggja skólans.

Einkunn: A

Heildareinkunn: B+



Kári Þrastarson:

Forsíða – Kári er í mun einfaldari pælingum í sínum bæklingi og það kristallast í forsíðunni. Forsíðan er hvít með svörtu letri og mynd af Kára í svörtum jakkafötum og í hvítri skyrtu. Myndin er þó einkar vinaleg og brosið fallegt.

Einkunn: B- (Einfaldleikinn í fyrirrúmi en kannski aðeins of flöt)

Uppsetning – Bæklingar frambjóðendanna tveggja eru varla sambærilegir að því leiti að talsverður stærðarmunur er á þeim. Kári kemur því öllum stefnumálum sínum fyrir á einni opnu. Bæklingur Kára tekur krappa beygju þegar litið er inn fyrir forsíðuna en þar tekur á móti manni skemmtileg litasprengja sem að grípur augað um leið.

Einkunn: B

Stefnumál – Stefnumál Kára eru fá þar sem bæklingurinn býður ekki upp á miklar málalengingar. Því beinir hann athyglinni að stærtu viðburðunum og útskýrir stefnumál sín ágætlega.

Einkunn: B-

Meðmæli – Kári fór þá leið að fá engin meðmæli frá vinum og kunningjum en ákvað að nýta það pláss sem hann hafði til að kynna sjálfan sig sem er sterkur leikur þar sem hann er ekki eitt þekktasta andlit skólans.

Einkunn: N/A

Heildareinkunn: B-

 
|
Monday, March 28, 2011
 
Stjórn Framtíðarinnar

Að þessu sinni eru það níu frambjóðendur sem koma til með að berjast um þau fjögur sæti sem laus eru í stjórn Framtíðarinnar. Í gegnum tíðina hafa embætti meðstórnenda Framtíðarinnar verið vel sótt af framapoturum í leit að hámarks athygli en lámarks ábyrgð. Gera má ráð fyrir að lítil breyting verði á því í ár en Varðhundarnir ákváðu að kynnast frambjóðendunum þessum aðeins betur.



Arnór Gunnar Gunnarsson:

Þó svo að Arnór verði seint talinn fyrirferðamikill hefur verið nánast ómögulegt að komast hjá því að sjá drenginn bregða fyrir á ólíklegustu stöðum. Hann er líklegast frægastur fyrir einkar furðulega framkomu og hjákátlega fimmaurabrandara en Arnór vill einnig helst ekki að teknar séu myndir af honum öðruvísi en að hann sé með annað hvort stórfurðulega hatta á höfðinu eða haldandi á ávöxtum. Tilgangur þessa framboðs er því einkar augljós en Arnór þjáist af óslökkvandi athyglisþörf því má ætla að Framtíðarstjórn sé fullkominn vettvangur fyrir þennan þorsta hans.



Elísa Rut Gunnlaugsdóttir:

Elísa Rut er að öllu óþekkt númer og virðist hún hafa fengið sig full sadda af því að fólk viti almennt ekki hvað hún heitir. Þar sem Varðhundarnir vissu ekki mikið um hana fyrir ákváðu þeir að spyrja hana hver tilgangur framboðs hennar væri. Svaraði hún þá að hún væri einfaldlega orðin leið á því að strákar spyrðu hvort að hún væri ekki í MS, því að hún er sko alveg klár. Svo væri hún líka langheitasti frambjóðandinn þannig hún væri bókað að fara að vinna.



Sara Kristjánsdóttir:

Sara Kristjánsdóttir hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hún þjónaði MR-ingum í Kakólandi á sínum tíma með Tetussunum frægu. Hún hefur þó ekki farið langt enda eyðir hún öllum sínum stundum í Cösu annað hvort með bók í hönd eða þá að spjalla við menn á borð við Hrafn Dungal og Ágúst Inga. Hún telur sig þó hæfa til að starfa í stjórn Framtíðarinnar og býst við því sýnileiki sinn komi sér alla leið. Helsti keppinautur Söru mun vera Elísa Rut en þær eiga það sameigilegt að ætla að nýta sér óbeislaðan kynþokka sinn til að koma sér á framfæri og gaman verður að fylgjast með Tetussunni og MS-ingnum kljást í komandi viku.



Margrét Arna Viktorsdóttir:

Margrét Arna hefur á síðast liðnu skólaári setið í Lagatúlkunarnefnd og er jafnframt fyrsta stelpan til að sitja í þeirri tilgangslausu nefnd í mörg ár. Hún hefur þó staðið sig eins og hetja við að túlka lög Skólafélagsins á Skólafundum þessa árs ásamt kollega sínum, Arnóri Gunnari. Samkvæmt heimildum Varðhundanna fannst þeim túlkun á lögum Framtíðarinnar ábótavant þetta árið og vilja bæta úr því með ótakmarkaðri lögfræðikunnáttu sinni.



Kjartan Orri Þórsson:

Kjartan Orri er enn einn athyglissýkti frambjóðandinn en han

n vonast eftir að fá enn meiri athygli í 5. bekk en hann hefur fengið nú í ár. Honum finnst ekki nóg að fá sínar 3 mínútur á Orranum, heila önn í ritstjórn Loka Laufeyjarsyni og starf gestakynnis á Söngkeppninni en nú vill hann að busastelpurnar viti alveg upp á hár hver hann er á busaballi næsta árs. Hans helstu stefnumál eru að gera hljómsveitina Joe and the Dragon að opinberri skólahljómsveit MR og að halda megaviku aðra hverja viku þar sem hann mun sjálfur troða upp í öllum hádegishléum.



Ágúst Ingi Guðnason:

Ágúst er hvað þekktastur fyrir að koma úr hópi sem kallast Gemlingarnir en það er hópur nokkurra 5. bekklinga sem vaða uppi um ganga skólans öllum stundum. Hann hefur einnig á einhvern ótrúlegan hátt nennt að sitja í Árshátíðarnefnd bæði Skólafélagsins og Framtíðarinnar þetta skólaárið svo halda mætti að hann hefði dálæti af því að gera leiðinlega hluti. Hann er þó orðinn þreyttur á því að vera kenndur við Gemlingana og vill frekar vera þekktur fyrir það að sitja í stjórn Framtíðarinnar.



Kristín Ólafsdóttir:

Hún Kristín er fyrri kandídatinn úr ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa sem ætlar að koma sér inn í Framtíðarstjórn. Hún, líkt og vinkonur hennar, telur sig fullkomlega hæfa í stjórnarstörf eftir þá gífurlegu reynslu sem fæst úr því að ritstýra heilu blaði. Kristín sker sig þó úr þessum hópi frambjóðenda en hún hefur ekki áhuga á ábyrgðinni og athyglinni, hún vill bara fá að starfa með honum Dolla vini sínum og er hrædd um að hann fjarlægist hana um of ef hann er í stjórn en ekki hún.



Adolf Smári Unnarsson:

Adolf, eins og margir vita, ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í embætti forseta Framtíðarinnar en dró það framboð sitt til baka korter í fimmtudags fundinn í seinustu viku. Hann hefur tekið ráði Varðhundanna um að fara hægar í hlutina og ákvað greinilega að sækja sér reynslu úr stjórnarstörfum og bíða með forsetaframboð sitt þangað til hann viti eitthvað hvað slík störf fela í sér. Þess má þó til gamans geta að í Kosningablaðinu var Adolf með lengri kosningagrein en báðir forsetaframbjóðendurnir til samans og ef nemendur munu kjósa út frá því góða blaði má áætla að Adolf fái betri kosningu en Jóhann Páll Jóhannsson á sínum tíma.



Fannar Örn Arnarsson:

Fannar er einn af sykursætu strákunum úr Veiðifélaginu. Veiðifélagið hefur gert það gott á þessu skólaári og hafa þeir verið duglegir við það að gefa karlpening Menntaskólans ráðeggingar við veiðar á kvenkyns einstalingum. Varðhundarnir hafa hins vegar komist að því að framboð strákanna í Veiðifélaginu sé hugsað í öðrum tilgangi en að hafa áhrif á félagslífið. Framboð þeirra er nefnilega gert í rannsóknarskyni en tilraunin felst í því að athuga veiðimöguleika stjórnarmeðlima og munu niðurstöðurnar vera bornar saman við niðurstöður þeirra meðlima Veiðifélagsins sem ekki gegna stjórnarembættum. Varðhundarnir fagna vissulega öllum aðgerðum í þágu vísindanna en setja þó spurningarmerki við þann vettvang sem Fannar og veiðifélagar hans hafa kosið sér.

 
|
 
Stjórn Skólafélagsins

Samtals bjóða ellefu einstaklingar sig fram í stjórnarembætti Skólafélagsins, að Inspectors frambjóðendum undanskildum. Þessi framboð skiptust eins ójafnt niður á embættin þrjú og hugsast gæti. Skoðum þau aðeins nánar:

Scriba scholaris:

Aðeins barst eitt framboð til embættis scribu í ár. Þetta verður að teljast heldur óvenjulegt þar sem búist var við að fleiri vildu feta í fótspor undrabarnsins Einars Lövdahl og gegna þessu næststærsta embætti Skólafélagsins. Því er augljóst að eini frambjóðandinn verður (nánast) sjálfkjörinn í þetta embætti og verður það að teljast skammarlegt. Eini frambjóðandinn í þetta embætti er Hörn Heiðarsdóttir, ritstýra Skólablaðsins, og mun hún há harða baráttu við auða kjörseðla á föstudaginn næstkomandi.

Hörn hefur ákveðið að fara hina svokölluðu “Vesturbæjarleið” en hún er kennd við tvo hárprúða drengi úr vesturbæ Reykjavíkur sem báðir urðu inspectorar á sinni skólagöngu. Þeir Gísli Baldur og Einar Lövdahl sátu báðir sem ritstjórar Skólablaðsins í 4.bekk, buðu sig svo fram í scribu og þaðan í inspectorinn. Þessi aðferð hefur greinilega verið svo árangursrík að enginn samnemandi Harnar svo mikið sem reynir að standa í vegi fyrir henni á leið sinni upp embættismannastigann.


Quaestor scholaris:


Árni Þór Lárusson:

Flestir kannast við leikarann unga, Árna Þór en hann hefur lengi vel verið ein bjartasta von íslenskrar leiklistar ásamt Árna Beinteini. Eftir áralangan leiklistarferil virðist Árni þó hafa gert sér grein fyrir því að ekki eru nægilega miklir peningar í leiklistinni svo eftir komu sína í MR hefur Árni sóst eftir því að sinna störfum sem felast í því að safna peningum. Eftir að hafa sinnt störfum gjaldkera Herranætur og markaðsdeildar Skólablaðsins Skinfaxa hefur Árni einungis sést klæddur merkjavörum og borðar undantekningalaust á Hótel Holti. Varðhundarnir ætla þó ekki að fullyrða að tenging sé á milli skjótfenginna auðæfa Árna og embættisstarfa hans.



Birgitta Ólafsdóttir:

Í komandi kosningum er einn hópur sem er meira áberandi en aðrir. Skólablaðið Skinfaxi á sex fulltrúa í framboðum til stjórnarembætta nemendafélagana en blaðið kom einmitt út grunsamlega stuttu fyrir kosningar. Birgitta er ein þeirra sem sáu um útgáfu blaðsins og hefur hún nú ákveðið að bjóða sig fram á móti Árna Þór í quaestor. Á reglubundnu eftirlitsrölti um ganga skólans heyrðu Varðhundarnir út undan sér Birgittu láta þau orð falla að questorstarfið væri ofmetið og þar sem að hún hafi nú gefið út geggjað flott blað verði ekkert mál að sjá um bókhald Skólafélagsins. Þó svo að þetta séu frekar stór orð kunnum við þó að meta sjálfstraustið sem Birgitta hefur og ljóst er að slagurinn um gjaldkeraembættið verður harður sem aldrei fyrr.


Collegae:

Af þeim ellefu framboðum sem borist hafa í stjórnarembætti Skólafélagsins munu átta einstaklingar berjast um tvö sæti meðstjórnenda. Hópurinn er breiður og fjölbreyttur og koma frambjóðendurnir frá öllum kimum félagslífsins.



Anna Jia:

Ofurmódel okkar MR-inga hún Anna Jia er sá einstaklingur sem hefur undirbúið framboð sitt lengst af öllum en framboðsauglýsingar hafa hangið utan á veggjum Kringlunnar undanfarin ár. Einnig hefur hún þröngvað dulbúnum kosningabæklingum inn á heimili allra landsmanna. Varðhundarnir áætla að kosningabarátta Önnu Jia hlaupi á milljónum íslenskra króna og gaman verður að sjá hvernig þessi nýstárlega en jafnframt kosnaðarsama herferð nýtist Önnu í komandi kosningum.



Anna Lotta Michaelsdóttir:

Anna Lotta er enn einn framapotarinn úr hópi ritstjórnar Skólablaðsins en hún hefur reynt að skera sig úr þeim hópi með flippuðum fatastíl, stuttu hári og gleraugum. Þetta er þekkt aðferð enda notaði Brynjólfur Gauti einmitt þessa herferð þegar hann fór í Forseta Listafélagsins. Anna Lotta vill meina að hún sé mjög lagin við að meðstýra enda hafi hún ritstýrt Skólablaðinu með... Hörn.



Guðmundur Jóhann Guðmundsson:

Guðmundur, betur þekktur sem Mummi hefur setið sem Forseti Ferðafélagsins og formaður málabrautar 4. bekkjar. Ferðir Ferðafélagsins þetta árið hafa verið óvenju stuttar en margar en Mummi hefur staðið fyrir tíðum ferðum málabrautarinnar út á reykingarsvæði MR-inga. Hann á því sterka fylgismenn verðandi krabbameinssjúklinga og mun það eflaust koma honum að góðu gagni.



Heiður Ævarsdóttir:

Heiður er seinasti keppinauturinn úr liði Skólablaðsins í keppnini um stjórnarembætti Skólafélagsins. Hún býður sig fram á móti vinkonu sinni, Önnu Lottu, en þær eru í harðri baráttu um að fá að sitja í stjórn Skólafélagsins með henni Hörn enda virðast þær ekki vita almennilega hvert þær eiga að fara eða hvað þær eiga að gera án þess að hún skipi þeim fyrir.



Helga Hvanndal Björnsdóttir:

Helga Hvanndal sat á síðastliðnu skólaári í skemmtinefnd Skólafélagsins en þar eru einmitt saman komnir skemmtilegustu nemendur skólans. Einnig tók hún málin í sínar hendur þegar Gunnar Helgason reyndist vera fullkomlega vanhæfur í starfi sínu sem leikstjóri Herranætur. Titlaði Helga sig þá sem aðstoðarleikstjóra sýningarinnar og reif þannig upp annars niðurbrotinn hóp einstaklinga. Nýtti Helga sér þá ótakmarkaða reynslu sína úr skemmtinefnd og sneri því sem stefndi í algjöra martröð yfir í sannkallaðan draum. Varðhundarnir selja þessa hetjusögu ekki dýrara en þeir keyptu hana.



Jakob Gunnarsson:

Jakob Gunnarsson er sá einstaklingur sem kom sá og sigraði í Söngkeppni Skólafélagsins með fjölhæfum flutningi sínum. Þar af leiðandi er hann framlag MR-inga í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Flestum ætti að þykja þetta hið besta mál en það sem fæstir vita er að illt býr að baki þáttöku hans í Söngkeppninni. Jakob hefur nefnilega ás í erminni. Nái Jakob ekki kjöri hyggst hann algjörlega gefa skít í Söngkeppni Framhaldsskólanna og í stað slagaranns Piano Man flytja hið djöfullega lag Þú villt ganga þinn veg og gera þannig út um sigurlíkur MR. Þessi háttsemi Jakobs verður að teljast í besta falli skítleg.



Silja Guðbjörg Tryggvadóttir:

Silja situr í hinu sívinsæla 5. bekkjarráði og er þar formaður. Þar sem 5. bekkjarráðs meðlimir hafa ekki reynst sigursælir í kosningum MR hingað til hefur Silja reynt að auka sigurlíkur sínar með því að halda busafundi með nýstárlegu móti. Hún hefur boðið busum til sín á vafasama staði og boðið þar upp á veigar og verjur undir yfirskriftinni One night in Reykjavik. Hún er vissulega að fara ótroðnar slóðir og verður því forvitnilegt að sjá hvers konar veitingar hún mun bjóða kjósendum upp á í komandi viku.



Þórður Hans Baldursson:

Síðasti, en þó ekki sísti, frambjóðandinn til embættis collegu er hinn yndisfríði veiðifélagi Þórður Hans. Þórður hefur á undangengnu skólaári setið í ritstjórn Menntaskólatíðinda en þar sá hann einmitt gott tækifæri til að koma sér á framfæri. Þó svo að ekki allir taki eftir því er Þórður alls ekki að fara ótroðnar slóðir en hann er einmitt að feta í fótspor helsta átrúnaðargoðs síns, Péturs Marteins Tómassonar. Pétur sat einmitt í ritstjórn Menntaskólatíðinda á vorönn í fyrra og fylgdi collegu framboð í kjölfarið. Pétri Marteini virðist ekki leiðast athyglin sem hann fær enda hafa Varðhundarnir hafa komist yfir tölvupóst þar sem fram kemur áætlun Péturs um að hagræða úrslitum kosninganna, Þórði í hag. Varðhundunum blöskrar þessi háttsemi og virðist spillingin hafa náð nýjum hæðum.

 
|
Thursday, March 24, 2011
 

Inspector

Nú líður senn að því að inspector vor, Einspectar Lövdahl, víki úr starfi. Því þarf að finna eftirmann hans en það er víst að eftirmanni hans bíður erfitt verk við það að feta í fótspor hans. Varðhundarnir fóru því á stjá og grennsluðust fyrir hverjir það eru sem hyggjast bjóða sig fram í þetta stærsta embætti Menntaskólans í Reykjavík.

Hannes Halldórsson

Þó svo að fæstir viti af því hefur Hannes Halldórsson setið í Framtíðarstjórn á síðasta ári og gegndi þar stöðu ritara. Ritari hefur umsjón með allri útgáfustarfsemi Framtíðarinnar og einnig ber honum að skrifa fundargerðir sem og að sinna almennum skyldustörfum. En nú hefur Hannes ákveðið að bjóða sig fram til að leiða “Stóra bróður” og því er vert að líta yfir farinn veg.

Síðasta skólaár Framtíðarinnar var því miður ekki upp á marga fiska, þrátt fyrir að þau hafi helgað heilli viku skólaársins fiskunum sínum. Atburðir voru illa skipulagðir og svo virtist vera að Framtíðarstjórnin hafi verið með öllu áhugalaus á sinna verkum sínum. Þar sem Hannes sat sem varaforseti Framtíðarstjórnar er augljóst er að á brattan er að sækja hjá Hannesi okkar ætli hann að sannfæra nemendur um að hann sé hæfasti maðurinn í að leiða félagslíf skólans.

Hannes hefur gert garðinn frægan fyrir ritstörf sín og útvarpsmennsku, svo sem smásögur í blöðum og útvarpsþáttinn “Fuglar eru fiskar í miðjunni”. Á busaári sínu var hann tekinn í fremur vanhæfa ritstjórn Loka Laufeyjarson á haustönn en lítið er vitað um störf hans þar. Árið eftir sat hann í ritstjórn Skinfaxa en þá var blaðið einmitt sameinað Skólablaðinu í þeim tilgangi að Skinfaxi gæti verið gefið út. Eftir það bauð hann sig fram til stjórnar Framtíðarinnar og sigraði hann þar og situr því sem varaforseti.

Spennandi verður því að fylgjast með hversu langt störf Hannesar munu fleyta honum í komandi kosningum en það er víst að Hannes neyðist til þess að klappa þó nokkrum á bakið til að koma sér alla leið.


Þengill Björnsson

Flestir kannast við manninn sem hefur á síðasta ári vaðið uppi á göngum skólans klæddur jakkafötum og frakka yfir, öllum stundum. Þengill situr sem Quaestor Scholae og hefur stýrt fjármálum Skólafélagsins með járnhnefa. Framboð hans til Inspectors kemur fæstum á óvart þar sem hann hefur frá upphafi skólagöngu sinnar troðið sér inn í flest störf nemendafélaganna og einnig eini meðlimur Skólafélagsins sem kemur ekki til með að yfirgefa Menntaskólann í vor.

Skólafélagið hefur ólíkt Framtíðinni staðið sig með prýði þetta árið og hafa viðburðir verið vel sóttir og með veglegasta móti. Því má þakka skipulagsbrjálæði Skólafélagsstjórnar enda hittust þessir rúnkarar daglega yfir sumarið og skipulögðu skólaárið í þaula. Samkvæmt okkar heimildum hefur fjárhagsstaða Skólafélagsins sjaldan verið jafn sterk og hún er í dag. Því liggur í augum uppi að þessi skipulagsvinna hafi skilað sér út í félagslífið.

Störf Þengils hafa aðallega verið í kringum markaðsmál og hefur hann þurft að koma sér inn í flest allar markaðsnefndir sem starfað hafa á hans ferli í skólanum. Það er því augljóst að hann Þengill hefur pervítískan áhuga á peningum og spyrja Varðhundar sig því að því hvort inspectorslaunin verði þáð í fyrsta skipti í langan tíma ef Þengill nær kjöri. Einnig má nefna störf Þengils í þágu bjórdrykkju menntaskólanema en Þengill á víst Íslandsmetið í að safna saman flestum unglingum undir lögaldri inn á skemmtistað þegar að Hestafélagið átti sitt blómaskeið.

Varðhundarnir munu fylgjast spenntir með gangi mála á 5.bekkjarfundinum á morgun og hvetjum við 5.bekkinga til að mæta á fundinn og þeir sem ekki mega vera viðstaddir geta fylgst með gangi mála hérna!

 
|
  Forkosningar fyrir Forseta Framtíðarinnar

Varðhundarnir voru mættir á fundinn sem haldinn var í dag og ætla að deila með ykkur hvað fór þar fram.

16:15 Lövdalinn stígur uppí pontu og kynnir fyrirkomulagið eins og honum einum er lagið.

16:15 Frambjóðendur fá 10 mínútur blablabla

16:16 Eygló Hilmars stígur fyrst uppí pontu


Spurningar:

"Hvernig ætlaru að bæta fjárhag framtiðarinnar?"

Svar: Ég ætla að bæta tebóin, gera þau meira aðlaðandi þannig að innkoman sé stærri.

(Töfralausnin er fundin!)

Dolli kommentar á að Eygló vilji hafa samheldni milli nemendafelagana.

Eygló hikar í svari, segir að það geti bætt fjárhaginn.

(Já er það? Vel spilað Dolli)

Eygló klárar: Fann ekki beinlínis upp hjólið en skilar sínu vel.



16: 30 Kári stígur uppí pontu:



Spurningar

Eygló commentar hvort það sé raunhæft að hafa svo mörg Lokablöð

Svar: Kári segir það auðvelt með að hafa alltaf í dagblaðaformi, og

blaðið yrði ekki gefið út nema það skila öruggum hagnaði eða kæmi á núlli

fjáröflun eða ekki.

16: 44 Kári klárar: Mjög öruggur, var með salinn í vasanum og kom ágætlega frá þessu.



16:45 Valgerður stígur uppí pontu.


Vala fær fullt af spurningum – Hikar frekar mikið í svörum

Vala vill virkja Framtíðarsíðuna og Jakob Gunnars hraunar yfir það, segir það tilgangslaust.

Vala segist vilja borga forritara til að bæta síðuna.


17: 00 Vala klárar: Vala virkaði ekki nógu örugg en kom þó sínu frá sér við ramman leik.

Kosning hefst

Niðurstöður eru komnar í hús og útkoman er vægast sagt áhugaverðar

Kári Þrastarson - 49 atkvæði
Eygló Hilmars - 11 atkvæði
Valgerður - 5 atkvæði

Það er því augljóst að Kári hefur yfirburðarstöðu en hann og Eygló munu berjast um Forsetann í komandi viku. 
|
Wednesday, March 23, 2011
 
Forseti Framtíðarinnar

Á morgun, fimmtudaginn 24. mars, mun fara fram í fyrsta skipta sér forkosning til Forseta Framtíðarinnar. Tilgangur fundarins er að sjálfsögðu að fækka frambjóðendum í þetta ákveðna embætti niður í tvo en hingað til hefur þessi forkosning átt sér stað á 5.bekkjarfundinum. Ástæðan fyrir því að þessi fundur verður aðskilinn þeirri skítasamkomu er sú að samkvæmt lögum Framtíðarinnar má frambjóðandi í embætti Forseta koma úr 3., 4. og 5. bekk. Því hlýtur að liggja beint við að yngri nemandi hyggist bjóða sig fram.
Því fóru varðhundarnir á stjá til að kynna sér þetta mál og fræða ykkur, kæru lesendur, um það hvaða framapotarar það verða að þessu sinni.


Valgerður Anna Einarsdóttir:
Valgerður er fyrsti kandídatinn sem ber að nefna. Það verður ekki hægt að segja þetta framboð komi Varðhundunum neitt sérstaklega á óvart þar sem Valgerður bauð sig fram í stjórn Framtíðarinnar í seinustu kosningum. Skemmst er frá því að segja að hún reið ekki feitum hesti í það skiptið. Það virðist þó ekki ætla að slá hana út af laginu, þó svo að skilaboðin hafi verið skýr, því nú kemur hún fílefld til baka og býður sig óhrædd fram í næststærsta embætti skólans. Til gamans má geta að hún stóð í hótunum við fráfarandi Forseta voran þegar að annar frambjóðandi síðustu kosninga var tekinn inn í stjórn Framtíðar sem 6. meðlimur, fram yfir hana. Hún hafði þó ekki árangur sem erfiði upp úr því.
Hún Valgerður okkar ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og er framtakssemin vissulega aðdáunarverð en Varðhundar telja þó að hún gæti verið að taka frekar stórt ofan í sig og hefði jafnvel átt að stefna á Forseta Ferðafélagsins.

Ferilskrá:
Ekki í Framtíðarstjórn
Hluthafi í tussugengi 5.bekkjar.

Eygló Hilmarsdóttir:
Þessi frambjóðandi er líklega þekktasta andlitið af þeim sem hyggjast hreppa embætti Forseta, enda hefur hún vaðið uppi eins og enginn sé morgundagurinn seinustu ár. Eygló býst líklega við því að nemendur muni falla fyrir þessu sífellda uppistandi hennar og kjósa hana í blindni. Eygló hefur vissulega setið í Herranæturstjórn á síðasta skólaári og fetar þar í fótspor ekki minni manna en Guðmundar “jájájájá” Felixsonar en Varðhundarnir setja þó spurningarmerki við það hvort að leiklistarhæfileikar Eyglóar muni duga til að sinna embætti Forsetans. En hvað eru jú stjórnarembætti annað en skrípaleikur? Einnig sat Eygló í ritnefnd Loka Laufeyjarsonar í 4.bekk en þá virtist ríkja ógnargúrkutíð í því annars ágæta blaði og efast Varðhundar að hún muni nota þá reynslu sína til framdráttar.

Ferilskrá:
Herranótt
Loki Laufeyjarson
OhMyGod-IamHere-LookAtMe Scholae

Adolf Smári Unnarsson:

Hér er á ferðinni ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hafa þessar forkosningar á 5.bekkjarfundinum, því Adolf situr í 4.bekk. Þetta framboð situr svolítið í okkur Varðhundunum því óneitanlega kemur það eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Adolf hefur gert garðinn frægan fyrir skrípaleik sinn og er að eigin sögn sjúklega fyndinn enda kallaður Dolli “djók” af því hugrakka fólki sem umgengst hann. Þetta viðurnefni er ef til vill vel til fundið enda eru miklar líkur á því að þetta sé enn eitt djókið hjá þessum drepfyndna skemmtikrafti.
Þó hefur okkur borist til eyrna að Dolla sé full alvara með athæfi og vilji virkilega setja sitt mark á félagslífið. Þó að Varðhundarnir kunni alltaf að meta hugrakka einstaklinga sem þora að spila upp fyrir sig, teljum við þó að hann hefði frekar átt að spila þetta eins og flestir aðrir og safna smá reynslu, skrifa sína Mein Kampf og bíða með yfirráð.

Ferilskrá:
Herranótt
Senditík Skólablaðsins Skinfaxa

Kári Þrastarson:
Seinasti kandídadátinn sem býður sig fram til Forseta er enginn annar en hann Kári Þrastar, meðlimur hins alræmda Veiðifélags sem sér um Menntaskólatíðindi þessa önnina. Þetta framboð kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti og er klárlega spútnik frambjóðandinn þetta árið. Hann hefur, ólíkt Eygló og Dolla látið lítið fyrir sér fara og gæti það orðið Akkílesarhæll Kára. Þrátt fyrir það kætir þessi ákvörðun hans Varðhundana og búast þeir við því að þetta gæti glætt líf í forkosningarnar. Við því má búast að Kári mæti fylktu liði á fundinn, studdur af pörupiltunum í Veiðifélaginu sem má ekki vanmeta.

Ferilskrá:
Veiðifélagi
MT 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger