<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Monday, March 28, 2011
 
Stjórn Skólafélagsins

Samtals bjóða ellefu einstaklingar sig fram í stjórnarembætti Skólafélagsins, að Inspectors frambjóðendum undanskildum. Þessi framboð skiptust eins ójafnt niður á embættin þrjú og hugsast gæti. Skoðum þau aðeins nánar:

Scriba scholaris:

Aðeins barst eitt framboð til embættis scribu í ár. Þetta verður að teljast heldur óvenjulegt þar sem búist var við að fleiri vildu feta í fótspor undrabarnsins Einars Lövdahl og gegna þessu næststærsta embætti Skólafélagsins. Því er augljóst að eini frambjóðandinn verður (nánast) sjálfkjörinn í þetta embætti og verður það að teljast skammarlegt. Eini frambjóðandinn í þetta embætti er Hörn Heiðarsdóttir, ritstýra Skólablaðsins, og mun hún há harða baráttu við auða kjörseðla á föstudaginn næstkomandi.

Hörn hefur ákveðið að fara hina svokölluðu “Vesturbæjarleið” en hún er kennd við tvo hárprúða drengi úr vesturbæ Reykjavíkur sem báðir urðu inspectorar á sinni skólagöngu. Þeir Gísli Baldur og Einar Lövdahl sátu báðir sem ritstjórar Skólablaðsins í 4.bekk, buðu sig svo fram í scribu og þaðan í inspectorinn. Þessi aðferð hefur greinilega verið svo árangursrík að enginn samnemandi Harnar svo mikið sem reynir að standa í vegi fyrir henni á leið sinni upp embættismannastigann.


Quaestor scholaris:


Árni Þór Lárusson:

Flestir kannast við leikarann unga, Árna Þór en hann hefur lengi vel verið ein bjartasta von íslenskrar leiklistar ásamt Árna Beinteini. Eftir áralangan leiklistarferil virðist Árni þó hafa gert sér grein fyrir því að ekki eru nægilega miklir peningar í leiklistinni svo eftir komu sína í MR hefur Árni sóst eftir því að sinna störfum sem felast í því að safna peningum. Eftir að hafa sinnt störfum gjaldkera Herranætur og markaðsdeildar Skólablaðsins Skinfaxa hefur Árni einungis sést klæddur merkjavörum og borðar undantekningalaust á Hótel Holti. Varðhundarnir ætla þó ekki að fullyrða að tenging sé á milli skjótfenginna auðæfa Árna og embættisstarfa hans.



Birgitta Ólafsdóttir:

Í komandi kosningum er einn hópur sem er meira áberandi en aðrir. Skólablaðið Skinfaxi á sex fulltrúa í framboðum til stjórnarembætta nemendafélagana en blaðið kom einmitt út grunsamlega stuttu fyrir kosningar. Birgitta er ein þeirra sem sáu um útgáfu blaðsins og hefur hún nú ákveðið að bjóða sig fram á móti Árna Þór í quaestor. Á reglubundnu eftirlitsrölti um ganga skólans heyrðu Varðhundarnir út undan sér Birgittu láta þau orð falla að questorstarfið væri ofmetið og þar sem að hún hafi nú gefið út geggjað flott blað verði ekkert mál að sjá um bókhald Skólafélagsins. Þó svo að þetta séu frekar stór orð kunnum við þó að meta sjálfstraustið sem Birgitta hefur og ljóst er að slagurinn um gjaldkeraembættið verður harður sem aldrei fyrr.


Collegae:

Af þeim ellefu framboðum sem borist hafa í stjórnarembætti Skólafélagsins munu átta einstaklingar berjast um tvö sæti meðstjórnenda. Hópurinn er breiður og fjölbreyttur og koma frambjóðendurnir frá öllum kimum félagslífsins.



Anna Jia:

Ofurmódel okkar MR-inga hún Anna Jia er sá einstaklingur sem hefur undirbúið framboð sitt lengst af öllum en framboðsauglýsingar hafa hangið utan á veggjum Kringlunnar undanfarin ár. Einnig hefur hún þröngvað dulbúnum kosningabæklingum inn á heimili allra landsmanna. Varðhundarnir áætla að kosningabarátta Önnu Jia hlaupi á milljónum íslenskra króna og gaman verður að sjá hvernig þessi nýstárlega en jafnframt kosnaðarsama herferð nýtist Önnu í komandi kosningum.



Anna Lotta Michaelsdóttir:

Anna Lotta er enn einn framapotarinn úr hópi ritstjórnar Skólablaðsins en hún hefur reynt að skera sig úr þeim hópi með flippuðum fatastíl, stuttu hári og gleraugum. Þetta er þekkt aðferð enda notaði Brynjólfur Gauti einmitt þessa herferð þegar hann fór í Forseta Listafélagsins. Anna Lotta vill meina að hún sé mjög lagin við að meðstýra enda hafi hún ritstýrt Skólablaðinu með... Hörn.



Guðmundur Jóhann Guðmundsson:

Guðmundur, betur þekktur sem Mummi hefur setið sem Forseti Ferðafélagsins og formaður málabrautar 4. bekkjar. Ferðir Ferðafélagsins þetta árið hafa verið óvenju stuttar en margar en Mummi hefur staðið fyrir tíðum ferðum málabrautarinnar út á reykingarsvæði MR-inga. Hann á því sterka fylgismenn verðandi krabbameinssjúklinga og mun það eflaust koma honum að góðu gagni.



Heiður Ævarsdóttir:

Heiður er seinasti keppinauturinn úr liði Skólablaðsins í keppnini um stjórnarembætti Skólafélagsins. Hún býður sig fram á móti vinkonu sinni, Önnu Lottu, en þær eru í harðri baráttu um að fá að sitja í stjórn Skólafélagsins með henni Hörn enda virðast þær ekki vita almennilega hvert þær eiga að fara eða hvað þær eiga að gera án þess að hún skipi þeim fyrir.



Helga Hvanndal Björnsdóttir:

Helga Hvanndal sat á síðastliðnu skólaári í skemmtinefnd Skólafélagsins en þar eru einmitt saman komnir skemmtilegustu nemendur skólans. Einnig tók hún málin í sínar hendur þegar Gunnar Helgason reyndist vera fullkomlega vanhæfur í starfi sínu sem leikstjóri Herranætur. Titlaði Helga sig þá sem aðstoðarleikstjóra sýningarinnar og reif þannig upp annars niðurbrotinn hóp einstaklinga. Nýtti Helga sér þá ótakmarkaða reynslu sína úr skemmtinefnd og sneri því sem stefndi í algjöra martröð yfir í sannkallaðan draum. Varðhundarnir selja þessa hetjusögu ekki dýrara en þeir keyptu hana.



Jakob Gunnarsson:

Jakob Gunnarsson er sá einstaklingur sem kom sá og sigraði í Söngkeppni Skólafélagsins með fjölhæfum flutningi sínum. Þar af leiðandi er hann framlag MR-inga í Söngkeppni Framhaldsskólanna. Flestum ætti að þykja þetta hið besta mál en það sem fæstir vita er að illt býr að baki þáttöku hans í Söngkeppninni. Jakob hefur nefnilega ás í erminni. Nái Jakob ekki kjöri hyggst hann algjörlega gefa skít í Söngkeppni Framhaldsskólanna og í stað slagaranns Piano Man flytja hið djöfullega lag Þú villt ganga þinn veg og gera þannig út um sigurlíkur MR. Þessi háttsemi Jakobs verður að teljast í besta falli skítleg.



Silja Guðbjörg Tryggvadóttir:

Silja situr í hinu sívinsæla 5. bekkjarráði og er þar formaður. Þar sem 5. bekkjarráðs meðlimir hafa ekki reynst sigursælir í kosningum MR hingað til hefur Silja reynt að auka sigurlíkur sínar með því að halda busafundi með nýstárlegu móti. Hún hefur boðið busum til sín á vafasama staði og boðið þar upp á veigar og verjur undir yfirskriftinni One night in Reykjavik. Hún er vissulega að fara ótroðnar slóðir og verður því forvitnilegt að sjá hvers konar veitingar hún mun bjóða kjósendum upp á í komandi viku.



Þórður Hans Baldursson:

Síðasti, en þó ekki sísti, frambjóðandinn til embættis collegu er hinn yndisfríði veiðifélagi Þórður Hans. Þórður hefur á undangengnu skólaári setið í ritstjórn Menntaskólatíðinda en þar sá hann einmitt gott tækifæri til að koma sér á framfæri. Þó svo að ekki allir taki eftir því er Þórður alls ekki að fara ótroðnar slóðir en hann er einmitt að feta í fótspor helsta átrúnaðargoðs síns, Péturs Marteins Tómassonar. Pétur sat einmitt í ritstjórn Menntaskólatíðinda á vorönn í fyrra og fylgdi collegu framboð í kjölfarið. Pétri Marteini virðist ekki leiðast athyglin sem hann fær enda hafa Varðhundarnir hafa komist yfir tölvupóst þar sem fram kemur áætlun Péturs um að hagræða úrslitum kosninganna, Þórði í hag. Varðhundunum blöskrar þessi háttsemi og virðist spillingin hafa náð nýjum hæðum.

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger