<$BlogRSDURL$>
Lýðræðisrýnar
Thursday, March 18, 2010
  Blóðugur slagur um Scribuna

Það hefur aldeilis harðnað í slagnum um scribuna. Samkvæmt heimildum varðhunda eru frambjóðendur þrír í ár. Í stafrófsröð Freyr Sverrisson, Ingimar Tómas Ragnarsson og Ragnheiður Björk Halldórsdóttir. Þau undirbúa nú framboð sín með öllum tiltækum ráðum, á meðan einhverjir undirbúa stefnumál, plaköt og bæklinga fara aðrir þá leið að dreifa óhróðri um mótframbjóðendur sína. Sem er þekkt aðferð í kosningabaráttu og hefur hingað til gefið ansi hreint góða raun því að hinn almenni lýður er auðtrúa og það er auðvelt að plata til sín atkvæði með þessum hætti. Það er þó hlutverk okkar, varðhunda lýðræðisins að koma upp um slík ómenni og leyfa sannleiknum að láta ljós sitt skína.



Sem stendur er lítið vitað um aðgerðir Freys Sverrissonar en hann er líklega í óða önn að plana kosningabaráttu og það gæti vel verið að hann hafi óhreint mjöl í pokahorninu en um það er ekkert vitað. Endilega sendiði mail á mrhundar@gmail.com ef þið vitið eitthvað um hans athæfi, við látum engan vita hver sagði okkur hvað. Freyr hefur í ár bæði staðið í skemmtiþáttagerð ásamt félögum sínum í Bingó ásamt því sem hann var í ritstjórn miður góðra Menntaskólatíðinda fyrir jól. Hann hefur einnig unnið allskonar minni störf fyrir Skólafélagið og Framtíðina. Í fyrra vann hann sér það helst til frægðar að vera partur af hinni goðsagnakenndu markaðsnefnd Menntaskólatíðinda sem lagði upp laupana stuttu eftir embættismannaferðina. Við erum spenntir að sjá hvað Freyr hefur uppá að bjóða í komandi kosningum.



Ingimar Tómas Ragnarsson hefur marga fjöruna sopið. Hann var áberandi strax í þriðjabekk þar sem hann fór fyrir 3.B af miklum krafti, af full miklum krafti hinsvegar þar sem hann féll námslega en bætti upp fyrir það með dugnaði í sumarskóla og fékk því að komast í 4. bekk. Hann vann síðan með Frey við ritsjórn Menntaskólatíðinda og það verður því gaman að sjá hatramma baráttu þessara fyrrum samstarfsmanna. Samkvæmt okkar heimildum er Ingimar með fullt af nýjum hugmyndum og hefur undirbúið sitt framboð vel. Við eigum þó enn eftir að fá staðfestingu á því og fæst hún líklega ekki fyrr en í kosningavikunni sjálfri þegar hann dreifir sínum bæklingum.



Ragnheiður Björk Halldórsdóttir hefur í vetur unnið hörðum höndum að útgáfu Skólablaðsin/Skinfaxa ásamt setu í 5. bekkjarráði. Stefna hennar var að nota útgáfu blaðsins sem öfluga kynningu rétt fyrir kosningar rétt eins og hinn margslungni Gísli Baldur gerði þegar hann fór í Scribuna forðum. Vegna óviðráðanlegra atvika tókst því miður ekki að gefa blaðið út rétt fyrir kosningar og eins og venjan er þá má ekki gefa neitt slíkt út í kosningaviku. Ragnheiður brá því á það ráð að kenna mótframbjóðanda sínum, Ingimari Tómasi, um seinkun útgáfunnar. Við í varðhundunum getum staðfest og meira að segja sett það upp eins og á fotbolti.net að Ingimar kom ekki nálægt þeirri seinkun.

Ingimar Tómas Ragnarsson tengist seinbúinni útgáfu Skólablaðs/Skinfaxa ekki á nokkurn hátt. (Staðfest).

Það skiptir Ragnheiði kannski ekki svo miklu máli að Skólablaðið kom ekki strax út vegna þess einfaldlega að hún hefur haldið öðrum ási uppi í erminni allt skólaárið. MR-Peysurnar eru einfaldlega kosningabrella sem allir meðlimir 5. bekkjarráðs virðast ætla að nýta sér, koma með peysurnar rétt fyrir kosningar! Glatað trix sem verður vonandi ekki að vana og það er eins gott að kosningabærir nemendur láti ekki gabbast. Sjái það einfaldlega að peysurnar komu of seint, ekki bara "Hey, þau redduðu peysum, Snilld!" Okkar ráð til ykkar, blóðheiti lýður: Ekki trúa hverju sem er, sérstaklega ekki þegar kosningar vofa yfir og alls ekki ef það er sagt af frambjóðanda um mótframbjóðanda. Ekki treysta neinum....Engum!....Alls engum!....nema okkur, Varðhundum lýðræðisins.
 
|
Hvert er gjald lýðræðisins? Hvað vegur hvert atkvæði í gulli? Hversu langt fram á hengiflugið? Vaskir þjóðfélagsvinir og lýðræðisrýnar munu fylgjast grannt með kosningum nemendafélaganna í Menntaskólanum í Reykjavík. Þeir eru varðhundar réttlætisins. Varið ykkur!

ARCHIVES
03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 03/01/2009 - 04/01/2009 / 04/01/2009 - 05/01/2009 / 02/01/2010 - 03/01/2010 / 03/01/2010 - 04/01/2010 / 03/01/2011 - 04/01/2011 /


Powered by Blogger