<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Wednesday, March 30, 2011
 

Topp 3 ofmats framboð

3. Veiðifélagið

Sá hópur sem hefur séð um útgáfu MT þetta vormisserið og kallar sig Veiðifélagið ætlar sér stóra hluti í komandi kosningum. Alls eru þrír af sjö sem hafa ákveðið að bjóða sig fram til stjórnarembætta.


OFMAT!


2. Busaframboð

Vanalegt þykir að nokkur busaframboð berist en busarnir í ár eru sérlega kokhraustir. Alls hafa borist 25 (já 25!) framboð þar sem einn eða fleiri busar bjóða sig fram til embættis. Hæst ber að nefna markaðsnefndabusana og skreytinganefndabusana. Hæstast ber þó að nefna Árna Beintein sem býður sig ekki bara fram í MT heldur líka Loka!


OFMAT!!


1. Skólablaðsklíkan

Margir muna eftir hinu svo kallaða “stóra plani” sem misheppnaðist herfilega! En sama er upp á teningnum í ár því meðlimir ritstjórnar Skólablaðsins Skinfaxa sjá ekki sólina fyrir ný útgefnum blaðasefli sínum og hafa þar af leiðandi öll ákveðið að bjóða sig fram í stjórnarembætti.

Adolf – Framtíðarstjórn

Anna Lotta – Collega

Birgitta – Questor

Heiður – Collega

Hörn – Scriba

Kristín – Framtíðarstjórn

Ragnhildur – Herranæturstjórn


OFMAT!!!


Topp 3 ofmats embætti


3. Lagatúlkunarnefnd

Lagatúlkunarnefndin virðist vera með fasta áskrift af framboðum sem verður að teljast fáránlegt. Aðallega er það undarlegt þar sem Lagatúlkunarnefnd gerir nánast ekki neitt en einnig vegna þess að það að sitja í Lagatúlkunarnefnd hefur aldrei komið neinum áfram. Í ár eru einmitt fimm framboð til Lagatúlkunarnefndar.


OFMETIÐ!


2. Íþróttaráð

Þó svo að íþróttaráð hafi vissulega einhvern tilgang, takmarkast hann við það að skipuleggja íþróttaviðburði og fylgjast með MR-ingum flitza í hinum ýmsu íþróttagreinum sem verður seint talin góð skemmtun. Í ár hafa borist fjögur framboð í Íþróttaráð.


OFMETIÐ!!


1. Skólanefndarfulltrúi

Það er aðeins einn nemandi í MR sem veit í hverju starf Skólanefndarfulltrúa felst en öllum öðrum er drullusama. Þess má einmitt til gamans geta að auðir kjörseðlar sigruðu kosningar til skólanefndarfulltrúa í fyrra en í ár hafa borist fimm framboð í þetta embætti.


OFMETIÐ!!!

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger