<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 24, 2011
 

Inspector

Nú líður senn að því að inspector vor, Einspectar Lövdahl, víki úr starfi. Því þarf að finna eftirmann hans en það er víst að eftirmanni hans bíður erfitt verk við það að feta í fótspor hans. Varðhundarnir fóru því á stjá og grennsluðust fyrir hverjir það eru sem hyggjast bjóða sig fram í þetta stærsta embætti Menntaskólans í Reykjavík.

Hannes Halldórsson

Þó svo að fæstir viti af því hefur Hannes Halldórsson setið í Framtíðarstjórn á síðasta ári og gegndi þar stöðu ritara. Ritari hefur umsjón með allri útgáfustarfsemi Framtíðarinnar og einnig ber honum að skrifa fundargerðir sem og að sinna almennum skyldustörfum. En nú hefur Hannes ákveðið að bjóða sig fram til að leiða “Stóra bróður” og því er vert að líta yfir farinn veg.

Síðasta skólaár Framtíðarinnar var því miður ekki upp á marga fiska, þrátt fyrir að þau hafi helgað heilli viku skólaársins fiskunum sínum. Atburðir voru illa skipulagðir og svo virtist vera að Framtíðarstjórnin hafi verið með öllu áhugalaus á sinna verkum sínum. Þar sem Hannes sat sem varaforseti Framtíðarstjórnar er augljóst er að á brattan er að sækja hjá Hannesi okkar ætli hann að sannfæra nemendur um að hann sé hæfasti maðurinn í að leiða félagslíf skólans.

Hannes hefur gert garðinn frægan fyrir ritstörf sín og útvarpsmennsku, svo sem smásögur í blöðum og útvarpsþáttinn “Fuglar eru fiskar í miðjunni”. Á busaári sínu var hann tekinn í fremur vanhæfa ritstjórn Loka Laufeyjarson á haustönn en lítið er vitað um störf hans þar. Árið eftir sat hann í ritstjórn Skinfaxa en þá var blaðið einmitt sameinað Skólablaðinu í þeim tilgangi að Skinfaxi gæti verið gefið út. Eftir það bauð hann sig fram til stjórnar Framtíðarinnar og sigraði hann þar og situr því sem varaforseti.

Spennandi verður því að fylgjast með hversu langt störf Hannesar munu fleyta honum í komandi kosningum en það er víst að Hannes neyðist til þess að klappa þó nokkrum á bakið til að koma sér alla leið.


Þengill Björnsson

Flestir kannast við manninn sem hefur á síðasta ári vaðið uppi á göngum skólans klæddur jakkafötum og frakka yfir, öllum stundum. Þengill situr sem Quaestor Scholae og hefur stýrt fjármálum Skólafélagsins með járnhnefa. Framboð hans til Inspectors kemur fæstum á óvart þar sem hann hefur frá upphafi skólagöngu sinnar troðið sér inn í flest störf nemendafélaganna og einnig eini meðlimur Skólafélagsins sem kemur ekki til með að yfirgefa Menntaskólann í vor.

Skólafélagið hefur ólíkt Framtíðinni staðið sig með prýði þetta árið og hafa viðburðir verið vel sóttir og með veglegasta móti. Því má þakka skipulagsbrjálæði Skólafélagsstjórnar enda hittust þessir rúnkarar daglega yfir sumarið og skipulögðu skólaárið í þaula. Samkvæmt okkar heimildum hefur fjárhagsstaða Skólafélagsins sjaldan verið jafn sterk og hún er í dag. Því liggur í augum uppi að þessi skipulagsvinna hafi skilað sér út í félagslífið.

Störf Þengils hafa aðallega verið í kringum markaðsmál og hefur hann þurft að koma sér inn í flest allar markaðsnefndir sem starfað hafa á hans ferli í skólanum. Það er því augljóst að hann Þengill hefur pervítískan áhuga á peningum og spyrja Varðhundar sig því að því hvort inspectorslaunin verði þáð í fyrsta skipti í langan tíma ef Þengill nær kjöri. Einnig má nefna störf Þengils í þágu bjórdrykkju menntaskólanema en Þengill á víst Íslandsmetið í að safna saman flestum unglingum undir lögaldri inn á skemmtistað þegar að Hestafélagið átti sitt blómaskeið.

Varðhundarnir munu fylgjast spenntir með gangi mála á 5.bekkjarfundinum á morgun og hvetjum við 5.bekkinga til að mæta á fundinn og þeir sem ekki mega vera viðstaddir geta fylgst með gangi mála hérna!

 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger