<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Friday, March 19, 2010
  Varðhundarnir í samstarfi við KR-flugelda kynna:

BOMBUFRAMBOÐ 2010

Kæru samnemendur, klukkan sex í kvöld verður lokað fyrir framboð í Skólafélags og Framtíðarkosningunum í ár. Eftir að Árni “skiljum við okkur sviðna jörð” Inspector fækkaði embættum Skólafélagsins um helming mætti halda að kosningarnar yrðu eins og fyrirframskrifuð bók. En nei, svo verður nú aldeilis ekki. Gott fólk, við kynnum fyrir ykkur bombuframboð ársins:


Framboð nr. 1
Lóa Björk Björnsdóttir í Hestanefnd

Lóa litla lipurtá í 3.A hefur látið gamminn geysa allt árið og nú skilst okkur að engin breyting verði á því fyrir komandi vetur – nema nú verður enginn gammur látinn geysa heldur gandur. Á gandreið sinni inn í kosningavikuna hefur Lóa viðrað stefnumál sín við nemendur, svosem virkari þátttöku Hestanefndar á Skólafélagsspjallinu, sérstaka bloggfundi þar sem meðlimir Hestanefndar munu hittast og blogga um það sem miður fer í samfélaginu og massíva spilun á Robot Unicorn Attack. Og af hverju erum við alltaf að skrifa Hestanefnd... jú, því AÐALBARÁTTUMÁL LÓU BJARKAR ER AÐ LEGGJA NIÐUR ALLA STARFSEMI REGLU HINS BRENNANDI FÁKS.

Loksins er kominn frambjóðandi sem þorir að segja það sem allir hinir eru að hugsa. Það var löngu kominn tími til að leggja niður þessa skaufsjúgandi Reglu og taka upp Hestanefndina gömlu og virðulegu. Varðhundarnir geta ekki annað en sett þumalinn upp í loft þegar jafn kjarnyrt og glæsileg stefnumál eru viðruð.


Framboð nr. 2
Jón Áskell Þorbjarnarson í Lagatúlkunarnefnd

Engum dylst að NonnSkell er gríðarlega næmur ungur maður. Hann á ekki í nokkrum vandræðum með að skynja yfirvofandi ástand og túlka hvað best sé að gera enda er hann kominn af diplómötum í báðar áttir og getur víst túlkað yfir þrettán mismunandi tungumál. Dæmi um aðstæðutúlkun Þorbjarnarsonar kom með eftirminnilegum hætti í Útsvari ekki alls fyrir löngu. Elías Karl hringdi í Jón í góðri trú um að fá hjálp Skyljunnar við erfiða spurningu. Flestir hefðu búist við að Jónin svaraði bara rétt enda með svarið á takteinunum en dj Azkaban var búinn að hugsa tvo leiki fram í tímann. Með því að sleppa að svara félaga sínum tryggði hann æsilegan endasprett sem hélt sjónvarpsáhorfendum við efnið út kvöldið. Eftir á var talað um sigur Garðabæjar en algert túlkunarrúst Jóns Áskels.

Ekki láta ykkur bregða þótt grundvallarreglur Skólafélagsins verði túlkaðar upp á nýtt á næsta ári. Ekki láta ykkur bregða þótt lögin segi eitt en túlkunarspaðarnir annað. Með Jón í nefndinni er víst að hulunni verður svipt af stærstu hneykslismálum sögunnar enda virðist maðurinn ekki geta hætt að hugsa tvo leiki fram í tímann.


Framboð nr. 3
Jón Sigurðsson í Forseta listafélagsins

Þegar veldi Íslenskrar erfðagreiningar stóð sem hæst rétt fyrir síðustu aldamót lét Kári Stefánsson óprúttna aðila sækja fyrir sig nokkur bein út í Gamla kirkjugarð. Í skammdegismyrkrinu læddust nokkrir skítugir verkamenn að leiði Jóns forseta og grófu beinin upp. Á tilraunastofu dr. Kára var síðan krukkað með beinin og erfðaefnið úr þeim með það fyrir augum að endurskapa Jón forseta. Því miður misheppnaðist tilraunin hræðilega þegar óþekktur starfsmaður Kára óvart öll beinin.

Líf Jóns Sigurðssonar yngri hefur verið þrautaganga síðan. Vanvirtur af uppeldisföður sínum, dr. Kára, hefur hann neyðst til að ganga sömu leið og aðrir einstaklingar um refilstigu íslensks menntakerfis. Metnaður Jóns yngri er þó skýr. Hann vill verða forseti.

Það verður ekki sagt að ráðist sé á garðinn þar sem hann er hæstur en vissulega er um forsetaembætti að ræða. Heimildir herma að stefnumálin gangi mikið til út á að flytja íslensk fornhandrit heim og hanna nýjan þjóðbúning. Undirdeildir Listafélagsins verða þannig á næsta ári þjóðdansadeild, rímdeild, langspilsdeild að ógleymdri vikivakadeildinni. Boðið verður upp á nemendaferðir í Jónshús í Kaupmannahöfn þar sem ekki mun vanta vínið.

Íslendingar hafa áður kosið Jón sem forseta – hvers vegna ekki aftur?










Gott fólk, ekki láta ykkur bregða þótt komandi kosningabarátta taki á sig brátt díabólískan snúning og afhöggnum hausum muni rigna yfir skólasamfélagið. Hér eru á ferðinni einstaklingar sem kalla ekkert ömmu sína og munu enga miskunn sýna. Varðhundarnir eru ykkar eina von, yfir og út. 
|
Thursday, March 18, 2010
  Blóðugur slagur um Scribuna

Það hefur aldeilis harðnað í slagnum um scribuna. Samkvæmt heimildum varðhunda eru frambjóðendur þrír í ár. Í stafrófsröð Freyr Sverrisson, Ingimar Tómas Ragnarsson og Ragnheiður Björk Halldórsdóttir. Þau undirbúa nú framboð sín með öllum tiltækum ráðum, á meðan einhverjir undirbúa stefnumál, plaköt og bæklinga fara aðrir þá leið að dreifa óhróðri um mótframbjóðendur sína. Sem er þekkt aðferð í kosningabaráttu og hefur hingað til gefið ansi hreint góða raun því að hinn almenni lýður er auðtrúa og það er auðvelt að plata til sín atkvæði með þessum hætti. Það er þó hlutverk okkar, varðhunda lýðræðisins að koma upp um slík ómenni og leyfa sannleiknum að láta ljós sitt skína.



Sem stendur er lítið vitað um aðgerðir Freys Sverrissonar en hann er líklega í óða önn að plana kosningabaráttu og það gæti vel verið að hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu en um það er ekkert vitað. Endilega sendiði mail á mrhundar@gmail.com ef þið vitið eitthvað um hans athæfi, við látum engan vita hver sagði okkur hvað. Freyr hefur í ár bæði staðið í skemmtiþáttagerð ásamt félögum sínum í Bingó ásamt því sem hann var í ritstjórn miður góðra Menntaskólatíðinda fyrir jól. Hann hefur einnig unnið allskonar minni störf fyrir Skólafélagið og Framtíðina. Í fyrra vann hann sér það helst til frægðar að vera partur af hinni goðsagnakenndu markaðsnefnd Menntaskólatíðinda sem lagði upp laupana stuttu eftir embættismannaferðina. Við erum spenntir að sjá hvað Freyr hefur uppá að bjóða í komandi kosningum.



Ingimar Tómas Ragnarsson hefur marga fjöruna sopið. Hann var áberandi strax í þriðjabekk þar sem hann fór fyrir 3.B af miklum krafti, af full miklum krafti hinsvegar þar sem hann féll námslega en bætti upp fyrir það með dugnaði í sumarskóla og fékk því að komast í 4. bekk. Hann vann síðan með Frey við ritsjórn Menntaskólatíðinda og það verður því gaman að sjá hatramma baráttu þessara fyrrum samstarfsmanna. Samkvæmt okkar heimildum er Ingimar með fullt af nýjum hugmyndum og hefur undirbúið sitt framboð vel. Við eigum þó enn eftir að fá staðfestingu á því og fæst hún líklega ekki fyrr en í kosningavikunni sjálfri þegar hann dreifir sínum bæklingum.



Ragnheiður Björk Halldórsdóttir hefur í vetur unnið hörðum höndum að útgáfu Skólablaðsin/Skinfaxa ásamt setu í 5. bekkjarráði. Stefna hennar var að nota útgáfu blaðsins sem öfluga kynningu rétt fyrir kosningar rétt eins og hinn margslungni Gísli Baldur gerði þegar hann fór í Scribuna forðum. Vegna óviðráðanlegra atvika tókst því miður ekki að gefa blaðið út rétt fyrir kosningar og eins og venjan er þá má ekki gefa neitt slíkt út í kosningaviku. Ragnheiður brá því á það ráð að kenna mótframbjóðanda sínum, Ingimari Tómasi, um seinkun útgáfunnar. Við í varðhundunum getum staðfest og meira að segja sett það upp eins og á fotbolti.net að Ingimar kom ekki nálægt þeirri seinkun.

Ingimar Tómas Ragnarsson tengist seinbúinni útgáfu Skólablaðs/Skinfaxa ekki á nokkurn hátt. (Staðfest).

Það skiptir Ragnheiði kannski ekki svo miklu máli að Skólablaðið kom ekki strax út vegna þess einfaldlega að hún hefur haldið öðrum ási uppi í erminni allt skólaárið. MR-Peysurnar eru einfaldlega kosningabrella sem allir meðlimir 5. bekkjarráðs virðast ætla að nýta sér, koma með peysurnar rétt fyrir kosningar! Glatað trix sem verður vonandi ekki að vana og það er eins gott að kosningabærir nemendur láti ekki gabbast. Sjái það einfaldlega að peysurnar komu of seint, ekki bara "Hey, þau redduðu peysum, Snilld!" Okkar ráð til ykkar, blóðheiti lýður: Ekki trúa hverju sem er, sérstaklega ekki þegar kosningar vofa yfir og alls ekki ef það er sagt af frambjóðanda um mótframbjóðanda. Ekki treysta neinum....Engum!....Alls engum!....nema okkur, Varðhundum lýðræðisins.
 
|
Tuesday, March 16, 2010
 


Hin sjálftitlaða Tease Scholae, Anna Margrét Steingríms, ætlar að grafa undan rótgrónum hefðum sem haldist hafa óbreyttar innan veggja skólans árhundruðum saman. Eins og mörgum er kunnugt um var haldinn skólafundur í gær þar sem m.a. var lögð fram lagabreytingatillaga af Önnu Margréti þar sem hún lagði til að quaestor þyrfti ekki að bjóða sig fram úr 4.bekk heldur mætti einnig bjóða sig úr eldri árgangnum. Anna er sjálf í 5.bekk og þykir mönnum ansi líklegt að hún ætli að reyna að hrifsa til sín embættið, með hjálp Eiríks Ársælssonar hjartaknúsara úr 4. bekk. Eiríkur sagði einmitt sjálfur í viðtali við Varðhundana

"Hún talar aldrei við mig. Stundum líður mér eins og hún sé bara að nota mig."

Tillagan var þó felld í gær en þegar maður þekkir réttu mennina er að sjálfssögðu hægt að teygja á lýðræðinu. Eftir vægast sagt vafasamt ferli var kosningin gerð ógild og kosið aftur í dag. Þá voru samankomnir allir vinur Önnu og viti menn, tillagan gekk í gegn.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Anna fer í kringum kosningar en mörgum er það í fersku minni þegar Anna, sem er í 5.bekkjarráði, hagræddi kosningunum um áfangastað útskriftarferðar 5.bekkjar eftir sinni hentisemi. Annað kunnugt dæmi um embættisstörf Önnu í 5.bekkjarráði eru MR-fötin frægu sem hafa ekki látið sjá sig í allan vetur en dúkka svo skyndilega upp tveimur vikum fyrir kosningar.



Við viljum minna á að ástæðan fyrir því að ríkjandi Quaestor sitji í 5.bekk er svo að hann geti setið fyrir svörum varðandi fjármál Skólafélagsins að hausti til. Spurning um Önnu Margréti sé treystandi fyrir fjármálum Skólafélagsins þegar hún sjálf getur látið sig hverfa að hausti með fjársekk Skólafélagsins að ránsfeng.

Mun "Anna Margrét" splæsa fyrsta umgang í útskriftarferðinni?




 
|
Sunday, March 07, 2010
  Fréttir hafa borist af frambjóðendum í embætti Forseta Framtíðarinnar. Varðhundarnir hafa ákveðið að kafa ofan í saumana og segja ykkur aðeins nánar frá þessum aumingjum.


Magnús Karl:

Magnús Karl er gamall Vestmannaeyjingur. Strax í þriðja bekk varð hann áberandi eftir að hann var krýndur Orator Busi og stofnaði sama kvöld spjallþráð á skólafélagssíðunni sem tryggði það að enginn í skólanum velktist í vafa um það hver hefði unnið keppnina.

Það var síðan í embættistmannaferðinni í fyrra sem Magnús Karl sýndi hvers hann er megnugur þegar hann reyndi ítrekað að berja Jóhann Sindra Hansen, núverandi meðlim Bingó-hópsins, sem er einmitt 40 kg léttari en þrekboltinn hann Magnús Karl.

Í ár hefur hann farið mikinn á Skólafélagssíðunni þar sem hann meðal annars hótaði að berja busastrák fyrir það eitt að tjá skoðun sína. Magnús Karl hefur einnig verið skjöldur sjálfsagðra réttinda MRingar. Hann hélt meðal annars málfund um þetta sérstaka málefna þar sem hann og Björn Hjörvar leiddu saman hestana sína og börðust gegn forræðishyggju innan MR. Þar sá Björn Hjörvar um að kvarta og Magnús Karl um að kvarta aðeins meira. Magnús var líka með þeim fyrstu sem gagnrýndu þegar Albert Guðmunds var óréttilega rekinn úr MoRFÍs-liði skólans.

Ferill:

Bjó í Vestmannaeyjum
Orator Busi
Formaður þriðjabekkjarráðs
Lamdi busa í embættismannaferðinni
Menntaskólatíðindi á vormisseri 2009-2010
Leiðindavaki á Skólafélagssíðunni
Ekki í MoRFÍs-liðinu 2009-2010

Einkunn: 10



Hér sést Magnús Karl pungsveittur á Samfés árið 2010 þar sem hann hótaði mörgum ungum strákum barsmíðum.


Albert Guðmundsson:

Lítið er vitað um Albert Guðmundsson, annað en að hann ætlaði upphaflega að fara í MS og tapaði í collegukosningum fyrir ári síðan. Hann ætlaði að koma óþekktur inn og nota the element of surprise sem er þekkt trix í bókinni en brenndi sig heiftarlega á því og það veit ennþá enginn hver hann er.

Ferill:

Ekki í Morfís
Ekki Collega
Menntaskólatíðindi (?)
Alltaf í pool 2009-2010

Einkunn: 9,7


Heimildir Varðhunda herma að Albert líti nokkurn veginn svona út.

Ólöf Eyjólfsdóttir

Eins og skrattinn úr sauðaleggnum sprettur kvenkynsframbjóðandi fram. Minnugir muna eftir því þegar Saga Úlfarsdóttir smellti sér í framboð í fyrra. Verst að Saga vóg ekki eins þungt og Arnór í hjörtum kjósenda og þessvegna náði hún ekki að verða fyrsti kvenkynsforsetinn síðan Svanhvít var og hét. Ólöf kemur hinsvegar úr framtíðarstjórn og er því fyrsti hæfi kvenkynsframbjóðandinn síðan Vigdís Finnbogadóttir. Ólöf fékk mikla athygli í fyrra fyrir það eitt að sjást á skólafélagssíðunni með profile mynd sem minnti óeðlilega mikið á Íslandsvininn og Hjartaknúsarann LL Cool J. Með þessu fangaði hún athygli Péturs Grétarssonar og hann hjálpaði henni svo að komast inn í framtíðarstjórn með öllum sínum ráðum.

Þrátt fyrir að vera í stjórn hefur Ólöf lítið sést í ár þó hún hafi nýlega sést kommenta óvenjumikið á skólafélagssíðuna. Ástæðan fyrir því hve lítið Ólöf hefur sést má líklega rekja til þess að hún hefur verið svo upptekin við að vinna störf Framtíðarstjórnar og afla sér reynslu af setu í þessari stjórn. Heimildir herma að Arnór Einarsson, núverandi forseti, telji hana einn hæfasta, ef ekki eina hæfa stjórnarmeðliminn í ár.

Ferill:

Fyrirmyndar stelpa
Almennt til fyrirmyndar
Herranótt
Skólafélagsspjallari
Framtíðarstjórn
Maðurinn á bakvið Möggu Sveins

Einkunn: 10


Hér sést mynd af Ólöfu við Framtíðarstjórnarstörn.
 
|
Wednesday, March 03, 2010
  Heill og sæll, óupplýsti skríll.

Enn eina ferðina ganga lömbin í réttina. Enn eina ferðina reyna vongóðir forystusauðir að tæla jarmandi múginn til fylgis við sig með því að hvísla að honum fögrum orðum og gylliboðum. Þeir vonast til að æstur og ruglaður kindafjöldinn muni í stundabrjálæði og fávisku fylgja þeim og kjósa þá sem foringja sína. Þeir kalla það að vera fremstir meðal jafningja en munið að í hugum þeirra sem sækjast eftir völdum er aðeins einn hlut að finna; ofsafengna valdsýki.

Því eruð þið heppin að þið eruð ekki ein á þessum óvissutímum. Eins og í öllum réttum eru hundar á sveimi sem eru tilbúnir til að leiða alla afvegaleidda sauði aftur á rétta braut. Þessir hundar hika ekki við að glefsa rétt í þá fávísu sauði sem halda að þeir séu fremri öðrum á nokkurn hátt. Þetta eru meira en venjulegir fjárhundar, hér eru á ferðinni hundar sem standa vörð um mannréttindi, lýðræði og berjast gegn spillingu. Það eru þeir sem heyja baráttu gegn spilltum einræðiskandídötum á bak við tjöldin. Þeir eru varðhundar lýðræðisins.

Í þetta skiptið verður engin spilling í Menntaskólanum. Hver sá sem hefur óhreint mjöl í pokahorninu skal dreginn upp á yfirborðið. Hann skal vera hvítþveginn og smáður fyrir framan augu sauðanna sem hann þráði að gera að verkfærum sínum. Kæru sauðir, þið getið sofið rólegir; hin vökulu augu varðhundanna hafa vaknað.

Nú erum við mættir:




Og eitt enn. Þótt þessi síða fjalli um fólk og málefni innan Menntaskólans í Reykjavík er hún á engan hátt tengd skólanum eða undir honum komin. Svo þið getið fokking gleymt því að klaga í Maríu Björk.

Passið ykkur á myrkrinu,
Hundarnir




 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger