<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 30, 2011
 
Bæklingar

Bæklingar inspectorsframbjóðenda barst til nemenda snemma að morguni miðvikudags. Langt er síðan bæklingar inspectorskandítata hafa borist svo seint í hús og aldrei hafa báðir forsetaframbjóðendur dreift sínum gögnum á undan. Þessi framkoma verður ekki talin til fyrirmyndar en Varðhundar ætla þó að rýna í gögn frambjóðenda og stefnumál þeirra.

Inspector

Hannes Halldórsson:

Forsíða – Hannes hefur ákveðið að fara þá frumlegu leið að hafa Gamla skóla í bakgrunn og hefur farið í sitt fínasta púss fyrir tilefnið og skorar þar á Þengil í hans eigin leik. Hannes virkar sannfærandi með klassískt og hrokafullt smeðjuglott og uppstillingin er fín. Myndin í heild hefur þó frekar óhreint yfirbragð og hefði hann mátt reyna að koma í veg fyrir að láta skólabygginguna líta út eins og eyðibýli.

Einkunn: B- (Ágætis mynd, skorar lágt í frumleika og hefði mátt vera betur unnin)

Uppsetning – Ekkert í bæklingnum sjálfum grípur augað og er hann frekar flatur í gegn. Ljósbrúni liturinn í bakgrunn gefur manni tilfinninguna að maður sé að lesa skinnhandrit eða að pappírinn sé á einhverju ókláruðu stigi á milli þess að vera tré eða pappír.

Einkunn: C+

Stefnumál – Stefnumálin virka ekki mjög sannfærandi og fyrstu fjögur stefnumálin gefa frekar til kynna að Hannes sé á leið í Íþróttaráð en inspector. Hannes fær þó stig fyrir viðleitnina að bjóða upp á nýjungar en MR verður þó seint talinn sem íþróttaskóli svo Varðhundar efast um að þær hitti beint í mark.

Einkunn: C-

Meðmæli – Meðmæli Hannesar koma mestmegnis frá kórmeðlimum eða bekkjarsystkinum. Hans stærstu meðmæli eru frá Ingu Maríu sem sat með honum í stjórn í ár en Varðhundar telja að lág prósenta nemenda kannist yfir höfuð við hana. Í heildina eru meðmælin fremur ótraustvekjandi þar sem þau koma aðallega frá vinum sem fæst geta talist sérfróð um stjórnarembættin.

Einkunn: D+

Heildareinkunn: C



Þengill Björnsson:

Forsíða – Þengill hefur ákveðið að fara þá leið að hafa Gamla skóla ekki í bakgrunn heldur setur hann bakgrunninn í algjört aukahlutverk og beinir athyglinni að sjálfum sér. Þrátt fyrir svarthvíta mynd gerir hann forsíðuna líflega með krúttlegu brosi og rauðum borða.

Einkunn: B (Stílhreint, vinalegt og straight to the point)

Uppsetning – Þengill býður upp á líflega uppsetningu og notar rauðan lit og upphleyft letur til að brjóta upp textann. Hann lífgar einnig mjög mikið upp á textann með myndum hér og þar. Þengill fær þó mínus fyrir að hafa myndir með sumum en ekki öllum meðmælum.

Einkunn: B+

Stefnumál – Stefnumál Þengils eru mörg og spanna alla starfsemi Skólafélagsins. Hann eyðir ekki of mörgum orðum í hvert stefnumál en kemur þó skilaboðunum ágætlega til skila. Ekki er mikið um nýjungar en hann virðist þó hafa íhugað það hvernig bæta má helstu atburðina.

Einkunn: A-

Meðmæli – Þengill fær meðmæli úr mörgum og mismunandi áttum og beitir þeim sterka leik að fá meðmæli frá bæði hópum og einstaklingum. Hann einblínir á þá hópa og nefndir sem hann hefur unnið með en hendir inn tveimur meðmælum frá vinum.

Einkunn: A

Heildareinkunn: B+

Forseti

Eygló Hilmarsdóttir:

Forsíða – Eygló leitast eftir Sjálfstæðislúkkinu á forsíðunni þar sem blái liturinn er allsráðandi. Reyndar dregur liturinn fram fagurblá augu hennar og varaliturinn brýtur heildaryfirbragðið eilítið upp. Eygló skartar klassíska frambjóðandabrosinu og leyfir hárinu að njóta sín en hendurnar í vasanum eru dáldið þvingaðar.

Einkunn: B (Fullmikil pólitík en þó grípandi)

Uppsetning - Bæklingurinn er gríðarlega veglegur og toppar báða inspectorsbæklingana í stærð. Uppsetningin er svipuð og hjá Þengli en Eygló beitir rauða litnum til áherslu en það er þó algjörlega á skjön við forsíðuna. Þrátt fyrir mikinn texta er bæklingurinn full stór og fara heilar þrjár síður til spillis.

Einkunn: B+

Stefnumál – Eygló er með mörg stefnumál og eru þau ágætlega útfærð. Hún tekur á flestum þáttum Framtíðarinnar og eyðir passlega mörgum orðum í hvert og eitt stefnumál. Eygló býður uppá fáar nýjungar en eyðir í staðinn orðum í að telja upp leiðir til að bæta það sem miður fór í ár, enda kannski tilefni til.

Einkunn: B

Meðmæli – Aldrei fyrr hafa sést fleiri meðmæli en Eygló fyllir heilar þrjár blaðsíður af fólki að segja hvað hún er frábær. Hún fær meðmæli frá allri flórunni, allt frá busum og út fyrir veggja skólans.

Einkunn: A

Heildareinkunn: B+



Kári Þrastarson:

Forsíða – Kári er í mun einfaldari pælingum í sínum bæklingi og það kristallast í forsíðunni. Forsíðan er hvít með svörtu letri og mynd af Kára í svörtum jakkafötum og í hvítri skyrtu. Myndin er þó einkar vinaleg og brosið fallegt.

Einkunn: B- (Einfaldleikinn í fyrirrúmi en kannski aðeins of flöt)

Uppsetning – Bæklingar frambjóðendanna tveggja eru varla sambærilegir að því leiti að talsverður stærðarmunur er á þeim. Kári kemur því öllum stefnumálum sínum fyrir á einni opnu. Bæklingur Kára tekur krappa beygju þegar litið er inn fyrir forsíðuna en þar tekur á móti manni skemmtileg litasprengja sem að grípur augað um leið.

Einkunn: B

Stefnumál – Stefnumál Kára eru fá þar sem bæklingurinn býður ekki upp á miklar málalengingar. Því beinir hann athyglinni að stærtu viðburðunum og útskýrir stefnumál sín ágætlega.

Einkunn: B-

Meðmæli – Kári fór þá leið að fá engin meðmæli frá vinum og kunningjum en ákvað að nýta það pláss sem hann hafði til að kynna sjálfan sig sem er sterkur leikur þar sem hann er ekki eitt þekktasta andlit skólans.

Einkunn: N/A

Heildareinkunn: B-

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger