<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 28, 2011
 
Stjórn Framtíðarinnar

Að þessu sinni eru það níu frambjóðendur sem koma til með að berjast um þau fjögur sæti sem laus eru í stjórn Framtíðarinnar. Í gegnum tíðina hafa embætti meðstórnenda Framtíðarinnar verið vel sótt af framapoturum í leit að hámarks athygli en lámarks ábyrgð. Gera má ráð fyrir að lítil breyting verði á því í ár en Varðhundarnir ákváðu að kynnast frambjóðendunum þessum aðeins betur.



Arnór Gunnar Gunnarsson:

Þó svo að Arnór verði seint talinn fyrirferðamikill hefur verið nánast ómögulegt að komast hjá því að sjá drenginn bregða fyrir á ólíklegustu stöðum. Hann er líklegast frægastur fyrir einkar furðulega framkomu og hjákátlega fimmaurabrandara en Arnór vill einnig helst ekki að teknar séu myndir af honum öðruvísi en að hann sé með annað hvort stórfurðulega hatta á höfðinu eða haldandi á ávöxtum. Tilgangur þessa framboðs er því einkar augljós en Arnór þjáist af óslökkvandi athyglisþörf því má ætla að Framtíðarstjórn sé fullkominn vettvangur fyrir þennan þorsta hans.



Elísa Rut Gunnlaugsdóttir:

Elísa Rut er að öllu óþekkt númer og virðist hún hafa fengið sig full sadda af því að fólk viti almennt ekki hvað hún heitir. Þar sem Varðhundarnir vissu ekki mikið um hana fyrir ákváðu þeir að spyrja hana hver tilgangur framboðs hennar væri. Svaraði hún þá að hún væri einfaldlega orðin leið á því að strákar spyrðu hvort að hún væri ekki í MS, því að hún er sko alveg klár. Svo væri hún líka langheitasti frambjóðandinn þannig hún væri bókað að fara að vinna.



Sara Kristjánsdóttir:

Sara Kristjánsdóttir hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hún þjónaði MR-ingum í Kakólandi á sínum tíma með Tetussunum frægu. Hún hefur þó ekki farið langt enda eyðir hún öllum sínum stundum í Cösu annað hvort með bók í hönd eða þá að spjalla við menn á borð við Hrafn Dungal og Ágúst Inga. Hún telur sig þó hæfa til að starfa í stjórn Framtíðarinnar og býst við því sýnileiki sinn komi sér alla leið. Helsti keppinautur Söru mun vera Elísa Rut en þær eiga það sameigilegt að ætla að nýta sér óbeislaðan kynþokka sinn til að koma sér á framfæri og gaman verður að fylgjast með Tetussunni og MS-ingnum kljást í komandi viku.



Margrét Arna Viktorsdóttir:

Margrét Arna hefur á síðast liðnu skólaári setið í Lagatúlkunarnefnd og er jafnframt fyrsta stelpan til að sitja í þeirri tilgangslausu nefnd í mörg ár. Hún hefur þó staðið sig eins og hetja við að túlka lög Skólafélagsins á Skólafundum þessa árs ásamt kollega sínum, Arnóri Gunnari. Samkvæmt heimildum Varðhundanna fannst þeim túlkun á lögum Framtíðarinnar ábótavant þetta árið og vilja bæta úr því með ótakmarkaðri lögfræðikunnáttu sinni.



Kjartan Orri Þórsson:

Kjartan Orri er enn einn athyglissýkti frambjóðandinn en han

n vonast eftir að fá enn meiri athygli í 5. bekk en hann hefur fengið nú í ár. Honum finnst ekki nóg að fá sínar 3 mínútur á Orranum, heila önn í ritstjórn Loka Laufeyjarsyni og starf gestakynnis á Söngkeppninni en nú vill hann að busastelpurnar viti alveg upp á hár hver hann er á busaballi næsta árs. Hans helstu stefnumál eru að gera hljómsveitina Joe and the Dragon að opinberri skólahljómsveit MR og að halda megaviku aðra hverja viku þar sem hann mun sjálfur troða upp í öllum hádegishléum.



Ágúst Ingi Guðnason:

Ágúst er hvað þekktastur fyrir að koma úr hópi sem kallast Gemlingarnir en það er hópur nokkurra 5. bekklinga sem vaða uppi um ganga skólans öllum stundum. Hann hefur einnig á einhvern ótrúlegan hátt nennt að sitja í Árshátíðarnefnd bæði Skólafélagsins og Framtíðarinnar þetta skólaárið svo halda mætti að hann hefði dálæti af því að gera leiðinlega hluti. Hann er þó orðinn þreyttur á því að vera kenndur við Gemlingana og vill frekar vera þekktur fyrir það að sitja í stjórn Framtíðarinnar.



Kristín Ólafsdóttir:

Hún Kristín er fyrri kandídatinn úr ritstjórn Skólablaðsins Skinfaxa sem ætlar að koma sér inn í Framtíðarstjórn. Hún, líkt og vinkonur hennar, telur sig fullkomlega hæfa í stjórnarstörf eftir þá gífurlegu reynslu sem fæst úr því að ritstýra heilu blaði. Kristín sker sig þó úr þessum hópi frambjóðenda en hún hefur ekki áhuga á ábyrgðinni og athyglinni, hún vill bara fá að starfa með honum Dolla vini sínum og er hrædd um að hann fjarlægist hana um of ef hann er í stjórn en ekki hún.



Adolf Smári Unnarsson:

Adolf, eins og margir vita, ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í embætti forseta Framtíðarinnar en dró það framboð sitt til baka korter í fimmtudags fundinn í seinustu viku. Hann hefur tekið ráði Varðhundanna um að fara hægar í hlutina og ákvað greinilega að sækja sér reynslu úr stjórnarstörfum og bíða með forsetaframboð sitt þangað til hann viti eitthvað hvað slík störf fela í sér. Þess má þó til gamans geta að í Kosningablaðinu var Adolf með lengri kosningagrein en báðir forsetaframbjóðendurnir til samans og ef nemendur munu kjósa út frá því góða blaði má áætla að Adolf fái betri kosningu en Jóhann Páll Jóhannsson á sínum tíma.



Fannar Örn Arnarsson:

Fannar er einn af sykursætu strákunum úr Veiðifélaginu. Veiðifélagið hefur gert það gott á þessu skólaári og hafa þeir verið duglegir við það að gefa karlpening Menntaskólans ráðeggingar við veiðar á kvenkyns einstalingum. Varðhundarnir hafa hins vegar komist að því að framboð strákanna í Veiðifélaginu sé hugsað í öðrum tilgangi en að hafa áhrif á félagslífið. Framboð þeirra er nefnilega gert í rannsóknarskyni en tilraunin felst í því að athuga veiðimöguleika stjórnarmeðlima og munu niðurstöðurnar vera bornar saman við niðurstöður þeirra meðlima Veiðifélagsins sem ekki gegna stjórnarembættum. Varðhundarnir fagna vissulega öllum aðgerðum í þágu vísindanna en setja þó spurningarmerki við þann vettvang sem Fannar og veiðifélagar hans hafa kosið sér.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger