Forseti Framtíðarinnar
Á morgun, fimmtudaginn 24. mars, mun fara fram í fyrsta skipta sér forkosning til Forseta Framtíðarinnar. Tilgangur fundarins er að sjálfsögðu að fækka frambjóðendum í þetta ákveðna embætti niður í tvo en hingað til hefur þessi forkosning átt sér stað á 5.bekkjarfundinum. Ástæðan fyrir því að þessi fundur verður aðskilinn þeirri skítasamkomu er sú að samkvæmt lögum Framtíðarinnar má frambjóðandi í embætti Forseta koma úr 3., 4. og 5. bekk. Því hlýtur að liggja beint við að yngri nemandi hyggist bjóða sig fram.
Því fóru varðhundarnir á stjá til að kynna sér þetta mál og fræða ykkur, kæru lesendur, um það hvaða framapotarar það verða að þessu sinni.
Valgerður Anna Einarsdóttir:
Valgerður er fyrsti kandídatinn sem ber að nefna. Það verður ekki hægt að segja þetta framboð komi Varðhundunum neitt sérstaklega á óvart þar sem Valgerður bauð sig fram í stjórn Framtíðarinnar í seinustu kosningum. Skemmst er frá því að segja að hún reið ekki feitum hesti í það skiptið. Það virðist þó ekki ætla að slá hana út af laginu, þó svo að skilaboðin hafi verið skýr, því nú kemur hún fílefld til baka og býður sig óhrædd fram í næststærsta embætti skólans. Til gamans má geta að hún stóð í hótunum við fráfarandi Forseta voran þegar að annar frambjóðandi síðustu kosninga var tekinn inn í stjórn Framtíðar sem 6. meðlimur, fram yfir hana. Hún hafði þó ekki árangur sem erfiði upp úr því.
Hún Valgerður okkar ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og er framtakssemin vissulega aðdáunarverð en Varðhundar telja þó að hún gæti verið að taka frekar stórt ofan í sig og hefði jafnvel átt að stefna á Forseta Ferðafélagsins.
Ferilskrá:
Ekki í Framtíðarstjórn
Hluthafi í tussugengi 5.bekkjar.
Eygló Hilmarsdóttir:
Þessi frambjóðandi er líklega þekktasta andlitið af þeim sem hyggjast hreppa embætti Forseta, enda hefur hún vaðið uppi eins og enginn sé morgundagurinn seinustu ár. Eygló býst líklega við því að nemendur muni falla fyrir þessu sífellda uppistandi hennar og kjósa hana í blindni. Eygló hefur vissulega setið í Herranæturstjórn á síðasta skólaári og fetar þar í fótspor ekki minni manna en Guðmundar “jájájájá” Felixsonar en Varðhundarnir setja þó spurningarmerki við það hvort að leiklistarhæfileikar Eyglóar muni duga til að sinna embætti Forsetans. En hvað eru jú stjórnarembætti annað en skrípaleikur? Einnig sat Eygló í ritnefnd Loka Laufeyjarsonar í 4.bekk en þá virtist ríkja ógnargúrkutíð í því annars ágæta blaði og efast Varðhundar að hún muni nota þá reynslu sína til framdráttar.
Ferilskrá:
Herranótt
Loki Laufeyjarson
OhMyGod-IamHere-LookAtMe Scholae
Adolf Smári Unnarsson:Hér er á ferðinni ástæðan fyrir því að ekki er hægt að hafa þessar forkosningar á 5.bekkjarfundinum, því Adolf situr í 4.bekk. Þetta framboð situr svolítið í okkur Varðhundunum því óneitanlega kemur það eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Adolf hefur gert garðinn frægan fyrir skrípaleik sinn og er að eigin sögn sjúklega fyndinn enda kallaður Dolli “djók” af því hugrakka fólki sem umgengst hann. Þetta viðurnefni er ef til vill vel til fundið enda eru miklar líkur á því að þetta sé enn eitt djókið hjá þessum drepfyndna skemmtikrafti.
Þó hefur okkur borist til eyrna að Dolla sé full alvara með athæfi og vilji virkilega setja sitt mark á félagslífið. Þó að Varðhundarnir kunni alltaf að meta hugrakka einstaklinga sem þora að spila upp fyrir sig, teljum við þó að hann hefði frekar átt að spila þetta eins og flestir aðrir og safna smá reynslu, skrifa sína Mein Kampf og bíða með yfirráð.
Ferilskrá:
Herranótt
Senditík Skólablaðsins Skinfaxa
Kári Þrastarson:
Seinasti kandídadátinn sem býður sig fram til Forseta er enginn annar en hann Kári Þrastar, meðlimur hins alræmda Veiðifélags sem sér um Menntaskólatíðindi þessa önnina. Þetta framboð kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti og er klárlega spútnik frambjóðandinn þetta árið. Hann hefur, ólíkt Eygló og Dolla látið lítið fyrir sér fara og gæti það orðið Akkílesarhæll Kára. Þrátt fyrir það kætir þessi ákvörðun hans Varðhundana og búast þeir við því að þetta gæti glætt líf í forkosningarnar. Við því má búast að Kári mæti fylktu liði á fundinn, studdur af pörupiltunum í Veiðifélaginu sem má ekki vanmeta.
Ferilskrá:
Veiðifélagi
MT